Skellti sér út að hlaupa þegar hún frétti að Ísland væri komið á HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2023 08:31 Þórey Rósa Stefánsdóttir er leikjahæst í íslenska landsliðinu. vísir/hulda margrét Ein reyndasta handboltakona landsins var að vonum ánægð þegar í ljós kom að Ísland yrði meðal þátttökuþjóða á HM 2023. Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk svokallað boðssæti á HM sem fer fram á Norðurlöndunum í nóvember og desember. Þetta verður í annað sinn sem Ísland verður með á HM. Á HM 2011 enduðu Íslendingar í 12. sæti. „Ég hafði í raun ekki mikla trú á þessu. Ég hélt að einhver önnur lið yrðu valin,“ sagði Þórey Rósa í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2, aðspurð hvort hún hafi búist við að Ísland kæmist á HM. „En þegar þetta kom í ljós fékk maður hnút í magann og hugsaði: bíddu já, þetta er bara að fara að gerast núna. Maður reimaði á sig hlaupaskóna og fór út að hlaupa til að ná áttum.“ Klippa: Viðtal við Þóreyju Rósu Þórey Rósa er reyndasti leikmaður íslenska liðsins og hlakkar til að fara aftur á stórmót með því. „Við sem erum búnar að fara á stórmót erum alltaf að segja sögur af því þegar við vorum þar hafi þetta verið svona og svona. Mér finnst bara svo gaman að þessar stelpur sem eru núna fái þetta tækifæri og íslenskur kvennahandbolti sé aftur kominn á þennan stað og við fáum að upplifa þetta,“ sagði Þórey Rósa. „Þegar þú ert kominn inn í þessa lúppu kemstu á betri stað og þetta er spark í rassinn á fullt af stelpum, að æfa betur og komast í liðið. Þetta er frábært fyrir íslenskan kvennahandbolta.“ Dregið verður í riðla á HM í dag. Ísland er í fjórða og neðsta styrkleikaflokki. Leikið er í átta fjögurra liða riðlum og komast þrjú lið í milliriðil. Handbolti Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir ÓL-smuga opnast fyrir stelpurnar okkar Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk ekki aðeins sæti á HM upp í hendurnar frá IHF á mánudaginn, heldur einnig möguleika á að komast á Ólympíuleikana í París á næsta ári. 5. júlí 2023 14:03 „Með hjartað á 200 og þurfti að taka hlé frá vinnunni“ „Þetta var svo ótrúlega mikið sjokk áðan vegna þess að ég var ekki búin að gera mér neinar vonir,“ segir Sandra Erlingsdóttir, himinlifandi eftir þau tíðindi dagsins að hún sé leiðinni á HM í handbolta í lok nóvember. 3. júlí 2023 14:06 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk svokallað boðssæti á HM sem fer fram á Norðurlöndunum í nóvember og desember. Þetta verður í annað sinn sem Ísland verður með á HM. Á HM 2011 enduðu Íslendingar í 12. sæti. „Ég hafði í raun ekki mikla trú á þessu. Ég hélt að einhver önnur lið yrðu valin,“ sagði Þórey Rósa í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2, aðspurð hvort hún hafi búist við að Ísland kæmist á HM. „En þegar þetta kom í ljós fékk maður hnút í magann og hugsaði: bíddu já, þetta er bara að fara að gerast núna. Maður reimaði á sig hlaupaskóna og fór út að hlaupa til að ná áttum.“ Klippa: Viðtal við Þóreyju Rósu Þórey Rósa er reyndasti leikmaður íslenska liðsins og hlakkar til að fara aftur á stórmót með því. „Við sem erum búnar að fara á stórmót erum alltaf að segja sögur af því þegar við vorum þar hafi þetta verið svona og svona. Mér finnst bara svo gaman að þessar stelpur sem eru núna fái þetta tækifæri og íslenskur kvennahandbolti sé aftur kominn á þennan stað og við fáum að upplifa þetta,“ sagði Þórey Rósa. „Þegar þú ert kominn inn í þessa lúppu kemstu á betri stað og þetta er spark í rassinn á fullt af stelpum, að æfa betur og komast í liðið. Þetta er frábært fyrir íslenskan kvennahandbolta.“ Dregið verður í riðla á HM í dag. Ísland er í fjórða og neðsta styrkleikaflokki. Leikið er í átta fjögurra liða riðlum og komast þrjú lið í milliriðil.
Handbolti Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir ÓL-smuga opnast fyrir stelpurnar okkar Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk ekki aðeins sæti á HM upp í hendurnar frá IHF á mánudaginn, heldur einnig möguleika á að komast á Ólympíuleikana í París á næsta ári. 5. júlí 2023 14:03 „Með hjartað á 200 og þurfti að taka hlé frá vinnunni“ „Þetta var svo ótrúlega mikið sjokk áðan vegna þess að ég var ekki búin að gera mér neinar vonir,“ segir Sandra Erlingsdóttir, himinlifandi eftir þau tíðindi dagsins að hún sé leiðinni á HM í handbolta í lok nóvember. 3. júlí 2023 14:06 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
ÓL-smuga opnast fyrir stelpurnar okkar Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk ekki aðeins sæti á HM upp í hendurnar frá IHF á mánudaginn, heldur einnig möguleika á að komast á Ólympíuleikana í París á næsta ári. 5. júlí 2023 14:03
„Með hjartað á 200 og þurfti að taka hlé frá vinnunni“ „Þetta var svo ótrúlega mikið sjokk áðan vegna þess að ég var ekki búin að gera mér neinar vonir,“ segir Sandra Erlingsdóttir, himinlifandi eftir þau tíðindi dagsins að hún sé leiðinni á HM í handbolta í lok nóvember. 3. júlí 2023 14:06