Svíar færast nær aðild að NATO Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2023 21:01 Tobias Billstrom utanríkisráðherra Svíþjóðar ræðir við fréttamenn í höfuðstöðvum NATO í Brussel í dag. AP/Virginia Mayo Svíar hafa færst nær aðild að Atlantshafsbandalaginu eftir fund háttsettra embættismanna Tyrklands og Svíþjóðar með aðalframkvæmdastjóra NATO í dag ásamt fulltrúum Finna. Tyrkir og Ungverjar lögðust gegn aðild Finna og Svía en Finnar gengu í bandalagið í apríl. Forseti Tyrklands hefur farið fram á ýmsar stefnubreytingar hjá stjórn Svíþjóðar meðal annars varðandi stuðning við samtök sjálfstæðissinnaðra Kúrda (PKK), sem hann flokkar sem hryðjuverkasamtök, og framsal Kúrda sem Svíar hafa veitt hæli. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO leggur áherslu á að aðild Svía að bandalaginu verði samþykkt á leiðtogafundi NATO í næstu viku.AP/Virginia Mayo Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO leggur áherslu á að gengið verði frá aðild Svía á leiðtogafundi NATO í Vilius í Litháen í næstu viku. "Í dag staðfestum við á ný að aðild Svíðþjóðar er innan seilingar og að staðfesting á aðild Svíþjóðar þýðir ekki endalok samstarfs við Tyrkland. Því fer fjarri eins og þátttaka Finna sýnir," sagði Stoltenberg. Svíar hefðu komið til móts við Tyrki og breytt stjórnarskrá sinni. Sett ný lög gegn hryðjuverkum, aflétt takmörkunum á vopnasölu til Tyrklands og aukið samstarf gegn hryðjuverkum,þar á meðal gegn PKK flokki Kúrda. "Við erum öll sammála um að full aðild Svíþjóðar þjónar öryggishagsmunum allra aðildarríkjanna og við viljum öll ljúka þessu ferli eins fljótt og auðið er," sagði jens Stoltenberg í dag. NATO Svíþjóð Tengdar fréttir Stoltenberg stýrir NATO áfram Jens Stoltenberg stýrir Atlantshafsbandalaginu (NATO) áfram næsta árið. Þetta er i þriðja skiptið sem framkvæmdastjóratíð Stoltenberg er framlengd hjá sambandinu en hann hefur gegnt embættinu í níu ár. 4. júlí 2023 10:11 Finnar boðnir velkomnir í Atlantshafsbandalagið Hvítur og blár fáni Finnlands var dreginn að húni við höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Brussel til marks um inngöngu landsins í dag. Landamæri Rússlands og NATO tvöfaldast að lengd með inngöngu Finna. 4. apríl 2023 15:26 Svíar geti ekki reiknað með stuðningi Tyrkja vegna NATO-umsóknar Sænsk stjórnvöld ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi tyrkneskra stjórnvalda vegna umsóknar þeirra að NATO. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti í gær, fáeinum dögum eftir að kveikt var í eintaki af Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi. 24. janúar 2023 07:09 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Forseti Tyrklands hefur farið fram á ýmsar stefnubreytingar hjá stjórn Svíþjóðar meðal annars varðandi stuðning við samtök sjálfstæðissinnaðra Kúrda (PKK), sem hann flokkar sem hryðjuverkasamtök, og framsal Kúrda sem Svíar hafa veitt hæli. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO leggur áherslu á að aðild Svía að bandalaginu verði samþykkt á leiðtogafundi NATO í næstu viku.AP/Virginia Mayo Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO leggur áherslu á að gengið verði frá aðild Svía á leiðtogafundi NATO í Vilius í Litháen í næstu viku. "Í dag staðfestum við á ný að aðild Svíðþjóðar er innan seilingar og að staðfesting á aðild Svíþjóðar þýðir ekki endalok samstarfs við Tyrkland. Því fer fjarri eins og þátttaka Finna sýnir," sagði Stoltenberg. Svíar hefðu komið til móts við Tyrki og breytt stjórnarskrá sinni. Sett ný lög gegn hryðjuverkum, aflétt takmörkunum á vopnasölu til Tyrklands og aukið samstarf gegn hryðjuverkum,þar á meðal gegn PKK flokki Kúrda. "Við erum öll sammála um að full aðild Svíþjóðar þjónar öryggishagsmunum allra aðildarríkjanna og við viljum öll ljúka þessu ferli eins fljótt og auðið er," sagði jens Stoltenberg í dag.
NATO Svíþjóð Tengdar fréttir Stoltenberg stýrir NATO áfram Jens Stoltenberg stýrir Atlantshafsbandalaginu (NATO) áfram næsta árið. Þetta er i þriðja skiptið sem framkvæmdastjóratíð Stoltenberg er framlengd hjá sambandinu en hann hefur gegnt embættinu í níu ár. 4. júlí 2023 10:11 Finnar boðnir velkomnir í Atlantshafsbandalagið Hvítur og blár fáni Finnlands var dreginn að húni við höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Brussel til marks um inngöngu landsins í dag. Landamæri Rússlands og NATO tvöfaldast að lengd með inngöngu Finna. 4. apríl 2023 15:26 Svíar geti ekki reiknað með stuðningi Tyrkja vegna NATO-umsóknar Sænsk stjórnvöld ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi tyrkneskra stjórnvalda vegna umsóknar þeirra að NATO. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti í gær, fáeinum dögum eftir að kveikt var í eintaki af Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi. 24. janúar 2023 07:09 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Stoltenberg stýrir NATO áfram Jens Stoltenberg stýrir Atlantshafsbandalaginu (NATO) áfram næsta árið. Þetta er i þriðja skiptið sem framkvæmdastjóratíð Stoltenberg er framlengd hjá sambandinu en hann hefur gegnt embættinu í níu ár. 4. júlí 2023 10:11
Finnar boðnir velkomnir í Atlantshafsbandalagið Hvítur og blár fáni Finnlands var dreginn að húni við höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Brussel til marks um inngöngu landsins í dag. Landamæri Rússlands og NATO tvöfaldast að lengd með inngöngu Finna. 4. apríl 2023 15:26
Svíar geti ekki reiknað með stuðningi Tyrkja vegna NATO-umsóknar Sænsk stjórnvöld ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi tyrkneskra stjórnvalda vegna umsóknar þeirra að NATO. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti í gær, fáeinum dögum eftir að kveikt var í eintaki af Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi. 24. janúar 2023 07:09