Svifið ofan úr Kömbunum á ógnarhraða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. júlí 2023 19:24 Á efri mynd til vinstri má sjá fréttamann heldur skelkaðan, áður en hann hélt af stað niður sviflínuna. Um leið og ferðin var hafin var þó ekki fyrir neinum ótta að fara. Hann komst svo heill niður að lokum, og áttaði sig á því að hann hafði ekkert að óttast. Vísir/Vésteinn/Arnar Kílómetralöng sviflína í Hveragerði verður formlega opnuð gestum á morgun. Fréttastofan tók forskot á sæluna í dag og kynnti sér þessa nýjung í afþreyingu á Suðurlandi. Mega Zip line verður tekin formlega í gagnið á morgun, en fyrstu ferðir voru þó farnar í dag. Fyrst fékk að fara Svava Berglind Grétarsdóttir, sem fékk ferðina í afmælisgjöf frá eiginmanni sínum. Fyrsta ferðin var boðin upp til styrktar ME-félaginu. Sviflínan liggur ofan úr Kömbunum og niður í áttina að gönguleiðinni inn í Reykjadal. Framkvæmdastjórinn segir markmiðið að búa til nýja afþreyingu fyrir Íslendinga sem og ferðamenn, þar sem náttúruan spili stórt hlutverk. Hallgrímur Kristinsson er framkvæmdastjóri Mega Zipline.Vísir/Arnar „Og hér á bak við mig er Svartagljúfur, sem er falin náttúruperla sem við erum að opna aðgengi að með því að leggja göngustíg meðfram því. Það er hluti af því að renna sér hér í þessari langstærstu sviflínu landsins,“ segir Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri Mega Zipline. Hallgrímur var rétt nýkominn úr sviflínuferð þegar við náðum tali af honum. „Þetta var stórkostleg skemmtun og ég ætla bara að leyfa þér að finna fyrir því á eftir,“ sagði Hallgrímur og beindi orðum sínum þar að fréttamanni. Og þá var ekkert eftir nema að prófa sjálfur, eftir að hafa græjað sig rétt upp, allt eftir kúnstarinnar reglum. Sjón er sögu ríkari og hér að neðan má sjá fréttamann spreyta sig á ferðinni niður, í liggjandi stöðu, til að njóta sem best þess útsýnis sem ferðin hefur upp á að bjóða. Einnig er hægt að fara sitjandi niður, en þá er auðveldara að stjórna hraða ferðarinnar. Ofurmenni á allt að 120 kílómetra hraða Hallgrímur segir að starfsemin sé nokkuð háð veðri, en einstaklega veðursælt var við Svartagljúfur í dag. „Við vonumst til að geta haft opið allt árið, en það verða auðvitað einhverjir dagar þar sem ekki verður hægt að hafa opið.“ Hann segir sviflínuna alls ekki aðeins fyrir áhættusækna adrenalínfíkla. „Þetta er algjörlega fyrir meðaljóninn. Það er svolítið hægt að stjórna hraðanum, eftir því hvernig þú ferð niður. Ég fór sitjandi niður og ef ég baða út höndum og fótum eins og krossfiskur þá fer ég hægar en ef ég hef hendurnar nálægt mér og er eins og pensill, þá fer ég mun hraðar.“ Þeir sem fari liggjandi með höfuðið á undan, eins og Ofurmennið (e. Superman), fari hraðar. „Við erum að tala um sirka 120 kílómetra hraða,“ segir Hallgrímur aðspurður hver mesti mögulegi hraðinn sé. „Það er kannski ekki fyrir alla, en það er vissulega gaman að prófa það, fyrir þá sem það vilja.“ Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Fleiri fréttir Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Sjá meira
Mega Zip line verður tekin formlega í gagnið á morgun, en fyrstu ferðir voru þó farnar í dag. Fyrst fékk að fara Svava Berglind Grétarsdóttir, sem fékk ferðina í afmælisgjöf frá eiginmanni sínum. Fyrsta ferðin var boðin upp til styrktar ME-félaginu. Sviflínan liggur ofan úr Kömbunum og niður í áttina að gönguleiðinni inn í Reykjadal. Framkvæmdastjórinn segir markmiðið að búa til nýja afþreyingu fyrir Íslendinga sem og ferðamenn, þar sem náttúruan spili stórt hlutverk. Hallgrímur Kristinsson er framkvæmdastjóri Mega Zipline.Vísir/Arnar „Og hér á bak við mig er Svartagljúfur, sem er falin náttúruperla sem við erum að opna aðgengi að með því að leggja göngustíg meðfram því. Það er hluti af því að renna sér hér í þessari langstærstu sviflínu landsins,“ segir Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri Mega Zipline. Hallgrímur var rétt nýkominn úr sviflínuferð þegar við náðum tali af honum. „Þetta var stórkostleg skemmtun og ég ætla bara að leyfa þér að finna fyrir því á eftir,“ sagði Hallgrímur og beindi orðum sínum þar að fréttamanni. Og þá var ekkert eftir nema að prófa sjálfur, eftir að hafa græjað sig rétt upp, allt eftir kúnstarinnar reglum. Sjón er sögu ríkari og hér að neðan má sjá fréttamann spreyta sig á ferðinni niður, í liggjandi stöðu, til að njóta sem best þess útsýnis sem ferðin hefur upp á að bjóða. Einnig er hægt að fara sitjandi niður, en þá er auðveldara að stjórna hraða ferðarinnar. Ofurmenni á allt að 120 kílómetra hraða Hallgrímur segir að starfsemin sé nokkuð háð veðri, en einstaklega veðursælt var við Svartagljúfur í dag. „Við vonumst til að geta haft opið allt árið, en það verða auðvitað einhverjir dagar þar sem ekki verður hægt að hafa opið.“ Hann segir sviflínuna alls ekki aðeins fyrir áhættusækna adrenalínfíkla. „Þetta er algjörlega fyrir meðaljóninn. Það er svolítið hægt að stjórna hraðanum, eftir því hvernig þú ferð niður. Ég fór sitjandi niður og ef ég baða út höndum og fótum eins og krossfiskur þá fer ég hægar en ef ég hef hendurnar nálægt mér og er eins og pensill, þá fer ég mun hraðar.“ Þeir sem fari liggjandi með höfuðið á undan, eins og Ofurmennið (e. Superman), fari hraðar. „Við erum að tala um sirka 120 kílómetra hraða,“ segir Hallgrímur aðspurður hver mesti mögulegi hraðinn sé. „Það er kannski ekki fyrir alla, en það er vissulega gaman að prófa það, fyrir þá sem það vilja.“
Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Fleiri fréttir Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Sjá meira