Í færslu sinni á Facebook skrifar Katrín Halldóra:
Hún er mætt! Fullkomin, 14 merkur og 50 cm. Hún ákvað að drífa sig í heiminn 10 dögum fyrir tímann til þess að ná að eiga sama afmælisdag og Stígur stóri bróðir sem varð 3 ára þann dag!

Núna eigum við Hallgrímur tvö börn sem eru fædd 5. Júlí! Bestu afmælisgjafirnar mínar, ég er 4. júlí. Og fleiri ótrúlegar tilviljanir, en hún Ragnheiður Reynis yndislega ljósmóðirin sem tók á móti Stíg var óvænt á vakt og tók líka á móti þessari dömu - í sömu fæðingarstofu nr. 9 - þann 5. júlí nákvæmlega þremur árum seinna! Ég veit ekki hvað er í gangi en ég held að þetta verði seint toppað.

Katrín Halldóra glæddi Ellý Vilhjálmsdóttur eftirminnilega lífi í söngleiknum Ellý sem sýndur var 220 sinnum í Borgarleikhúsinu en síðan þá hefur hún fengist við ýmis verkefni innan leikhúsanna.

Samtals á parið þrjú börn en fyrir átti Hallgrímur son úr fyrra sambandi.