Hreiðar hafði betur í deilu um veg að Orustustöðum Kristján Már Unnarsson skrifar 7. júlí 2023 23:20 Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er búsettur á Orustustöðum. Einar Árnason Hreiðar Hermannsson, eigandi jarðarinnar Orustustaða í Skaftárhreppi, hafði betur í dómsmáli sem tveir eigendur nágrannajarðarinnar Hraunbóls/Sléttabóls 2 höfðuðu til að meina honum að nota og endurbæta vegslóða sem liggur að Orustustöðum um land Hraunbóls. Lögregla hefur ítrekað verið kölluð til vegna þessara nágrannadeilna og hafa þær sett áform Hreiðars um tíu milljarða króna hótelbyggingu í uppnám. Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði að eigendum Hraunbóls/Sléttabóls 2 hefði ekki tekist að sýna fram á að eigandi Orustustaða ætti ekki umferðarrétt um veginn og hafnaði kröfu eigenda Hraunbóls/Sléttabóls 2 um lögbann. Jafnframt voru eigendur Hraunbóls/Sléttabóls 2, þeir Benedikt Bjarnason og Sigurður Tryggvi Thoroddsen, dæmdir til að greiða Hreiðari allan málskostnað, fimmhundruð þúsund krónur hvor, eða samtals eina milljón króna. Jarðirnar Orustustaðir, Sléttaból og Hraunból eru á Brunasandi neðan Orustuhóls í Skaftárhreppi.Einar Árnason Áður hafði Sýslumaður Suðurlands synjað kröfu eigenda Hraunbóls/Sléttabóls 2 um að leggja lögbann við því að Hreiðar notaði og endurbætti veginn. Þeir höfðuðu því mál fyrir Héraðsdómi Suðurlands þar sem þess var krafist að synjun sýslumanns yrði felld úr gildi og jafnframt yrði lagt fyrir sýslumann að leggja á lögbann. Þeirri kröfu hafnaði héraðsdómur en Sigurður G. Gíslason dómstjóri kvað upp úrskurðinn í dag. Í úrskurðinum er rakið að væringar og klögumál hafi verið vegna notkunar Hreiðars á veginum. Þannig hafi allt frá árinu 2019, hið skemmsta, verið óskað eftir aðstoð lögreglu vegna þess að veginum hafi verið lokað eða hann gerður illfær. Þessi afskipti lögreglu og beiðnir um afskipti lögreglu hafi hvorki leitt til rannsóknar né saksóknar. Hér sést hvernig veginum var lokað með keðju og þverslá til að hindra að bílar kæmust að Orustustöðum. Hraunból til hægri.Aðsend Héraðsdómur segir sennilegast að vegurinn teljist einkavegur en að hann sé í eigu fleiri en eins aðila. Áhöld séu hins vegar um hvort hver eigandi eigi aðeins þann hluta vegarins sem um land hans liggur eða hvort allur vegurinn sé sameign þeirra jarða sem hann liggur um frá þjóðvegi 1 og að Orustustöðum, það er Hraunbóls, Sléttabóls, Orustustaða sem og Foss 1 og Foss 2. Jörðin Hraunból er í eyði en notuð sem orlofsjörð. Eigendur segja að í stað þess að njóta kyrrðar og friðsældar sveitarinnar sé núna stöðug umferð gesta gistiheimilis, sem Hreiðar er búinn að taka í notkun á Orustustöðum.Einar Árnason Að mati dómsins hafi eigendum Hraunbóls/Sléttabóls 2 ekki lánast sönnun þess að hver eigandi eigi aðeins þann hluta sem um land hans liggur. Þetta skipti þó ekki öllu máli um úrlausn málsins enda geti umferðarréttur verið fyrir hendi þó ekki fylgi beint eignarhald. Aðeins þurfi að skera úr um hvort eigandi Orustustaða eigi umferðarrétt um veginn eða hvort eigendur Hraunbóls/Sléttabóls 2 geti bannað honum not vegarins og umferð um hann. Síðasti kafli vegarins að gamla bæjarstæðinu á Orustustöðum telst núna fornleifar. Dómurinn telur sýnt fram á að vegurinn hafi verið kominn árið 1900.Einar Árnason Dómurinn vísar til sýslu- og sóknarlýsinga Skaftafellssýslu og skýrslu Fornleifafræðistofunnar þegar hann segir að ekki verði betur séð en að umræddur vegur hafi verið til um langan aldur eða allar götur frá árinu 1900. Ekki sé kunnugt um að ábúendur á Orustustöðum hafi notast við aðra leið en téðan veg til að komast að þjóðvegi 1. Þannig sé ljóst að hinn umdeildi vegur hafi verið eina vegtenging Orustustaða allt frá árinu 1900 og þar til Orustustaðir fóru í eyði árið 1950. Hreiðar lét sjálfur aka möl í vegarslóðann umdeilda.Einar Árnason Ekki sé annað vitað en að sú nýting Orustustaðabænda á veginum um fimmtíu ára skeið hafi verið átölulaus og sjálfsögð. Verði því að byggja á því að Orustustöðum hafi að minnsta kosti fylgt umferðarréttur um téðan veg meðan þar var búið. Fráleitt sé að ætla að umferðarrétturinn hafi aðeins náð að sameiginlegu landi Hraunbóls og Sléttabóls, en ekki lengra, enda hefði þá vegurinn verið tilgangslaus með öllu fyrir ábúendur Orustustaða. Dómurinn segir ennfremur að ekki liggi fyrir annað en að umferðarrétturinn hafi haldist, hvort heldur sem er vegna hefðar eða eignarréttar, þó Orustustaðir hafi farið í eyði, enda hafi eignarhald á jörðinni staðið samfellt til þessa dags. Nýtt skipulag gerir ráð fyrir að vegurinn verði færður fjær Hraunbóli. Eigendur Hraunbóls hafa heldur ekki fallist á þá vegarlagningu.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Eigendum Hraunbóls/Sléttabóls 2 hafi ekki tekist að sýna fram á að Orustustöðum hafi ekki fylgt umferðarréttur um téðan veg, eða að sá réttur hafi fallið niður eftir að Orustustaðir fóru í eyði. Að mati dómsins breyti þar engu að umferðarréttinum hafi ekki verið þinglýst sérstaklega. Ekki hafi heldur verið þinglýst öðrum umferðarrétti um veginn þó óumdeildur sé. Í úrskurði héraðsdóms kemur einnig fram að fyrir liggi að vegurinn hafi verið á aðalskipulagi Skaftárhrepps allt þar til því var breytt undir árslok 2014. Jafnframt segi í skipulagsbreytingunni að ekki sé gert ráð fyrir að hinn umdeildi vegur verði lagður af. Í þessari frétt Stöðvar 2 eru sýndir þeir möguleikar sem skoðaðir hafa verið til að tengja Orustustaði við þjóðvegakerfið: Hér má sjá myndband af fyrirhuguðu hóteli á Orustustöðum: Dómsmál Skaftárhreppur Hótel á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Tengdar fréttir Sveitarstjórinn hvetur aðila til að semja um hótelveginn Skaftárhreppur styður hóteluppbyggingu á jörðinni Orustustöðum og hefur skipulagt nýjan veg mun fjær þeim nágrönnum sem verða fyrir mestu ónæði. Sveitarstjórinn kveðst vænta þess að deiluaðilar leysi málið sjálfir með samningum. 27. júní 2023 21:42 Hótelsmíði í uppnámi vegna nágrannadeilu um vegagerð Tíu milljarða króna hóteluppbygging í landi Orustustaða austan Kirkjubæjarklausturs er í uppnámi vegna nágrannadeilna um lagningu vegar að hótelinu. Ítrekað hefur soðið upp úr og lögregla verið kölluð til. 26. júní 2023 22:10 Illvígar nágrannaerjur orðnar að lögreglumáli Illvígar deilur landeigenda í Skaftárhreppi hafa tafið framkvæmdir annars þeirra á jörð sinni þar sem hann hyggst reisa fjögur til fimm hundruð manna hótel og umfangsmikla ferðaþjónustustarfsemi. 29. maí 2021 09:30 Hraun Skaftárelda skóp nýja sveit eftir Móðuharðindin Skaftáreldum og Móðuharðindunum sem þeim fylgdu hefur verið lýst sem mestu hörmungum Íslandssögunnar. Talið er að fimmtungur þjóðarinnar hafi látist og 75 prósent af bústofni landsmanna fallið af völdum eldgossins í Lakagígum árin 1783-1784. 29. nóvember 2020 22:12 Hyggst njóta morgunkaffis með útsýni til Öræfajökuls Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er ekki aðeins að reisa hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Hann er jafnframt að byggja einbýlishús þar sem hann hyggst eiga lögheimili. 3. desember 2020 23:21 Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps. 9. júlí 2020 21:49 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði að eigendum Hraunbóls/Sléttabóls 2 hefði ekki tekist að sýna fram á að eigandi Orustustaða ætti ekki umferðarrétt um veginn og hafnaði kröfu eigenda Hraunbóls/Sléttabóls 2 um lögbann. Jafnframt voru eigendur Hraunbóls/Sléttabóls 2, þeir Benedikt Bjarnason og Sigurður Tryggvi Thoroddsen, dæmdir til að greiða Hreiðari allan málskostnað, fimmhundruð þúsund krónur hvor, eða samtals eina milljón króna. Jarðirnar Orustustaðir, Sléttaból og Hraunból eru á Brunasandi neðan Orustuhóls í Skaftárhreppi.Einar Árnason Áður hafði Sýslumaður Suðurlands synjað kröfu eigenda Hraunbóls/Sléttabóls 2 um að leggja lögbann við því að Hreiðar notaði og endurbætti veginn. Þeir höfðuðu því mál fyrir Héraðsdómi Suðurlands þar sem þess var krafist að synjun sýslumanns yrði felld úr gildi og jafnframt yrði lagt fyrir sýslumann að leggja á lögbann. Þeirri kröfu hafnaði héraðsdómur en Sigurður G. Gíslason dómstjóri kvað upp úrskurðinn í dag. Í úrskurðinum er rakið að væringar og klögumál hafi verið vegna notkunar Hreiðars á veginum. Þannig hafi allt frá árinu 2019, hið skemmsta, verið óskað eftir aðstoð lögreglu vegna þess að veginum hafi verið lokað eða hann gerður illfær. Þessi afskipti lögreglu og beiðnir um afskipti lögreglu hafi hvorki leitt til rannsóknar né saksóknar. Hér sést hvernig veginum var lokað með keðju og þverslá til að hindra að bílar kæmust að Orustustöðum. Hraunból til hægri.Aðsend Héraðsdómur segir sennilegast að vegurinn teljist einkavegur en að hann sé í eigu fleiri en eins aðila. Áhöld séu hins vegar um hvort hver eigandi eigi aðeins þann hluta vegarins sem um land hans liggur eða hvort allur vegurinn sé sameign þeirra jarða sem hann liggur um frá þjóðvegi 1 og að Orustustöðum, það er Hraunbóls, Sléttabóls, Orustustaða sem og Foss 1 og Foss 2. Jörðin Hraunból er í eyði en notuð sem orlofsjörð. Eigendur segja að í stað þess að njóta kyrrðar og friðsældar sveitarinnar sé núna stöðug umferð gesta gistiheimilis, sem Hreiðar er búinn að taka í notkun á Orustustöðum.Einar Árnason Að mati dómsins hafi eigendum Hraunbóls/Sléttabóls 2 ekki lánast sönnun þess að hver eigandi eigi aðeins þann hluta sem um land hans liggur. Þetta skipti þó ekki öllu máli um úrlausn málsins enda geti umferðarréttur verið fyrir hendi þó ekki fylgi beint eignarhald. Aðeins þurfi að skera úr um hvort eigandi Orustustaða eigi umferðarrétt um veginn eða hvort eigendur Hraunbóls/Sléttabóls 2 geti bannað honum not vegarins og umferð um hann. Síðasti kafli vegarins að gamla bæjarstæðinu á Orustustöðum telst núna fornleifar. Dómurinn telur sýnt fram á að vegurinn hafi verið kominn árið 1900.Einar Árnason Dómurinn vísar til sýslu- og sóknarlýsinga Skaftafellssýslu og skýrslu Fornleifafræðistofunnar þegar hann segir að ekki verði betur séð en að umræddur vegur hafi verið til um langan aldur eða allar götur frá árinu 1900. Ekki sé kunnugt um að ábúendur á Orustustöðum hafi notast við aðra leið en téðan veg til að komast að þjóðvegi 1. Þannig sé ljóst að hinn umdeildi vegur hafi verið eina vegtenging Orustustaða allt frá árinu 1900 og þar til Orustustaðir fóru í eyði árið 1950. Hreiðar lét sjálfur aka möl í vegarslóðann umdeilda.Einar Árnason Ekki sé annað vitað en að sú nýting Orustustaðabænda á veginum um fimmtíu ára skeið hafi verið átölulaus og sjálfsögð. Verði því að byggja á því að Orustustöðum hafi að minnsta kosti fylgt umferðarréttur um téðan veg meðan þar var búið. Fráleitt sé að ætla að umferðarrétturinn hafi aðeins náð að sameiginlegu landi Hraunbóls og Sléttabóls, en ekki lengra, enda hefði þá vegurinn verið tilgangslaus með öllu fyrir ábúendur Orustustaða. Dómurinn segir ennfremur að ekki liggi fyrir annað en að umferðarrétturinn hafi haldist, hvort heldur sem er vegna hefðar eða eignarréttar, þó Orustustaðir hafi farið í eyði, enda hafi eignarhald á jörðinni staðið samfellt til þessa dags. Nýtt skipulag gerir ráð fyrir að vegurinn verði færður fjær Hraunbóli. Eigendur Hraunbóls hafa heldur ekki fallist á þá vegarlagningu.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Eigendum Hraunbóls/Sléttabóls 2 hafi ekki tekist að sýna fram á að Orustustöðum hafi ekki fylgt umferðarréttur um téðan veg, eða að sá réttur hafi fallið niður eftir að Orustustaðir fóru í eyði. Að mati dómsins breyti þar engu að umferðarréttinum hafi ekki verið þinglýst sérstaklega. Ekki hafi heldur verið þinglýst öðrum umferðarrétti um veginn þó óumdeildur sé. Í úrskurði héraðsdóms kemur einnig fram að fyrir liggi að vegurinn hafi verið á aðalskipulagi Skaftárhrepps allt þar til því var breytt undir árslok 2014. Jafnframt segi í skipulagsbreytingunni að ekki sé gert ráð fyrir að hinn umdeildi vegur verði lagður af. Í þessari frétt Stöðvar 2 eru sýndir þeir möguleikar sem skoðaðir hafa verið til að tengja Orustustaði við þjóðvegakerfið: Hér má sjá myndband af fyrirhuguðu hóteli á Orustustöðum:
Dómsmál Skaftárhreppur Hótel á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Tengdar fréttir Sveitarstjórinn hvetur aðila til að semja um hótelveginn Skaftárhreppur styður hóteluppbyggingu á jörðinni Orustustöðum og hefur skipulagt nýjan veg mun fjær þeim nágrönnum sem verða fyrir mestu ónæði. Sveitarstjórinn kveðst vænta þess að deiluaðilar leysi málið sjálfir með samningum. 27. júní 2023 21:42 Hótelsmíði í uppnámi vegna nágrannadeilu um vegagerð Tíu milljarða króna hóteluppbygging í landi Orustustaða austan Kirkjubæjarklausturs er í uppnámi vegna nágrannadeilna um lagningu vegar að hótelinu. Ítrekað hefur soðið upp úr og lögregla verið kölluð til. 26. júní 2023 22:10 Illvígar nágrannaerjur orðnar að lögreglumáli Illvígar deilur landeigenda í Skaftárhreppi hafa tafið framkvæmdir annars þeirra á jörð sinni þar sem hann hyggst reisa fjögur til fimm hundruð manna hótel og umfangsmikla ferðaþjónustustarfsemi. 29. maí 2021 09:30 Hraun Skaftárelda skóp nýja sveit eftir Móðuharðindin Skaftáreldum og Móðuharðindunum sem þeim fylgdu hefur verið lýst sem mestu hörmungum Íslandssögunnar. Talið er að fimmtungur þjóðarinnar hafi látist og 75 prósent af bústofni landsmanna fallið af völdum eldgossins í Lakagígum árin 1783-1784. 29. nóvember 2020 22:12 Hyggst njóta morgunkaffis með útsýni til Öræfajökuls Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er ekki aðeins að reisa hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Hann er jafnframt að byggja einbýlishús þar sem hann hyggst eiga lögheimili. 3. desember 2020 23:21 Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps. 9. júlí 2020 21:49 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Sveitarstjórinn hvetur aðila til að semja um hótelveginn Skaftárhreppur styður hóteluppbyggingu á jörðinni Orustustöðum og hefur skipulagt nýjan veg mun fjær þeim nágrönnum sem verða fyrir mestu ónæði. Sveitarstjórinn kveðst vænta þess að deiluaðilar leysi málið sjálfir með samningum. 27. júní 2023 21:42
Hótelsmíði í uppnámi vegna nágrannadeilu um vegagerð Tíu milljarða króna hóteluppbygging í landi Orustustaða austan Kirkjubæjarklausturs er í uppnámi vegna nágrannadeilna um lagningu vegar að hótelinu. Ítrekað hefur soðið upp úr og lögregla verið kölluð til. 26. júní 2023 22:10
Illvígar nágrannaerjur orðnar að lögreglumáli Illvígar deilur landeigenda í Skaftárhreppi hafa tafið framkvæmdir annars þeirra á jörð sinni þar sem hann hyggst reisa fjögur til fimm hundruð manna hótel og umfangsmikla ferðaþjónustustarfsemi. 29. maí 2021 09:30
Hraun Skaftárelda skóp nýja sveit eftir Móðuharðindin Skaftáreldum og Móðuharðindunum sem þeim fylgdu hefur verið lýst sem mestu hörmungum Íslandssögunnar. Talið er að fimmtungur þjóðarinnar hafi látist og 75 prósent af bústofni landsmanna fallið af völdum eldgossins í Lakagígum árin 1783-1784. 29. nóvember 2020 22:12
Hyggst njóta morgunkaffis með útsýni til Öræfajökuls Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er ekki aðeins að reisa hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Hann er jafnframt að byggja einbýlishús þar sem hann hyggst eiga lögheimili. 3. desember 2020 23:21
Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps. 9. júlí 2020 21:49