Fólk megi búast við þungri umferð á Suðurlandi í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 9. júlí 2023 12:24 Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir mikilvægt að bíða þar til alveg er runnið af fólki hafi það verið að drekka. Vísir/Stöð 2 Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líklegt að þung umferð verði í umdæminu í dag en um helgina fóru þar fram tvær stórar bæjarhátíðir, Kótelettan og Goslokahátíð. Hann mælir með því að fólk gefi sér góðan tíma. Sveinn Kristján Rúnarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hátíðirnar hafa gengið vel fyrir sig og ekkert alvarlegt hafi komið upp. Engar tilkynningar hafi borist um alvarlegt ofbeldi og engin alvarleg slys hafi orðið á fólki. Þá hefur hann ekki heyrt af neinu kynferðislegu ofbeldi en segir þær tilkynningar þó oft berast eftir helgina. „Þetta hefur gengið að mestu nokkuð vel. Búið að vera mikil umferð um allt svæðið, en sérstaklega vestanmegin í kringum Selfoss og uppsveitum Árnessýslu en hefur að mestu gengið vel. Við fengum auðvitað hörmulegt umferðarslys á föstudaginn en að öðru leyti hefur þetta gengið vel,“ segir Sveinn Kristján. Hann segir rannsókn á tildrögum banaslyssins ganga vel. Rannsóknin sé á frumstigum en um var að ræða bifhjólaslys. Sá látni var karlmaður á miðjum aldri. Hvað varðar daginn í dag segir Sveinn mikilvægt að gefa sér góðan tíma í heimferð og að ekki eigi að ana að keyrslu hafi fólk verið að drekka áfengi kvöldið áður. „Ef fólk er búið að vera að fá sér áfengi um helgina er mikilvægt að bíða þar til það er runnið af þeim og gefa sér lengri tíma en styttri til að koma heim. Það er mikilvægt að gefa sér góðan tíma í heimferðina. Það verða umferðarteppur á Suðurlandsvegi í allan dag og umferðin er þung. Um að gera að gefa sér góðan tíma og vera slakur í umferðinni. Við komumst öll heim fyrir rest og það er miklu betra að gefa sér góðan tíma heldur en að vera í stressi.“ Hann segir að lögreglan verði með umferðareftirlit í öllu umdæminu. Það sé aukamannskapur sem aðstoðar. Það sé hægt að aka Þrengslin og um Eyrarbakkaveg líka. Umferð Samgöngur Samgönguslys Árborg Ölfus Tengdar fréttir Hádegisfréttir Bylgjunnar Stjórnmálafræðingur segir ólíklegt að ríkisstjórnin falli þrátt fyrir stór deilumál. Ákall stjórnarandstöðu um að þing komi saman sé skiljanlegt en snúist meira um ásýnd en annað. 9. júlí 2023 11:44 Margra kílómetra bílaröð utan við Selfoss Mikil umferðarteppa er núna á Suðurlandsvegi vestan við Selfoss og nær bílaröðin marga kílómetra út fyrir bæinn, að sögn lögreglu. Hvetur lögreglan á Suðurlandi ökumenn til að sýna þolinmæði og minnir fólk á að það geti einnig farið um Þrengslaveg þar sem umferðin er talsvert léttari. 8. júlí 2023 16:20 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Sveinn Kristján Rúnarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hátíðirnar hafa gengið vel fyrir sig og ekkert alvarlegt hafi komið upp. Engar tilkynningar hafi borist um alvarlegt ofbeldi og engin alvarleg slys hafi orðið á fólki. Þá hefur hann ekki heyrt af neinu kynferðislegu ofbeldi en segir þær tilkynningar þó oft berast eftir helgina. „Þetta hefur gengið að mestu nokkuð vel. Búið að vera mikil umferð um allt svæðið, en sérstaklega vestanmegin í kringum Selfoss og uppsveitum Árnessýslu en hefur að mestu gengið vel. Við fengum auðvitað hörmulegt umferðarslys á föstudaginn en að öðru leyti hefur þetta gengið vel,“ segir Sveinn Kristján. Hann segir rannsókn á tildrögum banaslyssins ganga vel. Rannsóknin sé á frumstigum en um var að ræða bifhjólaslys. Sá látni var karlmaður á miðjum aldri. Hvað varðar daginn í dag segir Sveinn mikilvægt að gefa sér góðan tíma í heimferð og að ekki eigi að ana að keyrslu hafi fólk verið að drekka áfengi kvöldið áður. „Ef fólk er búið að vera að fá sér áfengi um helgina er mikilvægt að bíða þar til það er runnið af þeim og gefa sér lengri tíma en styttri til að koma heim. Það er mikilvægt að gefa sér góðan tíma í heimferðina. Það verða umferðarteppur á Suðurlandsvegi í allan dag og umferðin er þung. Um að gera að gefa sér góðan tíma og vera slakur í umferðinni. Við komumst öll heim fyrir rest og það er miklu betra að gefa sér góðan tíma heldur en að vera í stressi.“ Hann segir að lögreglan verði með umferðareftirlit í öllu umdæminu. Það sé aukamannskapur sem aðstoðar. Það sé hægt að aka Þrengslin og um Eyrarbakkaveg líka.
Umferð Samgöngur Samgönguslys Árborg Ölfus Tengdar fréttir Hádegisfréttir Bylgjunnar Stjórnmálafræðingur segir ólíklegt að ríkisstjórnin falli þrátt fyrir stór deilumál. Ákall stjórnarandstöðu um að þing komi saman sé skiljanlegt en snúist meira um ásýnd en annað. 9. júlí 2023 11:44 Margra kílómetra bílaröð utan við Selfoss Mikil umferðarteppa er núna á Suðurlandsvegi vestan við Selfoss og nær bílaröðin marga kílómetra út fyrir bæinn, að sögn lögreglu. Hvetur lögreglan á Suðurlandi ökumenn til að sýna þolinmæði og minnir fólk á að það geti einnig farið um Þrengslaveg þar sem umferðin er talsvert léttari. 8. júlí 2023 16:20 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Hádegisfréttir Bylgjunnar Stjórnmálafræðingur segir ólíklegt að ríkisstjórnin falli þrátt fyrir stór deilumál. Ákall stjórnarandstöðu um að þing komi saman sé skiljanlegt en snúist meira um ásýnd en annað. 9. júlí 2023 11:44
Margra kílómetra bílaröð utan við Selfoss Mikil umferðarteppa er núna á Suðurlandsvegi vestan við Selfoss og nær bílaröðin marga kílómetra út fyrir bæinn, að sögn lögreglu. Hvetur lögreglan á Suðurlandi ökumenn til að sýna þolinmæði og minnir fólk á að það geti einnig farið um Þrengslaveg þar sem umferðin er talsvert léttari. 8. júlí 2023 16:20
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent