„Jörðin opnast beint fyrir framan okkur“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. júlí 2023 13:19 Sprungan var líklega um tuttugu sentímetra breið þar sem mest var að sögn Jóns Atla. Jón Atli Magnússon Hjón úr Hafnarfirði urðu vitni að því hvar jörðin opnaðist fyrir framan þau þar sem þau voru stödd við nálægt skjálftaupptökum við Keili í gærkvöldi þegar að stærsti skjálfti hrinunnar til þessa reið yfir. „Þetta var töluvert meira en maður eiginlega ímyndaði sér að maður gæti fundið,“ segir Jón Atli Magnússon í samtali við Vísi. Hann og eiginkona hans Ilmur Dögg Níelsdóttir voru á breyttum jeppa og voru á akstri austan við Keili þegar skjálftinn, sem var 5,2 að stærð, reið yfir. Ríkisútvarpið ræddi fyrst við hjónin. „Við vorum rúmlega kílómetra frá upptökunum að keyra þegar þetta ríður yfir, bíllinn hentist upp í loft og jörðin opnast beint fyrir framan okkur. Við sjáum sprunguna opnast nokkra metra frá bílnum og gríðarlegt ryk úti um allt,“ segir Jón Atli. Hann segist telja að sprungan hafi verið rúmlega tuttugu sentímetrar að breidd þar sem mest var. Þau hjón urðu vitni að gríðarlegu grjóthruni í Keilu og í Grænudyngju og sáu hvar einn grjóthnullungur hrundi úr dyngjunni, yfir veginn og út í nærliggjandi mosa. Það söng í fjöllunum og stórir grjóthnullungar ferðuðust víða.Jón Atli Magnússon „Það söng í öllum fjöllum og grjóthrunið var töluvert. Það er klárt að það er tilefni til þess að vera við grjóthruni þarna,“ segir Jón Atli sem bætir því við að þetta hafi verið ótrúleg upplifun, en þrátt fyrir það hafi þau hjón ekki orðið smeyk. „Þetta reið hraðar og harðar yfir á skemmri tíma af því að við vorum svo nálægt upptökunum. Við héldum bara ró okkar á meðan þessu stóð.“ Um enga smávegis sprungu var að ræða.Jón Atli Magnússon Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
„Þetta var töluvert meira en maður eiginlega ímyndaði sér að maður gæti fundið,“ segir Jón Atli Magnússon í samtali við Vísi. Hann og eiginkona hans Ilmur Dögg Níelsdóttir voru á breyttum jeppa og voru á akstri austan við Keili þegar skjálftinn, sem var 5,2 að stærð, reið yfir. Ríkisútvarpið ræddi fyrst við hjónin. „Við vorum rúmlega kílómetra frá upptökunum að keyra þegar þetta ríður yfir, bíllinn hentist upp í loft og jörðin opnast beint fyrir framan okkur. Við sjáum sprunguna opnast nokkra metra frá bílnum og gríðarlegt ryk úti um allt,“ segir Jón Atli. Hann segist telja að sprungan hafi verið rúmlega tuttugu sentímetrar að breidd þar sem mest var. Þau hjón urðu vitni að gríðarlegu grjóthruni í Keilu og í Grænudyngju og sáu hvar einn grjóthnullungur hrundi úr dyngjunni, yfir veginn og út í nærliggjandi mosa. Það söng í fjöllunum og stórir grjóthnullungar ferðuðust víða.Jón Atli Magnússon „Það söng í öllum fjöllum og grjóthrunið var töluvert. Það er klárt að það er tilefni til þess að vera við grjóthruni þarna,“ segir Jón Atli sem bætir því við að þetta hafi verið ótrúleg upplifun, en þrátt fyrir það hafi þau hjón ekki orðið smeyk. „Þetta reið hraðar og harðar yfir á skemmri tíma af því að við vorum svo nálægt upptökunum. Við héldum bara ró okkar á meðan þessu stóð.“ Um enga smávegis sprungu var að ræða.Jón Atli Magnússon
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira