Þyrluflug yfir gosstöðvar Oddur Ævar Gunnarsson og Eiður Þór Árnason skrifa 10. júlí 2023 17:26 Strax er eldgosið við Litli-Hrút orðið að miklu sjónarspili. vísir/vilhelm Vísir var í beinni útsendingu frá þyrluflugi yfir nýjum gosstöðvum á Reykjanesi eftir að gos hófst um klukkan 16:40 við Litla-Hrút. Kristján Már Unnarsson fréttamaður og Sigurjón Guðni Ólason myndatökumaður voru um borð í þyrlu Norðurflugs yfir gosinu og lýsti Kristján því sem fyrir augu og eyru bar. Útsendingu er nú lokið en horfa má á brot af því besta í spilaranum. Hér fyrir neðan má svo sjá útsendinguna í heild sinni. Klippa: Þyrluflug Kristjáns Más yfir glænýtt gosið Þriðja eldgosið á jafnmörgum árum Þriðja eldgosið er nú hafið á Reykjanesinu á um tveimur árum og fjórum mánuðum. Eldgos hófst við Fagradalsfjall þann 19. mars 2021 í kjölfar jarðskjálftahrinu sem varði í yfir þrjár vikur en þá voru 800 ár liðin frá síðustu eldsumbrotum á svæðinu. Var eldgosið 2021 því merki um nýtt virknitímabil á Reykjanesi sem sérfræðingar telja að gæti varið í langan tíma. Eftir þægilegt og stóráfallalaust gos hætti hraunflæði úr gígnum um hálfu ári síðar þann 18. september 2021. Eldgos hófst svo í Meradölum þann 3. ágúst í fyrra á nálægu svæði nálægt Fagradalsfjalli, þá í kjölfar jarðskjálftahrinu sem hafði ágerst í nokkrar vikur. Eldgosið í Meradölum stóð yfir í um átján daga og varði því í mun styttri tíma en eldsumbrotin árið 2021. Yfirstandandi skjálftahrina á Reykjanesi hófst þann 4. júlí síðastliðinn og því ljóst að aðdragandinn að nýja eldgosin eru töluvert styttri í þetta skiptið. Náði skjálftahrinan ákveðnum hápunkti klukkan 22:23 í gær þegar stærsti jarðskjálftinn til þessa lét finna fyrir sér víða um land en hann var 5,2 að stærð. Innan við sólarhring síðar var farið að bera á eldvirkni við Keili. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Kristján Már Unnarsson fréttamaður og Sigurjón Guðni Ólason myndatökumaður voru um borð í þyrlu Norðurflugs yfir gosinu og lýsti Kristján því sem fyrir augu og eyru bar. Útsendingu er nú lokið en horfa má á brot af því besta í spilaranum. Hér fyrir neðan má svo sjá útsendinguna í heild sinni. Klippa: Þyrluflug Kristjáns Más yfir glænýtt gosið Þriðja eldgosið á jafnmörgum árum Þriðja eldgosið er nú hafið á Reykjanesinu á um tveimur árum og fjórum mánuðum. Eldgos hófst við Fagradalsfjall þann 19. mars 2021 í kjölfar jarðskjálftahrinu sem varði í yfir þrjár vikur en þá voru 800 ár liðin frá síðustu eldsumbrotum á svæðinu. Var eldgosið 2021 því merki um nýtt virknitímabil á Reykjanesi sem sérfræðingar telja að gæti varið í langan tíma. Eftir þægilegt og stóráfallalaust gos hætti hraunflæði úr gígnum um hálfu ári síðar þann 18. september 2021. Eldgos hófst svo í Meradölum þann 3. ágúst í fyrra á nálægu svæði nálægt Fagradalsfjalli, þá í kjölfar jarðskjálftahrinu sem hafði ágerst í nokkrar vikur. Eldgosið í Meradölum stóð yfir í um átján daga og varði því í mun styttri tíma en eldsumbrotin árið 2021. Yfirstandandi skjálftahrina á Reykjanesi hófst þann 4. júlí síðastliðinn og því ljóst að aðdragandinn að nýja eldgosin eru töluvert styttri í þetta skiptið. Náði skjálftahrinan ákveðnum hápunkti klukkan 22:23 í gær þegar stærsti jarðskjálftinn til þessa lét finna fyrir sér víða um land en hann var 5,2 að stærð. Innan við sólarhring síðar var farið að bera á eldvirkni við Keili. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent