Framsókn og Samfylking tapa fluginu Matthías Arngrímsson skrifar 11. júlí 2023 07:31 Fremsti framagosi Framsóknarflokksins gerðist staurfótur sísta Samfylkingarstjórans í Reykjavík. Viðreisn síðasta kjörtímabils var svo sem ekki tignarlegri, en þessi er grátleg. Við bundum nefnilega vonir við Einar Þorsteinsson, og að hann myndi verja þjóðarflugvöllinn með kjafti og klóm. En sú von brást með samstarfi við helsta óvin vallarins og það hefur skilað vellinum í enn verri stöðu en áður, enda er Dagur yfirlýstur andstæðingur hans og hefur misst alla virðingu í málinu. Deiliskipulag Nýja Skerjafjarðar skerðir nýtingu vallarins, flugrekstraröryggi og flugöryggi og brýtur mögulega í bága við lög. Það er mjög líklegt að ef Innviðaráðherra gerir ekkert í málinu muni Framsóknarflokkurinn þurrkast út í næstu borgarstjórnarkosningum, enda var þessi borgarstjórnarmeirihluti ekki það sem fylgismenn flokksins voru að kjósa. Hún er ekki vænleg til vinnings, sú framtíð sem blasir við landsmönnum þegar þeir þurfa að komast til höfuðborgarsvæðisins hratt og örugglega. Það er verið að vinna að því að hindra sjúkraflug og koma í veg fyrir að landsmenn komist með góðu móti til höfuðborgarsvæðisins. Skútað upp á bak í samgöngumálum. Sjúkraflugið er okkar allra Enn og aftur er rétt að leiðrétta þann misskilning að þyrlur sinni öllu sjúkraflugi. Það er ekki þannig og þess vegna þurfum við óheftan og öruggan aðgang að flugbrautum Reykjavíkurflugvallar allt árið um kring. Í fyrra flugu sjúkraflugvélar 888 sjúkraflug innanlands og 145 flug til útlanda. Í sjúkraflugum milli landa er oft um lífsnauðsynlega líffæraflutninga að ræða. Af þessum flugum voru 426 skilgreind sem neyðarflug (F1/F2) þar sem mínútur skiptu máli eða 48% tilfella. Þyrlur flugu 103 sjúkraflug en reyndar vantar þar betri greiningu á hvað telst sjúkraflug með sjúkling annars vegar, og svo hins vegar björgunarflug af fjöllum eða sjó t.d. sem enda á sjúkrahúsi með slasaða. Önnur skaðleg áhrif Einnig kemur þetta deiliskipulag í veg fyrir að flugvélar í millilandaflugi geti lent í Reykjavík ef aðrir flugvellir lokast. Það mun kosta stóraukinn útblástur vegna meiri eldsneytisburðar og fargjaldahækkanir verða óumflýjanlegar. Svo má ekki gleyma að innanlandsflugið mun eiga erfiðara um vik og fleiri flug verða felld niður, eða áfangastöðum fækkað, svo skaðleg áhrif á tryggar almenningssamgöngur verða varanlegar. Þegar orkuskiptin eru handan við hornið má reikna með að ódýrara verði að fljúga til fleiri staða en nú er gert og það má ekki heldur skaða þá byltingu í samgöngum þjóðarinnar ef völlurinn fær að starfa óáreittur. Ábyrgðin liggur hjá Framsókn og Samfylkingu Það verður að bregðast hratt og örugglega við og nauðsynlegt að stöðva þennan borgarstjórnarmeirihluta í skemmdarverkum sínum á samgönguinnviðum þjóðarinnar allrar. Samfylkingin er löngu orðin getulaus í málinu svo það þýðir ekki að ræða við þau, enda meðvirknin með borgarstjóra löngu farin út fyrir öll velsæmismörk. Framsóknarmenn á landsvísu og aðrir verða að láta í sér heyra og þrýsta á að Innviðaráðherra og formaður borgarráðs sjái að sér og leiðrétti sín mistök. Þannig verða þeir menn að meiri og Framsókn heldur þá mögulega sínum sætum í borgarstjórn í næstu kosningum. Ég skora á sveitastjórnir á Íslandi að mótmæla harðlega fyrirsjáanlegri skerðingu á samgöngum við höfuðborgarsvæðið. Innviðaráðherra hefur ýmsar lagalegar leiðir til að hindra þetta skaðlega deiliskipulag og ætti að nýta sér þær til að stöðva það Dagsverk, áður en þjóðarflugvöllurinn verður rústir Einars. Það yrði ömurleg arfleifð Framsóknar og Samfylkingar. Höfundur er flugstjóri og flugkennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Matthías Arngrímsson Fréttir af flugi Borgarstjórn Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Fremsti framagosi Framsóknarflokksins gerðist staurfótur sísta Samfylkingarstjórans í Reykjavík. Viðreisn síðasta kjörtímabils var svo sem ekki tignarlegri, en þessi er grátleg. Við bundum nefnilega vonir við Einar Þorsteinsson, og að hann myndi verja þjóðarflugvöllinn með kjafti og klóm. En sú von brást með samstarfi við helsta óvin vallarins og það hefur skilað vellinum í enn verri stöðu en áður, enda er Dagur yfirlýstur andstæðingur hans og hefur misst alla virðingu í málinu. Deiliskipulag Nýja Skerjafjarðar skerðir nýtingu vallarins, flugrekstraröryggi og flugöryggi og brýtur mögulega í bága við lög. Það er mjög líklegt að ef Innviðaráðherra gerir ekkert í málinu muni Framsóknarflokkurinn þurrkast út í næstu borgarstjórnarkosningum, enda var þessi borgarstjórnarmeirihluti ekki það sem fylgismenn flokksins voru að kjósa. Hún er ekki vænleg til vinnings, sú framtíð sem blasir við landsmönnum þegar þeir þurfa að komast til höfuðborgarsvæðisins hratt og örugglega. Það er verið að vinna að því að hindra sjúkraflug og koma í veg fyrir að landsmenn komist með góðu móti til höfuðborgarsvæðisins. Skútað upp á bak í samgöngumálum. Sjúkraflugið er okkar allra Enn og aftur er rétt að leiðrétta þann misskilning að þyrlur sinni öllu sjúkraflugi. Það er ekki þannig og þess vegna þurfum við óheftan og öruggan aðgang að flugbrautum Reykjavíkurflugvallar allt árið um kring. Í fyrra flugu sjúkraflugvélar 888 sjúkraflug innanlands og 145 flug til útlanda. Í sjúkraflugum milli landa er oft um lífsnauðsynlega líffæraflutninga að ræða. Af þessum flugum voru 426 skilgreind sem neyðarflug (F1/F2) þar sem mínútur skiptu máli eða 48% tilfella. Þyrlur flugu 103 sjúkraflug en reyndar vantar þar betri greiningu á hvað telst sjúkraflug með sjúkling annars vegar, og svo hins vegar björgunarflug af fjöllum eða sjó t.d. sem enda á sjúkrahúsi með slasaða. Önnur skaðleg áhrif Einnig kemur þetta deiliskipulag í veg fyrir að flugvélar í millilandaflugi geti lent í Reykjavík ef aðrir flugvellir lokast. Það mun kosta stóraukinn útblástur vegna meiri eldsneytisburðar og fargjaldahækkanir verða óumflýjanlegar. Svo má ekki gleyma að innanlandsflugið mun eiga erfiðara um vik og fleiri flug verða felld niður, eða áfangastöðum fækkað, svo skaðleg áhrif á tryggar almenningssamgöngur verða varanlegar. Þegar orkuskiptin eru handan við hornið má reikna með að ódýrara verði að fljúga til fleiri staða en nú er gert og það má ekki heldur skaða þá byltingu í samgöngum þjóðarinnar ef völlurinn fær að starfa óáreittur. Ábyrgðin liggur hjá Framsókn og Samfylkingu Það verður að bregðast hratt og örugglega við og nauðsynlegt að stöðva þennan borgarstjórnarmeirihluta í skemmdarverkum sínum á samgönguinnviðum þjóðarinnar allrar. Samfylkingin er löngu orðin getulaus í málinu svo það þýðir ekki að ræða við þau, enda meðvirknin með borgarstjóra löngu farin út fyrir öll velsæmismörk. Framsóknarmenn á landsvísu og aðrir verða að láta í sér heyra og þrýsta á að Innviðaráðherra og formaður borgarráðs sjái að sér og leiðrétti sín mistök. Þannig verða þeir menn að meiri og Framsókn heldur þá mögulega sínum sætum í borgarstjórn í næstu kosningum. Ég skora á sveitastjórnir á Íslandi að mótmæla harðlega fyrirsjáanlegri skerðingu á samgöngum við höfuðborgarsvæðið. Innviðaráðherra hefur ýmsar lagalegar leiðir til að hindra þetta skaðlega deiliskipulag og ætti að nýta sér þær til að stöðva það Dagsverk, áður en þjóðarflugvöllurinn verður rústir Einars. Það yrði ömurleg arfleifð Framsóknar og Samfylkingar. Höfundur er flugstjóri og flugkennari.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun