„Jörðin hérna gengur bara eins og alda á sjó“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júlí 2023 07:00 Óskar Sævarsson er landvörður Reykjanesfólkvangs. Vísir/Arnar Þegar jarðskjálftar sem eiga upptök sín nálægt Kleifarvatni ganga yfir í Seltúni í Krýsuvík, þá gengur jörðin hreinlega í bylgjum. Afleiðingarnar eru grjóthrun og tómar hillur. En það sem er ívið verra að sögn landvarðar, eru klósettmálin. „Þessir gikkskjálftar svokallaðir, sem eru þá ekki tengdir óróasvæðinu, eru margir hverjir að koma hérna, ekki kílómetra frá okkur, frá suðurenda Kleifarvatns. Mjög stórir,“ sagði Óskar Sævarsson, landvörður í Reykjanesfólkvangi, þegar fréttastofa ræddi við hann um miðjan dag í gær. Það var vel að merkja áður en eldgos hófst í Litla-Hrúti síðdegis í gær. Fyrir hálfum mánuði hafi skjálfti í kringum 4,5 að stærð riðið yfir. „Þá hrukku allar frárennslislagnir hér í sambandi við þessi klósett hér í Seltúni. Það fór allt í sundur og skemmdist. Þetta er reyndar í fjórða skipti sem við gerum þetta á fimmtán árum, að laga til eftir jarðskjálfta.“ Viðgerðir hafi þó gengið vel. Sem sé eins gott, því um sé að ræða eina af fáum salernisaðstöðum fyrir ferðamenn á stóru svæði. „En jörðin hérna gengur bara eins og alda á sjó. Þetta er bara leir hérna undir. Þetta eru svona tvö, þrjú fet af gróðurþekju, og svo er bara leir, mjög þéttur leir, sem er eiginlega bara eins og steypa. Ferðamenn forðast svæðið Minna sé af ferðamönnum á svæðinu en áður. Á venjulegum degi í júlí megi búast við allt að 300 manns á klukkutíma. „Núna er bara brotabrot af því sem ætti að vera. Ég er svona að tengja það þessu kerfi Almannavarna og lögreglustjóra, að senda aðvaranir og upplýsa fólk. Því það er ekkert gáfulegt að vera á hér á ferðinni í þessum látum. Fólk hefur verið alveg felmtri slegið, komið hlaupandi niður úr fjöllunum. Það segir sig sjálft að það er bara hættulegt að vera þarna uppi,“ segir Óskar. Það voru fáir á ferð í Seltúni í Krýsuvík þegar fréttastofa mætti þangað um miðjan dag í dag. Landvörður tjáði fréttamanni að á venjulegum júlídegi væri vinstra bílastæðið alla jafna stútfullt af fólksbílum, og malarstæðið til hægri krökkt af rútum. Viðvaranir vegna skjálfta og eldgosahættu virtust bera árangur.Vísir/Arnar Mikið hafi verið um grjóthrun upp á síðkastið. Jarðskjálftinn sem reið yfir á sunnudagskvöld, sem var 5,2 að stærð, virðist þó hafa haft takmörkuð áhrif. „Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom hérna í dag var að athuga hvort lagnirnar hefðu enn einu sinni hrokkið í sundur, því það er kvöð margra landvarða að hafa salernismálin í lagi, svona fjarri þéttbýlissvæðum.“ Og þær hafa sloppið núna? „Þær hafa sloppið, já. Í þetta sinn.“ Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
„Þessir gikkskjálftar svokallaðir, sem eru þá ekki tengdir óróasvæðinu, eru margir hverjir að koma hérna, ekki kílómetra frá okkur, frá suðurenda Kleifarvatns. Mjög stórir,“ sagði Óskar Sævarsson, landvörður í Reykjanesfólkvangi, þegar fréttastofa ræddi við hann um miðjan dag í gær. Það var vel að merkja áður en eldgos hófst í Litla-Hrúti síðdegis í gær. Fyrir hálfum mánuði hafi skjálfti í kringum 4,5 að stærð riðið yfir. „Þá hrukku allar frárennslislagnir hér í sambandi við þessi klósett hér í Seltúni. Það fór allt í sundur og skemmdist. Þetta er reyndar í fjórða skipti sem við gerum þetta á fimmtán árum, að laga til eftir jarðskjálfta.“ Viðgerðir hafi þó gengið vel. Sem sé eins gott, því um sé að ræða eina af fáum salernisaðstöðum fyrir ferðamenn á stóru svæði. „En jörðin hérna gengur bara eins og alda á sjó. Þetta er bara leir hérna undir. Þetta eru svona tvö, þrjú fet af gróðurþekju, og svo er bara leir, mjög þéttur leir, sem er eiginlega bara eins og steypa. Ferðamenn forðast svæðið Minna sé af ferðamönnum á svæðinu en áður. Á venjulegum degi í júlí megi búast við allt að 300 manns á klukkutíma. „Núna er bara brotabrot af því sem ætti að vera. Ég er svona að tengja það þessu kerfi Almannavarna og lögreglustjóra, að senda aðvaranir og upplýsa fólk. Því það er ekkert gáfulegt að vera á hér á ferðinni í þessum látum. Fólk hefur verið alveg felmtri slegið, komið hlaupandi niður úr fjöllunum. Það segir sig sjálft að það er bara hættulegt að vera þarna uppi,“ segir Óskar. Það voru fáir á ferð í Seltúni í Krýsuvík þegar fréttastofa mætti þangað um miðjan dag í dag. Landvörður tjáði fréttamanni að á venjulegum júlídegi væri vinstra bílastæðið alla jafna stútfullt af fólksbílum, og malarstæðið til hægri krökkt af rútum. Viðvaranir vegna skjálfta og eldgosahættu virtust bera árangur.Vísir/Arnar Mikið hafi verið um grjóthrun upp á síðkastið. Jarðskjálftinn sem reið yfir á sunnudagskvöld, sem var 5,2 að stærð, virðist þó hafa haft takmörkuð áhrif. „Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom hérna í dag var að athuga hvort lagnirnar hefðu enn einu sinni hrokkið í sundur, því það er kvöð margra landvarða að hafa salernismálin í lagi, svona fjarri þéttbýlissvæðum.“ Og þær hafa sloppið núna? „Þær hafa sloppið, já. Í þetta sinn.“
Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira