„Fólk verður bara að bera ábyrgð á sjálfu sér“ Máni Snær Þorláksson skrifar 11. júlí 2023 16:42 Ljósmyndari Vísis er á Reykjanesi og tók myndir af fólki sem var að leggja af stað á gossvæðið sem opnaði í dag. Hjördís hjá Almannavörnum segir mikilvægt að klæða sig vel og vera í góðum skóm. Vísir/Vilhelm Búið er að opna inn á gossvæðið við Litla-Hrút. Ljóst er að mikill fjöldi fólks mun leggja leið sína þangað en mikilvægt er að það sé meðvitað um hversu krefjandi gangan er. Samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir að það sé gömul saga og ný að fólk fari vanbúið af stað. Opnað var fyrir svæðið í dag frá Suðurstrandarvegi en í tilkynningu um opnunina var vakin athygli á því að gangan væri erfið og um tuttugu kílómetrar að lengd. Þá voru göngumenn beðnir um að klæða sig eftir veðri, hafa með sér nesti og næga hleðslu á farsímum. Mikilvægt sé einnig að hafa í huga að gossvæðið er hættulegt svæði, aðstæður geti breyst skyndilega. Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum vegna gasmengunar. „Við erum að reyna að koma út upplýsingum til sérstaklega erlends ferðafólks að þetta sé ekki einföld gönguferð, að þetta muni taka á,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, í samtali við fréttastofu „Ég er ekkert hissa“ Dæmi eru um að fólk leggi vanbúið af stað í gönguna, þrátt fyrir viðvaranir yfirvalda. Það kemur Hjördísi ekki á óvart þar sem þetta hefur gerst áður. „Þetta er nákvæmlega sama og við upplifðum í báðum eldgosunum sem hafa verið, þetta er gömul saga og ný,“ segir Hjördís. „Ég er ekkert hissa, kannski af því við erum búin að upplifa þetta í síðustu gosum.“ Spurt til vegar. Björgunarsveitarfólk á Reykjanesi er án efa kunnugt staðháttum á gossvæðinu.Vísir/Vilhelm Þá bendir hún á að þó veðrið sé gott þá geti það breyst fljótt, því sé mikilvægt fyrir fólk að vera vel klætt. „Fólk verður bara að bera ábyrgð á sjálfu sér. Það er kannski það sem við erum búin að vera að reyna að gera síðasta sólarhringinn, koma með leiðbeiningar hvernig þú átt að haga þér. Við erum mjög mikið búin að tala um gasið kannski en níu kílómetra ganga á hálendi Reykjaness ætti að segja þér að þú þurfir góða gönguskó og góðan fatnað.“ Fólk fari ekki með lítil börn Hjördís bendir á ekki á að fara í ferð að eldgosinu með lítil börn. Bæði sökum þess hve krefjandi hún er en einnig vegna gasmengunarinnar. Börn geti síður sagt til um það ef þau finna fyrir gasmengun. Auk þess séu þau viðkvæmari fyrir henni. „Við erum alltaf að höfða til þessarar almennu skynsemi, það tekst misvel en við reynum,“ segir hún. „Við munum það frá því í síðustu gosum að þrátt fyrir að þetta hafi verið hávært í umræðunni þá fór fólk með lítil börn á staðinn.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Opnað var fyrir svæðið í dag frá Suðurstrandarvegi en í tilkynningu um opnunina var vakin athygli á því að gangan væri erfið og um tuttugu kílómetrar að lengd. Þá voru göngumenn beðnir um að klæða sig eftir veðri, hafa með sér nesti og næga hleðslu á farsímum. Mikilvægt sé einnig að hafa í huga að gossvæðið er hættulegt svæði, aðstæður geti breyst skyndilega. Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum vegna gasmengunar. „Við erum að reyna að koma út upplýsingum til sérstaklega erlends ferðafólks að þetta sé ekki einföld gönguferð, að þetta muni taka á,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, í samtali við fréttastofu „Ég er ekkert hissa“ Dæmi eru um að fólk leggi vanbúið af stað í gönguna, þrátt fyrir viðvaranir yfirvalda. Það kemur Hjördísi ekki á óvart þar sem þetta hefur gerst áður. „Þetta er nákvæmlega sama og við upplifðum í báðum eldgosunum sem hafa verið, þetta er gömul saga og ný,“ segir Hjördís. „Ég er ekkert hissa, kannski af því við erum búin að upplifa þetta í síðustu gosum.“ Spurt til vegar. Björgunarsveitarfólk á Reykjanesi er án efa kunnugt staðháttum á gossvæðinu.Vísir/Vilhelm Þá bendir hún á að þó veðrið sé gott þá geti það breyst fljótt, því sé mikilvægt fyrir fólk að vera vel klætt. „Fólk verður bara að bera ábyrgð á sjálfu sér. Það er kannski það sem við erum búin að vera að reyna að gera síðasta sólarhringinn, koma með leiðbeiningar hvernig þú átt að haga þér. Við erum mjög mikið búin að tala um gasið kannski en níu kílómetra ganga á hálendi Reykjaness ætti að segja þér að þú þurfir góða gönguskó og góðan fatnað.“ Fólk fari ekki með lítil börn Hjördís bendir á ekki á að fara í ferð að eldgosinu með lítil börn. Bæði sökum þess hve krefjandi hún er en einnig vegna gasmengunarinnar. Börn geti síður sagt til um það ef þau finna fyrir gasmengun. Auk þess séu þau viðkvæmari fyrir henni. „Við erum alltaf að höfða til þessarar almennu skynsemi, það tekst misvel en við reynum,“ segir hún. „Við munum það frá því í síðustu gosum að þrátt fyrir að þetta hafi verið hávært í umræðunni þá fór fólk með lítil börn á staðinn.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira