Nokkuð hefur verið um gaslosun en gasmagn hefur ekki mælst yfir hættumörkum í byggð.
Fyrir hádegi spáir norðan átt en síðan á að snúast í norðaustan með kvöldinu, þannig að gasmengunin mun áfram berast til suðurs. Þetta þýðir að það kann að blása í áttina að þeim sem leggja leið sína að gosstöðvunum.
Fólk hefur ítrekað verið hvatt til að fara varlega en virðist taka leiðbeiningunum misalvarlega.
„Fólk er að fara upp á nýja hraunið og ansi nálægt gígnum, sem er stórhættulegt,“ segir Hulda Rós Helgadóttir náttúruvársérfræðingur. Fólk þurfi að fara varlega við hraunið og einnig að passa sig á því að hafa vindinn í bakið.
Hulda segir enn vart við nokkra sjálftavirkni og ljóst sé að spenna sé á svæðinu. Skjálftarnir í nótt virðist þó ekki hafa fundist í byggð, að minnsta kosti bárust engar tilkynningar þess efnis.