Langflestir hlýða en svartir sauðir „gefa puttann“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. júlí 2023 08:34 Borið hefur á því að fólk fari alltof nálægt og jafnvel upp á nýja hraunið. Vísir/RAX „Við vorum svona bæði með og á móti,“ segir Guðni Oddgeirsson hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík um þá ákvörðun að hleypa fólki að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Guðni sagði í samtali við Bítið í morgun að jú, það væri ákveðinn kostur að vera með stikaða leið og vita þá hvar fólk væri ef neyðarkall bærist, frekar en að þurfa að vera að leita að því einhvers staðar úti í hrauni. Um 3.000 manns hefðu sótt svæðið í gær en flestir hefðu verið þokkalega vel búnir og ekki vitað til þess að slys hefðu orðið. Aðeins að einhverjir hefðu orðið fótalúnir eftir að gönguna, sem er samtals um 20 kílómetra löng. „Það er nokkuð greið leið,“ sagði Guðni spurður að því hvort björgunarsveitin ætti auðvelt með aðgengi. „En fólk var nú að fara svolítið nálægt í gær og nánast alveg upp að gígnum,“ segir hann. „En það er náttúrulega skilgreint hættusvæði og getur alltaf komið meira upp þar eða brotnað úr köntum virka gígsins og þá er mjög erfitt fyrir okkar fólk að fara inn á það svæði. Sérstaklega að fara í gegnum sinueldinn sem fólk var að fara í gegnum í gær.“ Guðni segir enn gasmengun á svæðinu og það safnist mjög hratt upp ef lygnir. Aðrar grímur en gasgrímur virki ekki þegar gasið er búið að ryðja burtu súrefninu og gefi í raun falskt öryggi. Að sögn Guðna voru menn að vonast til að gripið yrði til aðgerða til að manna eftirlit á svæðinu þegar ljóst varð í hvað stefndi, til dæmis með því að kalla til landverði eins og áður hefur verið gert, en það hafi ekki verið raunin. Spurður að því hvað björgunarsveitarmenn hefðu lært af því að standa vaktina sagði Guðni að það hefði verið reynslan að langflestir hlustu á þá en það væru alltaf svartir sauðir inn á milli sem „gæfu þeim puttann“. Á mánudag hefði þeim verið boðin aðstoð sérsveitarinnar þegar verið var að loka að svæðinu, sem þeir þáðu. „Fólk hlustar alltaf á þessa kalla,“ segir hann. „Við tökum náttúrulega ekki upp á því upp á okkar eindæmi, björgunarsveitirnar, að loka vegum eða neitt svoleiðis. Það er alltaf gert í samráði við vísindamenn og lögreglu.“ Hvað gosið varðar segir Guðni björgunarsveitamenn alveg búna að fá nóg; einn hefði sagst sakna skjálftanna, þá væri hann meira heima en þegar gysi. Hann sagðist sérstaklega vilja vara fólk við gasinu á svæðinu, sérstaklega þegar það væri jafn stillt og gott veður og nú. Þá þyrfti fólk að vera vel búið fyrir langa göngu og taka með sér nóg af vatni og jafnvel nesti. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Guðni sagði í samtali við Bítið í morgun að jú, það væri ákveðinn kostur að vera með stikaða leið og vita þá hvar fólk væri ef neyðarkall bærist, frekar en að þurfa að vera að leita að því einhvers staðar úti í hrauni. Um 3.000 manns hefðu sótt svæðið í gær en flestir hefðu verið þokkalega vel búnir og ekki vitað til þess að slys hefðu orðið. Aðeins að einhverjir hefðu orðið fótalúnir eftir að gönguna, sem er samtals um 20 kílómetra löng. „Það er nokkuð greið leið,“ sagði Guðni spurður að því hvort björgunarsveitin ætti auðvelt með aðgengi. „En fólk var nú að fara svolítið nálægt í gær og nánast alveg upp að gígnum,“ segir hann. „En það er náttúrulega skilgreint hættusvæði og getur alltaf komið meira upp þar eða brotnað úr köntum virka gígsins og þá er mjög erfitt fyrir okkar fólk að fara inn á það svæði. Sérstaklega að fara í gegnum sinueldinn sem fólk var að fara í gegnum í gær.“ Guðni segir enn gasmengun á svæðinu og það safnist mjög hratt upp ef lygnir. Aðrar grímur en gasgrímur virki ekki þegar gasið er búið að ryðja burtu súrefninu og gefi í raun falskt öryggi. Að sögn Guðna voru menn að vonast til að gripið yrði til aðgerða til að manna eftirlit á svæðinu þegar ljóst varð í hvað stefndi, til dæmis með því að kalla til landverði eins og áður hefur verið gert, en það hafi ekki verið raunin. Spurður að því hvað björgunarsveitarmenn hefðu lært af því að standa vaktina sagði Guðni að það hefði verið reynslan að langflestir hlustu á þá en það væru alltaf svartir sauðir inn á milli sem „gæfu þeim puttann“. Á mánudag hefði þeim verið boðin aðstoð sérsveitarinnar þegar verið var að loka að svæðinu, sem þeir þáðu. „Fólk hlustar alltaf á þessa kalla,“ segir hann. „Við tökum náttúrulega ekki upp á því upp á okkar eindæmi, björgunarsveitirnar, að loka vegum eða neitt svoleiðis. Það er alltaf gert í samráði við vísindamenn og lögreglu.“ Hvað gosið varðar segir Guðni björgunarsveitamenn alveg búna að fá nóg; einn hefði sagst sakna skjálftanna, þá væri hann meira heima en þegar gysi. Hann sagðist sérstaklega vilja vara fólk við gasinu á svæðinu, sérstaklega þegar það væri jafn stillt og gott veður og nú. Þá þyrfti fólk að vera vel búið fyrir langa göngu og taka með sér nóg af vatni og jafnvel nesti.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira