Landverðir verði að standa vaktina við eldgosið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. júlí 2023 12:19 Fólk á hjólum á gosstöðvunum í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra mun kalla eftir því að landverðir standi vaktina á gosstöðvunum við Litla-Hrút til að létta undir með björgunarsveitum. Ekki sé annað hægt en að stjórnvöld stígi inn í verkefnið með einhverjum hætti. Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sagði í viðtali við fréttastofu í gær erfitt að manna störf björgunarsveitanna við gosstöðvarnar vegna sumarfría og kallar eftir því að stjórnvöld stígi sterkar inn í verkefnið. „Við enduðum síðasta eldgos á að hér voru komnir landverðir og lögregluþjónar á vakt og sjúkraflutningamenn og við hefðum viljað sjá þetta fólk strax hérna á fyrsta degi. Við vitum ekki hvenær við eigum von á þeim,“ sagði Otti Rafn. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra segir ljóst að stjórnvöld muni stíga inn í, enda sé gríðarlegt álag á björgunarsveitum um land allt vegna fjölda ferðamanna á landinu. „Þetta mun valda ákveðnum erfiðleikum að manna þessa pósta og ég geri ráð fyrir því að þetta verði rætt í ríkisstjórn á föstudag og því kalla ég eftir því að við munum strax bæta þarna við landvörðum til þess að aðstoða fólk og vera til leiðbeiningar,“ segir Guðrún. Ekki sé annað hægt en að stjórnvöld bregðist við með einhverjum hætti. Aðspurð hvers vegna ekki hafi verið búið að hugsa út í þessi mál fyrr þar sem vísindamenn höfðu spáð gosi - segir hún íslenska náttúru óútreiknanlega og erfitt að ráða í mögulegar stöður. Guðrún Hafsteinsdóttir er nýtekinn við sem dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Já það má svosem alltaf segja það en íslensk náttúra er óútreiknanleg, við förum kannski ekki að ráða fólk og svo gerist ekki neitt. Þá hvetur hún fólk til að fara varlega,“ segir Guðrún. „Ég ætla bara að vara við því eins og maður hefur séð í fréttum hjá ykkur í morgun að fólk er að hætta sér mjög nálægt gosinu og nýrunnu hrauni að fólk getur lent í sjálfheldu og getur lent í aðstæðum þar sem björgunaraðilar geta ekki aðstoðað fólk þannig fólk verður að sýna mikla ábyrgð,“ segir Guðrún. Litlar breytingar hafa orðið á eldgosinu samkvæm upplýsingum frá Veðurstofunni, enn mallar í gígnum og nokkuð um gaslosun sem hefur þó ekki mælst yfir hættumörkum í byggð. Eldgos og jarðhræringar Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Fleiri fréttir Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Sjá meira
Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sagði í viðtali við fréttastofu í gær erfitt að manna störf björgunarsveitanna við gosstöðvarnar vegna sumarfría og kallar eftir því að stjórnvöld stígi sterkar inn í verkefnið. „Við enduðum síðasta eldgos á að hér voru komnir landverðir og lögregluþjónar á vakt og sjúkraflutningamenn og við hefðum viljað sjá þetta fólk strax hérna á fyrsta degi. Við vitum ekki hvenær við eigum von á þeim,“ sagði Otti Rafn. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra segir ljóst að stjórnvöld muni stíga inn í, enda sé gríðarlegt álag á björgunarsveitum um land allt vegna fjölda ferðamanna á landinu. „Þetta mun valda ákveðnum erfiðleikum að manna þessa pósta og ég geri ráð fyrir því að þetta verði rætt í ríkisstjórn á föstudag og því kalla ég eftir því að við munum strax bæta þarna við landvörðum til þess að aðstoða fólk og vera til leiðbeiningar,“ segir Guðrún. Ekki sé annað hægt en að stjórnvöld bregðist við með einhverjum hætti. Aðspurð hvers vegna ekki hafi verið búið að hugsa út í þessi mál fyrr þar sem vísindamenn höfðu spáð gosi - segir hún íslenska náttúru óútreiknanlega og erfitt að ráða í mögulegar stöður. Guðrún Hafsteinsdóttir er nýtekinn við sem dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Já það má svosem alltaf segja það en íslensk náttúra er óútreiknanleg, við förum kannski ekki að ráða fólk og svo gerist ekki neitt. Þá hvetur hún fólk til að fara varlega,“ segir Guðrún. „Ég ætla bara að vara við því eins og maður hefur séð í fréttum hjá ykkur í morgun að fólk er að hætta sér mjög nálægt gosinu og nýrunnu hrauni að fólk getur lent í sjálfheldu og getur lent í aðstæðum þar sem björgunaraðilar geta ekki aðstoðað fólk þannig fólk verður að sýna mikla ábyrgð,“ segir Guðrún. Litlar breytingar hafa orðið á eldgosinu samkvæm upplýsingum frá Veðurstofunni, enn mallar í gígnum og nokkuð um gaslosun sem hefur þó ekki mælst yfir hættumörkum í byggð.
Eldgos og jarðhræringar Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Fleiri fréttir Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Sjá meira