NBA fór ekki alveg alla leið í nýju flopp-reglunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2023 15:31 LeBron James og kollegum hans í NBA-deildinni í körfubolta verður refsað fyrir leikaraskap á næstu leiktíð. Getty/Kevin C. Cox NBA deildin í körfubolta hefur nú samþykkt tvær reglubreytingar fyrir komandi keppnistímabil. Stjórn NBA fór yfir tillögurnar og þær hafa nú fengið grænt ljóst frá þeim sem ráða. Það þurfti þó að draga úr áhrifamætti annarar þeirra til að fá hana samþykkta. NBA has approved two new rules changes for the 2023-24 season, per @ShamsCharania Flops will result in a tech and the opposing team will get a free throw Coaches will be given a second challenge if the first is successful pic.twitter.com/P7jEgJkBUD— Bleacher Report (@BleacherReport) July 12, 2023 Önnur reglan snýr að auknum möguleika þjálfara á því að senda dómara í Varsjána en hin snýr að nýrri refsireglu til að sporna við leikaraskap leikmanna. Þjálfarar hafa hér eftir tvö tækifæri til að fá dómara til að endurskoða dóma sína á myndbandsupptöku. Ef þjálfari vísar dómi í Varsjána snemma leiks og þjálfarinn hefur rétt fyrir sér þá fær hann möguleika á því að gera það aftur seinna í leiknum. Liðin fá leikhléið sitt aftur vinni þeirri fyrri dómaravéfengjuna en það mun alltaf kosta þau leikhlé sendi þau dóminn aftur í Varsjána sama hver niðurstaðan verður. Hin reglubreytingin snýr að tæknivillu fyrir leikaraskap eða flopp eins og það er kallað úti. Til að sporna við auknum leikaraskap í NBA leikjum þá geta dómarar hér eftir dæmt flopp-tæknivillu. Villan mun þó fara á liðið sjálft og mótherjinn fær í staðinn eitt víti. Dómarar þurfa ekki að stoppa leikinn strax til að dæma tæknivilluna og þeir mega líka skoða atvik á myndbandi ef að þeir hafa verið kallaðir til að skoða annað atvik. Mögulegur leikaraskapur kallar þó aldrei á sérferð í Varsjána. Í fyrstu drögum áttu liðin einnig að missa boltann fái þau dæmt á sig tæknivillu fyrir leikaraskap en áveðið var að draga þar í land og leikurinn heldur því áfram eins og frá var horfið. BREAKING: The NBA Board of Governors has approved two new gameplay changes for the 2023-24 season: - In-game penalty for flops resulting in technical foul free throw- A second coach s challenge awarded if first challenge is successfulThoughts on the changes? pic.twitter.com/PlCQXEEGGj— NBA Buzz (@OfficialNBABuzz) July 12, 2023 NBA Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira
Stjórn NBA fór yfir tillögurnar og þær hafa nú fengið grænt ljóst frá þeim sem ráða. Það þurfti þó að draga úr áhrifamætti annarar þeirra til að fá hana samþykkta. NBA has approved two new rules changes for the 2023-24 season, per @ShamsCharania Flops will result in a tech and the opposing team will get a free throw Coaches will be given a second challenge if the first is successful pic.twitter.com/P7jEgJkBUD— Bleacher Report (@BleacherReport) July 12, 2023 Önnur reglan snýr að auknum möguleika þjálfara á því að senda dómara í Varsjána en hin snýr að nýrri refsireglu til að sporna við leikaraskap leikmanna. Þjálfarar hafa hér eftir tvö tækifæri til að fá dómara til að endurskoða dóma sína á myndbandsupptöku. Ef þjálfari vísar dómi í Varsjána snemma leiks og þjálfarinn hefur rétt fyrir sér þá fær hann möguleika á því að gera það aftur seinna í leiknum. Liðin fá leikhléið sitt aftur vinni þeirri fyrri dómaravéfengjuna en það mun alltaf kosta þau leikhlé sendi þau dóminn aftur í Varsjána sama hver niðurstaðan verður. Hin reglubreytingin snýr að tæknivillu fyrir leikaraskap eða flopp eins og það er kallað úti. Til að sporna við auknum leikaraskap í NBA leikjum þá geta dómarar hér eftir dæmt flopp-tæknivillu. Villan mun þó fara á liðið sjálft og mótherjinn fær í staðinn eitt víti. Dómarar þurfa ekki að stoppa leikinn strax til að dæma tæknivilluna og þeir mega líka skoða atvik á myndbandi ef að þeir hafa verið kallaðir til að skoða annað atvik. Mögulegur leikaraskapur kallar þó aldrei á sérferð í Varsjána. Í fyrstu drögum áttu liðin einnig að missa boltann fái þau dæmt á sig tæknivillu fyrir leikaraskap en áveðið var að draga þar í land og leikurinn heldur því áfram eins og frá var horfið. BREAKING: The NBA Board of Governors has approved two new gameplay changes for the 2023-24 season: - In-game penalty for flops resulting in technical foul free throw- A second coach s challenge awarded if first challenge is successfulThoughts on the changes? pic.twitter.com/PlCQXEEGGj— NBA Buzz (@OfficialNBABuzz) July 12, 2023
NBA Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira