Fólk hætti sér með ung börn í gegnum reykjarmökkinn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. júlí 2023 20:34 Lítið sást í gosið í dag fyrir reyk. vísir/ívar fannar Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að eldgosinu á Reykjanesi í dag í ágætu veðri en mjög erfiðum aðstæðum vegna mikils reyks frá gróðureldum. Dæmi eru um að foreldrar gangi með ung börn á bakinu í gegnum reykmökkinn til að komast að gosinu. Ýmislegt hefur gengið á, á eldstöðvunum við Litla-Hrút á Reykjanesi í dag. Mikill reykur frá gróðureldum hefur bæst við gasmengun á svæðinu og lélegt skyggni er á svæðinu. Í kvöld dreifði áhöfn þyrlu Landhelgisgæslu vatni yfir eldana til að halda aftur af dreifingu þeirra. Elísabet Inga fréttamaður og Ívar Fannar tökumaður voru á svæðinu í allan dag og var farið yfir helstu atriði í í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2: Fúlir ferðamenn sem sjá lítið Að sögn Elísabetar er fólk almennt vel búið á svæðinu en komið hafi á óvart hve ung börn séu með í för að eldstöðvunum. Dæmi séu um að börn séu úrvinda eftir ferðalagið og að fólk haldi á börnum sínum í gegnum reykinn sem leggur frá gróðureldum, til að komast nær gosinu sjálfu. Gönguleiðin er rúmlega 20 kílómetra löng fram og til baka, en eins og áður segir hefur lítið sést í eldgosið fyrir reyk. Frá svæðinu.vísir/vilhelm „Við fundum fyrir því að fólk var frústrerað á svæðinu,“ sagði Elísabet um viðbrögð ferðamanna við því að lítið hafi sést í gosið. Fólki stafar einnig töluverð hætta á reykeitrun á svæðinu og hafa lögreglumenn varað fólk við því að ganga þvert yfir sinubrunann. Björgunarsveitarmenn vöruðu jafnframt fólk við vatni sem þyrla Landhelgisgæslunnar var í þann mund að dreifa yfir svæðið og beindi því til fólks að færa sig, en án árangurs. Ferðamenn eru flestir vel búnir.vísir/vilhelm Hvetur stjórnvöld til að stíga strax inn í Kristján Már Unnarsson ræddi við björgunarsveitarmann sem sagði mjög erfitt að fá björgunarsveitarfólk til að standa vaktina vegna sumarleyfa. „Þetta er besti tíminn og versti tíminn. Veðurfarið er fínt og þá er gott að koma og heimsækja gosstöðvarnar en okkar fólk er útivistarfólk upp til hópa og er bara í sumarfríi og annars staðar en hér,“ sagði Otti Rafn Sigmarsson formaður Landsbjargar, spurður út í það hvernig hafi gengið að manna vaktir á gosstöðvum og nágrenni. Hann hvetur stjórnvöld til að leggja sitt fram strax: „Við enduðum síðasta eldgos á því að hingað voru komnir landverðir og lögregluþjónar og sjúkraflutningamenn og við hefðum viljað sjá þetta fólk bara hér frá fyrsta degi. En við vitum ekki hvenær við eigum von á þeim.“ Otti Rafn Sigmarsson, forstjóri Landsbjargar, ræddi við fréttamann við gosstöðvarnar í kvöld. Kom strax aftur til Íslands þegar gos hófst Aðgengilegasta leiðin að gosinu er utan við Hraunselsvatnsfell, að sögn Jóns Hauks Steingrímssonar, jarðverkfræðingi hjá Eflu. „Þetta er staður sem er tiltölulega öruggur og býður upp á gott útsýni. Eins gott og það verður,“ segir hann. Þá var rætt við ferðamenn á svæðinu en einhverjir hafa komið langa leið til að sjá gosið. Þar á meðal Rimas frá Ísrael. „Ég ferðaðist um allt Ísland fyrir þremur vikum og var alltaf að vonast til þess að það færi að gjósa. Ég sagði að ef það myndi loks gerast þá kæmi ég aftur. Svo gaus og ég er komin aftur,“ sagði hún. Rimas, frá Ísrael.skjáskot Sjá má fleiri viðtöl við ferðamenn og viðbragðsaðila í spilaranum að ofan. Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Börn og uppeldi Slysavarnir Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira
Ýmislegt hefur gengið á, á eldstöðvunum við Litla-Hrút á Reykjanesi í dag. Mikill reykur frá gróðureldum hefur bæst við gasmengun á svæðinu og lélegt skyggni er á svæðinu. Í kvöld dreifði áhöfn þyrlu Landhelgisgæslu vatni yfir eldana til að halda aftur af dreifingu þeirra. Elísabet Inga fréttamaður og Ívar Fannar tökumaður voru á svæðinu í allan dag og var farið yfir helstu atriði í í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2: Fúlir ferðamenn sem sjá lítið Að sögn Elísabetar er fólk almennt vel búið á svæðinu en komið hafi á óvart hve ung börn séu með í för að eldstöðvunum. Dæmi séu um að börn séu úrvinda eftir ferðalagið og að fólk haldi á börnum sínum í gegnum reykinn sem leggur frá gróðureldum, til að komast nær gosinu sjálfu. Gönguleiðin er rúmlega 20 kílómetra löng fram og til baka, en eins og áður segir hefur lítið sést í eldgosið fyrir reyk. Frá svæðinu.vísir/vilhelm „Við fundum fyrir því að fólk var frústrerað á svæðinu,“ sagði Elísabet um viðbrögð ferðamanna við því að lítið hafi sést í gosið. Fólki stafar einnig töluverð hætta á reykeitrun á svæðinu og hafa lögreglumenn varað fólk við því að ganga þvert yfir sinubrunann. Björgunarsveitarmenn vöruðu jafnframt fólk við vatni sem þyrla Landhelgisgæslunnar var í þann mund að dreifa yfir svæðið og beindi því til fólks að færa sig, en án árangurs. Ferðamenn eru flestir vel búnir.vísir/vilhelm Hvetur stjórnvöld til að stíga strax inn í Kristján Már Unnarsson ræddi við björgunarsveitarmann sem sagði mjög erfitt að fá björgunarsveitarfólk til að standa vaktina vegna sumarleyfa. „Þetta er besti tíminn og versti tíminn. Veðurfarið er fínt og þá er gott að koma og heimsækja gosstöðvarnar en okkar fólk er útivistarfólk upp til hópa og er bara í sumarfríi og annars staðar en hér,“ sagði Otti Rafn Sigmarsson formaður Landsbjargar, spurður út í það hvernig hafi gengið að manna vaktir á gosstöðvum og nágrenni. Hann hvetur stjórnvöld til að leggja sitt fram strax: „Við enduðum síðasta eldgos á því að hingað voru komnir landverðir og lögregluþjónar og sjúkraflutningamenn og við hefðum viljað sjá þetta fólk bara hér frá fyrsta degi. En við vitum ekki hvenær við eigum von á þeim.“ Otti Rafn Sigmarsson, forstjóri Landsbjargar, ræddi við fréttamann við gosstöðvarnar í kvöld. Kom strax aftur til Íslands þegar gos hófst Aðgengilegasta leiðin að gosinu er utan við Hraunselsvatnsfell, að sögn Jóns Hauks Steingrímssonar, jarðverkfræðingi hjá Eflu. „Þetta er staður sem er tiltölulega öruggur og býður upp á gott útsýni. Eins gott og það verður,“ segir hann. Þá var rætt við ferðamenn á svæðinu en einhverjir hafa komið langa leið til að sjá gosið. Þar á meðal Rimas frá Ísrael. „Ég ferðaðist um allt Ísland fyrir þremur vikum og var alltaf að vonast til þess að það færi að gjósa. Ég sagði að ef það myndi loks gerast þá kæmi ég aftur. Svo gaus og ég er komin aftur,“ sagði hún. Rimas, frá Ísrael.skjáskot Sjá má fleiri viðtöl við ferðamenn og viðbragðsaðila í spilaranum að ofan.
Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Börn og uppeldi Slysavarnir Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira