Eldur kviknaði í skúr í Stekkjarbakka Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. júlí 2023 07:45 Slökkviliðið berst við eldinn sem kviknaði í skúrnum. Aðsent/Viktor Freyr A. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í nótt vegna gamals skúrs sem varð alelda í Stekkjarbakka í Breiðholtinu. Mikill eldsmatur var í skúrnum og tók því rúma þrjá tíma að ráða niðurlögum eldsins. Engan sakaði vegna brunans. Þorsteinn Gunnar Gunnarsson, varðstjóri hjá aðgerðastjórn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, var á leið heim eftir vaktaskipti þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann segir að slökkviliðið hafi fengið útkall rétt yfir þrjú í nótt um að kviknað væri í skúr í Stekkjarbakka. Starfi slökkviliðsins í Stekkjarbakka lauk upp úr sex.Aðsent/Viktor Freyr A. „Svo þegar fyrsta stöðin kemur á vettvang þá sér hún að þetta er mikill eldur þannig hún kallar eftir aðstoð. Þetta hús var fullt af drasli og erfitt að eiga við það. Mikill eldsmatur í þessu þannig það tók töluverðan tíma að slökkva í þessu,“ sagði Þorsteinn. „En það var engin hætta á ferðum gagnvart öðrum húsum eða gróðri eða svoleiðis þannig þeir tóku sér bara tíma í þetta,“ sagði hann. Þá var enginn inni í skúrnum þegar kviknaði í honum. Kalla þurfti út slökkviliðsbíla af þremur stöðvum vegna brunans.Aðsent/Viktor Freyr A. Ekki vitað hvað olli eldinum Slökkvistarf tók töluverðan tíma, að sögn Þorsteins lauk því ekki fyrr en upp úr sex í morgun. Ástæðan var að skúrinn var fullur af dóti og erfitt að komast að honum. Þorsteinn veit þó ekki hvað olli brunanum. „Við vitum ekkert af hverju kviknaði í þarna. Það hefur ekki komið í ljós,“ segir Þorsteinn. „Það hefur verið mikill eldsmatur sem olli því að það varð alelda strax og erfitt að slökkva í þessu.“ Skúrinn var fullur af drasli sem gerði slökkviliðsmönnum erfitt fyrir.Aðsent/Viktor Freyr A. Þrátt fyrir að um lítinn skúr væri að ræða voru slökkviliðsbílar af þremur stöðvum kallaðir út. Þorsteinn segir mikla handavinnu hafa verið við útkallið. „Þetta endaði með því að við fengum þrjár stöðvar, Tunguháls, Skógarhlíð og Hafnarfjörð. Okkur vantaði hendur til þess að rífa veggi niður. Þetta var svona handavinna,“ sagði Þorsteinn að lokum. Mikill reykur stígur upp úr brunarústunum.Aðsent/Viktor Freyr A. Lögreglan var auðvitað mætt á vettvang líka en þar að auki komu forvitnir borgarar til að fylgjast með störfum slökkviliðsins.Aðsent/Viktor Freyr A. Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Þorsteinn Gunnar Gunnarsson, varðstjóri hjá aðgerðastjórn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, var á leið heim eftir vaktaskipti þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann segir að slökkviliðið hafi fengið útkall rétt yfir þrjú í nótt um að kviknað væri í skúr í Stekkjarbakka. Starfi slökkviliðsins í Stekkjarbakka lauk upp úr sex.Aðsent/Viktor Freyr A. „Svo þegar fyrsta stöðin kemur á vettvang þá sér hún að þetta er mikill eldur þannig hún kallar eftir aðstoð. Þetta hús var fullt af drasli og erfitt að eiga við það. Mikill eldsmatur í þessu þannig það tók töluverðan tíma að slökkva í þessu,“ sagði Þorsteinn. „En það var engin hætta á ferðum gagnvart öðrum húsum eða gróðri eða svoleiðis þannig þeir tóku sér bara tíma í þetta,“ sagði hann. Þá var enginn inni í skúrnum þegar kviknaði í honum. Kalla þurfti út slökkviliðsbíla af þremur stöðvum vegna brunans.Aðsent/Viktor Freyr A. Ekki vitað hvað olli eldinum Slökkvistarf tók töluverðan tíma, að sögn Þorsteins lauk því ekki fyrr en upp úr sex í morgun. Ástæðan var að skúrinn var fullur af dóti og erfitt að komast að honum. Þorsteinn veit þó ekki hvað olli brunanum. „Við vitum ekkert af hverju kviknaði í þarna. Það hefur ekki komið í ljós,“ segir Þorsteinn. „Það hefur verið mikill eldsmatur sem olli því að það varð alelda strax og erfitt að slökkva í þessu.“ Skúrinn var fullur af drasli sem gerði slökkviliðsmönnum erfitt fyrir.Aðsent/Viktor Freyr A. Þrátt fyrir að um lítinn skúr væri að ræða voru slökkviliðsbílar af þremur stöðvum kallaðir út. Þorsteinn segir mikla handavinnu hafa verið við útkallið. „Þetta endaði með því að við fengum þrjár stöðvar, Tunguháls, Skógarhlíð og Hafnarfjörð. Okkur vantaði hendur til þess að rífa veggi niður. Þetta var svona handavinna,“ sagði Þorsteinn að lokum. Mikill reykur stígur upp úr brunarústunum.Aðsent/Viktor Freyr A. Lögreglan var auðvitað mætt á vettvang líka en þar að auki komu forvitnir borgarar til að fylgjast með störfum slökkviliðsins.Aðsent/Viktor Freyr A.
Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira