„Við höfum neikvæð áhrif á samfélög, umhverfi og efnahag annarra landa“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 16. júlí 2023 13:55 Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Sjálfbærnistofnunar Háskóla Íslands, segir stjórnvöld meðal annars þurfa að setja fram skýra framtíðarsýn og fjármagnaða aðgerðaráætlun. Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson Kolefnisspor Íslands er með því hæsta í heimi þegar allar innfluttar vörur eru teknar með inn í reikninginn auk þess sem Ísland er með einna neikvæðust smitáhrif meðal þeirra 163 ríkja þar sem þau hafa verið metin samkvæmt nýrri skýrslu. Forstöðumaður Sjálfbærnistofnunar Háskóla Íslands segir neyslu Íslendinga og innflutning hafa einna mest áhrif. Fræðafólk við Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands gerði úttekt á smitáhrifum sem kemur fyrir í skýrslu forsætisnáðuneytisins sem fjallar um stöðu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á Íslandi. Íslensk stjórnvöld hafa skilað henni inn til Sameinuðu þjóðanna og verður hún formlega kynnt á ráðherrafundi í New York á þriðjudag. Áhrif á getu annarra ríkja Með smitáhrifum er átt við hvernig aðgerðir innan hvers ríkis hafa neikvæð eða jákvæð áhrif á getu annarra ríkja til að ná heimsmarkmiðunum. Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Sjálfbærnistofnunar Háskóla Íslands, segir neyslu og innflutning hafa mikil áhrif. „Helstu niðurstöðurnar eru þær að við Íslendingar við stöndum okkur illa þegar það kemur að þessum svokölluðu neikvæðu smitáhrifum á önnur ríki eða svæði. Einnig að kolefnisspor okkar er með því hæsta í heiminum þegar allar innfluttar vörur eru teknar með inn í reikninginn. Þá erum við að tala um af því við erum svo ríkt og neyslufrekt samfélag að þá höfum við neikvæð áhrif á samfélög, umhverfi og efnahag annarra landa sérstaklega með innflutningi okkar og neyslu,“ segir Hafdís Hanna. Þurfi skýra framtíðarsýn Ísland sé í 158 sæti meðal þeirra 163 landa þar sem smitáhrifin hafa verið metin. „Við erum mjög neðarlega á þessum lista og á neðsta sæti af Norðurlöndunum,“ segir hún. Það sé í raun alveg öfugt við það að Ísland sé ofarlega þegar kemur að því að innleiða heimsmarkiðin heima fyrir. „Við stöndum okkur vel þegar kemur að menntun, heilbrigðismálum og ýmsu öðru sem varðar heimsmarkmiðunum hérna heima fyrir en svo höfum við slæm áhrif á önnur lönd með okkar neyslu og innflutningi. Þar stöndum við okkur illa,“ segir útskýrir Hafdís Hanna. Íslensk stjórnvöld þurfi meðal annars að setja fram skýra framtíðarsýn, markmið og fjármagnaða aðgerðaráætlun. Auka rannsóknir um smitáhrif, hvar þau sé að finna og afla frekari gagna. Þá þurfi að auka hringrásarhagkerfið með því að innleiða græna hvata. Sameinuðu þjóðirnar Háskólar Tengdar fréttir Heimsmarkmið um sjálfbæra þróun og alþjóðleg smitáhrif Íslands Sjálfbærni og sjálfbær þróun eru lykilhugtök fyrir framtíð Jarðar og velsæld okkar og komandi kynslóða. Sjálfbær þróun hefur verið skilgreind sem þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta sínum þörfum. 7. júlí 2023 07:01 Sjálfbærniskýrslan 2023: Verðlaunin staðfesta hvað Marel er að gera í sjálfbærnimálum „Við erum mjög hreykin af þessum verðlaunum sem staðfesta hvað við erum að gera í sjálfbærnimálum. Það hefur líka sýnt sig að það er leitni á milli þess að standa sig vel í sjálfbærnimálum og góðs reksturs,“ segir Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marel og formaður Nordic CEOs for a Sustainable Future, en rétt í þessu var tilkynnt að Marel er verðlaunahafi Sjálfbærniskýrslu ársins 2023. 8. júní 2023 13:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fræðafólk við Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands gerði úttekt á smitáhrifum sem kemur fyrir í skýrslu forsætisnáðuneytisins sem fjallar um stöðu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á Íslandi. Íslensk stjórnvöld hafa skilað henni inn til Sameinuðu þjóðanna og verður hún formlega kynnt á ráðherrafundi í New York á þriðjudag. Áhrif á getu annarra ríkja Með smitáhrifum er átt við hvernig aðgerðir innan hvers ríkis hafa neikvæð eða jákvæð áhrif á getu annarra ríkja til að ná heimsmarkmiðunum. Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Sjálfbærnistofnunar Háskóla Íslands, segir neyslu og innflutning hafa mikil áhrif. „Helstu niðurstöðurnar eru þær að við Íslendingar við stöndum okkur illa þegar það kemur að þessum svokölluðu neikvæðu smitáhrifum á önnur ríki eða svæði. Einnig að kolefnisspor okkar er með því hæsta í heiminum þegar allar innfluttar vörur eru teknar með inn í reikninginn. Þá erum við að tala um af því við erum svo ríkt og neyslufrekt samfélag að þá höfum við neikvæð áhrif á samfélög, umhverfi og efnahag annarra landa sérstaklega með innflutningi okkar og neyslu,“ segir Hafdís Hanna. Þurfi skýra framtíðarsýn Ísland sé í 158 sæti meðal þeirra 163 landa þar sem smitáhrifin hafa verið metin. „Við erum mjög neðarlega á þessum lista og á neðsta sæti af Norðurlöndunum,“ segir hún. Það sé í raun alveg öfugt við það að Ísland sé ofarlega þegar kemur að því að innleiða heimsmarkiðin heima fyrir. „Við stöndum okkur vel þegar kemur að menntun, heilbrigðismálum og ýmsu öðru sem varðar heimsmarkmiðunum hérna heima fyrir en svo höfum við slæm áhrif á önnur lönd með okkar neyslu og innflutningi. Þar stöndum við okkur illa,“ segir útskýrir Hafdís Hanna. Íslensk stjórnvöld þurfi meðal annars að setja fram skýra framtíðarsýn, markmið og fjármagnaða aðgerðaráætlun. Auka rannsóknir um smitáhrif, hvar þau sé að finna og afla frekari gagna. Þá þurfi að auka hringrásarhagkerfið með því að innleiða græna hvata.
Sameinuðu þjóðirnar Háskólar Tengdar fréttir Heimsmarkmið um sjálfbæra þróun og alþjóðleg smitáhrif Íslands Sjálfbærni og sjálfbær þróun eru lykilhugtök fyrir framtíð Jarðar og velsæld okkar og komandi kynslóða. Sjálfbær þróun hefur verið skilgreind sem þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta sínum þörfum. 7. júlí 2023 07:01 Sjálfbærniskýrslan 2023: Verðlaunin staðfesta hvað Marel er að gera í sjálfbærnimálum „Við erum mjög hreykin af þessum verðlaunum sem staðfesta hvað við erum að gera í sjálfbærnimálum. Það hefur líka sýnt sig að það er leitni á milli þess að standa sig vel í sjálfbærnimálum og góðs reksturs,“ segir Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marel og formaður Nordic CEOs for a Sustainable Future, en rétt í þessu var tilkynnt að Marel er verðlaunahafi Sjálfbærniskýrslu ársins 2023. 8. júní 2023 13:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Heimsmarkmið um sjálfbæra þróun og alþjóðleg smitáhrif Íslands Sjálfbærni og sjálfbær þróun eru lykilhugtök fyrir framtíð Jarðar og velsæld okkar og komandi kynslóða. Sjálfbær þróun hefur verið skilgreind sem þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta sínum þörfum. 7. júlí 2023 07:01
Sjálfbærniskýrslan 2023: Verðlaunin staðfesta hvað Marel er að gera í sjálfbærnimálum „Við erum mjög hreykin af þessum verðlaunum sem staðfesta hvað við erum að gera í sjálfbærnimálum. Það hefur líka sýnt sig að það er leitni á milli þess að standa sig vel í sjálfbærnimálum og góðs reksturs,“ segir Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marel og formaður Nordic CEOs for a Sustainable Future, en rétt í þessu var tilkynnt að Marel er verðlaunahafi Sjálfbærniskýrslu ársins 2023. 8. júní 2023 13:00