Myndband sýnir enn töluverða virkni: Gossvæðið fylltist strax og það var opnað Oddur Ævar Gunnarsson og Kristján Már Unnarsson skrifa 17. júlí 2023 21:24 Ótrúlegar drónamyndir Björns Steinbekks af gosinu við Litla Hrút sýna að enn er töluverð virkni. Björn Steinbekk Lögregla segir að vel hafi gengið eftir að gosstöðvar voru opnaðar á ný á Reykjanesi í dag þegar fjögurra daga banni við ferðum fólks var aflétt eftir hádegi. Ferðamenn voru agndofa þegar fréttastofa ræddi við þá um gosið. Ótrúlegt drónamyndband frá Birni Steinbekk sýnir að enn er töluverður kraftur í gosinu. Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, ræddi við fréttastofu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir að yfirvöld hafi gert ráð fyrir því að allt myndi fyllast af ferðalöngum um leið og gossvæðið yrði opnað. Sáu eldgosið síðasta daginn á Íslandi Fréttastofa ræddi við ferðamennina Ninu og Volgert. Þau höfðu aldrei séð eldgos áður. „Við vorum heppin því þetta er síðasti dagur okkar á Íslandi. Við héldum að við myndum missa af gosinu en svo var gönguleiðin opnuð nú síðdegis.“ Voruð þið lengi að ganga? „Já, tvo og hálfan tíma. Við gengum tíu kílómetra leiðina.“ Hvað finnst ykkur um þetta? „Þetta er magnað. Mjög fallegir litir,“ segir parið sem segir ekki spurning um það að ferðin muni reynast ógleymanleg. Vísindamenn fylgjast vel með gosinu. Svo virðist vera sem hraunflæðið hafi minnkað en ótrúlegt myndband Björns Steinbekks drónamyndatökumanns af gosinu sýnir að enn er þó töluverður kraftur í því. Vinna í slökkvistörfum með „Við erum eins og komið hefur fram enn að vinna í slökkvistörfum svo við erum að reyna að gera þetta samtímis. En þetta hefur gengið alveg ágætlega,“ segir Hjálmar. Á korti sem almannavarnir hafa birt af gossvæðinu er tekið fram að bannað sé að fara alveg upp að eldsstöðinni. Fólk getur því einungis séð gosið úr rúmlega einni og hálfs kílómetra fjarlægð. „Það er bannsvæði alveg inn að Keili þar sem kvikugangurinn er. Við tókum ákvörðun um að opna þarna þannig að fólk kemst að sjá þetta. Ekki á þeim útsýnisstað sem við áætluðum í fyrstu en með því að fólk virði þetta þá getur þetta gengið upp svona og mér vitanlega hefur þetta gengið bara ágætlega í dag.“ Kortið sýnir þær gönguleiðir sem almenningur getur farið að gosinu, meðal annars gönguleiðir úr fyrri gosum á Reykjanesskaga.Almannavarnir Þið bjóðið upp á fleiri en eina gönguleið? „Já vissulega. Við erum með þessa Meradalaleið sem er þægilegust á fótinn. Þetta er níu kílómetrar til að fara sem næst. Það sést nú eitthvað eftir fimm kílómetra, þá er hægt að sjá gíginn. En við erum með gönguleiðir A og C sem er Langihryggur og svo upp á Fagradalsfjall sem við vorum að nota í fyrri gosum og einhverjir hafa valið að fara þá leiðir.“ Hjálmar segir að allt hafi gengið að óskum í dag. Yfirvöld hafi unnið gott starf á meðan lokað var, lagað veginn, bætt aðbúnað á svæðinu og komið upp skiltum. En fréttir bárust í dag af því að þið væruð að leita að fólki? „Það var í dag. Þá hafði aðili gengið frá Höskuldarvöllum og lent í einhverjum vandræðum. Það gekk fljótt fyrir sig eftir að við fengum mannskap til að leita að honum og þá gekk það bara vel.“ Hvað er áætlað að fólk sé lengi að fara þessa leið? „Þetta er örugglega tveggja tíma gangur, þessir átta kílómetrar. Þetta er svona fjögurra, fimm tíma ferðalag með setu inn frá og horfa á gíginn og hraunána.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, ræddi við fréttastofu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir að yfirvöld hafi gert ráð fyrir því að allt myndi fyllast af ferðalöngum um leið og gossvæðið yrði opnað. Sáu eldgosið síðasta daginn á Íslandi Fréttastofa ræddi við ferðamennina Ninu og Volgert. Þau höfðu aldrei séð eldgos áður. „Við vorum heppin því þetta er síðasti dagur okkar á Íslandi. Við héldum að við myndum missa af gosinu en svo var gönguleiðin opnuð nú síðdegis.“ Voruð þið lengi að ganga? „Já, tvo og hálfan tíma. Við gengum tíu kílómetra leiðina.“ Hvað finnst ykkur um þetta? „Þetta er magnað. Mjög fallegir litir,“ segir parið sem segir ekki spurning um það að ferðin muni reynast ógleymanleg. Vísindamenn fylgjast vel með gosinu. Svo virðist vera sem hraunflæðið hafi minnkað en ótrúlegt myndband Björns Steinbekks drónamyndatökumanns af gosinu sýnir að enn er þó töluverður kraftur í því. Vinna í slökkvistörfum með „Við erum eins og komið hefur fram enn að vinna í slökkvistörfum svo við erum að reyna að gera þetta samtímis. En þetta hefur gengið alveg ágætlega,“ segir Hjálmar. Á korti sem almannavarnir hafa birt af gossvæðinu er tekið fram að bannað sé að fara alveg upp að eldsstöðinni. Fólk getur því einungis séð gosið úr rúmlega einni og hálfs kílómetra fjarlægð. „Það er bannsvæði alveg inn að Keili þar sem kvikugangurinn er. Við tókum ákvörðun um að opna þarna þannig að fólk kemst að sjá þetta. Ekki á þeim útsýnisstað sem við áætluðum í fyrstu en með því að fólk virði þetta þá getur þetta gengið upp svona og mér vitanlega hefur þetta gengið bara ágætlega í dag.“ Kortið sýnir þær gönguleiðir sem almenningur getur farið að gosinu, meðal annars gönguleiðir úr fyrri gosum á Reykjanesskaga.Almannavarnir Þið bjóðið upp á fleiri en eina gönguleið? „Já vissulega. Við erum með þessa Meradalaleið sem er þægilegust á fótinn. Þetta er níu kílómetrar til að fara sem næst. Það sést nú eitthvað eftir fimm kílómetra, þá er hægt að sjá gíginn. En við erum með gönguleiðir A og C sem er Langihryggur og svo upp á Fagradalsfjall sem við vorum að nota í fyrri gosum og einhverjir hafa valið að fara þá leiðir.“ Hjálmar segir að allt hafi gengið að óskum í dag. Yfirvöld hafi unnið gott starf á meðan lokað var, lagað veginn, bætt aðbúnað á svæðinu og komið upp skiltum. En fréttir bárust í dag af því að þið væruð að leita að fólki? „Það var í dag. Þá hafði aðili gengið frá Höskuldarvöllum og lent í einhverjum vandræðum. Það gekk fljótt fyrir sig eftir að við fengum mannskap til að leita að honum og þá gekk það bara vel.“ Hvað er áætlað að fólk sé lengi að fara þessa leið? „Þetta er örugglega tveggja tíma gangur, þessir átta kílómetrar. Þetta er svona fjögurra, fimm tíma ferðalag með setu inn frá og horfa á gíginn og hraunána.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira