Óskar Hrafn: Ég er hamingjusamur maður Árni Jóhannsson skrifar 18. júlí 2023 21:45 Óskar Hrafn gat leyft sér að brosa eftir leik. Vísir/Diego Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, gat leyft sér að líða vel eftir sigur hans manna á Shamrock Rovers í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Blikar unnu seinni leikinn 2-1 á heimavelli í kvöld og einvígið 3-1 samanlagt og mæta FC Köbenhavn í næstu umferð Meistaradeildarinnar. Þetta er stórsigur fyrir Blika og íslenska knattspyrnu en þetta fleytir Blikum í áttina að umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í það minnsta. „Mér líður hrikalega vel. Ég skal vera heiðarlegur með það. Þetta var einstök tilfinning þegar hann flautaði til leiksloka“, sagði Óskar þegar hann var spurður út í líðan sína strax eftir leikinn. „Bara það að sjá þetta lið taka Shamrock Rovers og vinna þá í tveimur leikjum og skapa sér helling af færum. Ég gæti ekki beðið um meira.“ Óskar Hrafn er aldrei rólegur á hliðarlínunni.Vísir/Diego Óskari fannst staðan ekki segja rétt til um leikinn en Blikar voru með mikla yfirburði í leiknum að honum fannst og að Breiðablik hefði getað klárað leikinn fyrr. „Við hefðum getað klárað þennan leik mikið fyrr áður en þeir fá vítið og skora og setja stöðuna í 2-1. Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga. Ef við ætlum lengra þá verðum við að taka þau færi sem við fáum. Við munum aldrei fá 10-15 færi í leik og þannig að við verðum að bera mikla virðingu fyrir færunum sem við fáum og vera mikið einbeittari. Ég ætla samt ekki að kvarta. Drengirnir voru frábærir í kvöld og ég er hamingjusamur maður.“ „Það má segja það að við höfum borið mikla virðingu fyrir varnarleiknum í dag. Við vorum með leiserfókus í okkar teig og misstum mennina aldrei frá okkur og þeir raunverulega fá engin opin færi vegna þess að við missum af mönnunum eða gleymum okkur en það hefur verið vandamál hjá okkur gegn liðum sem refsa. Vissulega áttum við marga frábæra spilkafla og þetta var nákvæmlega það sem ég átti við að við verðum að þora að spila frá markinu okkar. Við verðum að þora að fá boltann í fæturnar og mögulega þora að misheppnast til að hafa stjórn á leiknum. Því um leið og þú þarft að fara að hamra boltanum upp þá færðu bara bylgjuna á þig trekk í trekk. Því er mikilvægt að ná stjórn á leiknum með því að hægja á leiknum þegar þú ert með boltann. Mér fannst við opna þá margoft en við verðum að vera grimmari í sókninni og taka færin“, sagði Óskar aðspurður um það hvernig hans menn leystu varnarleikinn en Shamrock ógnaði ekkert að ráði. Næsta verkefni er heldur betur stórt en það er gegn FC Köbenhavn og gæti það verið það erfiðasta hingað til fyrir lið Breiðabliks. Hvernig leggst það í Óskar Hrafn? „Ég nenni ekki einu sinni að hugsa um það núna. Við eigum leik við ÍBV á föstudaginn og nú ætla ég að loka Evrópuskúffunni og opna ÍBV skúffuna. Þeir eru á góðu skriði og verða mjög erfiðir þannig að ég ætla bara að hugsa um það núna og svo hugsum við um næsta Evrópuverkefni þegar sá leikur er búinn.“ Reiknar Óskar Hrafn þá ekki með því að svara syni sínum, sem spilar með Kaupmannahafnar liðinu, ef hann hefur samband í kvöld? „Jú auðvitað svara ég honum. Ég tala nú við hann á hverju kvöldi. Við ræðum þetta samt ekki held ég.“ Um það hvort þetta sé alltaf jafn gaman. Það er að segja að taka þátt í Evrópukeppni en Óskar og Breiðablik hafa marga fjöruna sopið undanfarin ár. Óskar Hrafn fylgist íbygginn með.Vísir/Diego „Já!. Þetta er það skemmtilegasta. Það eru náttúrlega forréttindi að taka þátt í þessu og leyfa leikmönnum að spreyta sig á þessu sviði og sjá hvar þeir standa gagnvart öflugum erlendum andstæðingum. Maður sér hvernig þeir vaxa. Við spiluðum fyrsta Evrópuleikinn 2020 gegn Rosenborg og töpuðum 4-2, spiluðum frábærlega á milli teiganna en vorum klaufar á báðum endum. Sían hefur liðið vaxið gríðarlega mikið og það eru forréttindi að taka þátt í þeirri vegferð.“ Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Shamrock 2-1 | Breiðablik áfram eftir frábæra frammistöðu Breiðablik lagði Shamrock Rovers 2-1 í kvöld á Kópavogsvelli og 3-1 samanlagt í einvígi þeirra í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Blikar spiluðu eins og vel sjóað Meistaradeildar lið og sigldu einvíginu réttilega í höfn. Shamrock hafði boltann mikið meira í kvöld en Blikar nýttu marktækifærin sín og leyfðu Írunum aldrei að ógna sér. Nú er það FC Köbenhavn sem bíður í næstu umferð. 18. júlí 2023 21:10 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Sjá meira
Þetta er stórsigur fyrir Blika og íslenska knattspyrnu en þetta fleytir Blikum í áttina að umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í það minnsta. „Mér líður hrikalega vel. Ég skal vera heiðarlegur með það. Þetta var einstök tilfinning þegar hann flautaði til leiksloka“, sagði Óskar þegar hann var spurður út í líðan sína strax eftir leikinn. „Bara það að sjá þetta lið taka Shamrock Rovers og vinna þá í tveimur leikjum og skapa sér helling af færum. Ég gæti ekki beðið um meira.“ Óskar Hrafn er aldrei rólegur á hliðarlínunni.Vísir/Diego Óskari fannst staðan ekki segja rétt til um leikinn en Blikar voru með mikla yfirburði í leiknum að honum fannst og að Breiðablik hefði getað klárað leikinn fyrr. „Við hefðum getað klárað þennan leik mikið fyrr áður en þeir fá vítið og skora og setja stöðuna í 2-1. Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga. Ef við ætlum lengra þá verðum við að taka þau færi sem við fáum. Við munum aldrei fá 10-15 færi í leik og þannig að við verðum að bera mikla virðingu fyrir færunum sem við fáum og vera mikið einbeittari. Ég ætla samt ekki að kvarta. Drengirnir voru frábærir í kvöld og ég er hamingjusamur maður.“ „Það má segja það að við höfum borið mikla virðingu fyrir varnarleiknum í dag. Við vorum með leiserfókus í okkar teig og misstum mennina aldrei frá okkur og þeir raunverulega fá engin opin færi vegna þess að við missum af mönnunum eða gleymum okkur en það hefur verið vandamál hjá okkur gegn liðum sem refsa. Vissulega áttum við marga frábæra spilkafla og þetta var nákvæmlega það sem ég átti við að við verðum að þora að spila frá markinu okkar. Við verðum að þora að fá boltann í fæturnar og mögulega þora að misheppnast til að hafa stjórn á leiknum. Því um leið og þú þarft að fara að hamra boltanum upp þá færðu bara bylgjuna á þig trekk í trekk. Því er mikilvægt að ná stjórn á leiknum með því að hægja á leiknum þegar þú ert með boltann. Mér fannst við opna þá margoft en við verðum að vera grimmari í sókninni og taka færin“, sagði Óskar aðspurður um það hvernig hans menn leystu varnarleikinn en Shamrock ógnaði ekkert að ráði. Næsta verkefni er heldur betur stórt en það er gegn FC Köbenhavn og gæti það verið það erfiðasta hingað til fyrir lið Breiðabliks. Hvernig leggst það í Óskar Hrafn? „Ég nenni ekki einu sinni að hugsa um það núna. Við eigum leik við ÍBV á föstudaginn og nú ætla ég að loka Evrópuskúffunni og opna ÍBV skúffuna. Þeir eru á góðu skriði og verða mjög erfiðir þannig að ég ætla bara að hugsa um það núna og svo hugsum við um næsta Evrópuverkefni þegar sá leikur er búinn.“ Reiknar Óskar Hrafn þá ekki með því að svara syni sínum, sem spilar með Kaupmannahafnar liðinu, ef hann hefur samband í kvöld? „Jú auðvitað svara ég honum. Ég tala nú við hann á hverju kvöldi. Við ræðum þetta samt ekki held ég.“ Um það hvort þetta sé alltaf jafn gaman. Það er að segja að taka þátt í Evrópukeppni en Óskar og Breiðablik hafa marga fjöruna sopið undanfarin ár. Óskar Hrafn fylgist íbygginn með.Vísir/Diego „Já!. Þetta er það skemmtilegasta. Það eru náttúrlega forréttindi að taka þátt í þessu og leyfa leikmönnum að spreyta sig á þessu sviði og sjá hvar þeir standa gagnvart öflugum erlendum andstæðingum. Maður sér hvernig þeir vaxa. Við spiluðum fyrsta Evrópuleikinn 2020 gegn Rosenborg og töpuðum 4-2, spiluðum frábærlega á milli teiganna en vorum klaufar á báðum endum. Sían hefur liðið vaxið gríðarlega mikið og það eru forréttindi að taka þátt í þeirri vegferð.“
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Shamrock 2-1 | Breiðablik áfram eftir frábæra frammistöðu Breiðablik lagði Shamrock Rovers 2-1 í kvöld á Kópavogsvelli og 3-1 samanlagt í einvígi þeirra í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Blikar spiluðu eins og vel sjóað Meistaradeildar lið og sigldu einvíginu réttilega í höfn. Shamrock hafði boltann mikið meira í kvöld en Blikar nýttu marktækifærin sín og leyfðu Írunum aldrei að ógna sér. Nú er það FC Köbenhavn sem bíður í næstu umferð. 18. júlí 2023 21:10 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Shamrock 2-1 | Breiðablik áfram eftir frábæra frammistöðu Breiðablik lagði Shamrock Rovers 2-1 í kvöld á Kópavogsvelli og 3-1 samanlagt í einvígi þeirra í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Blikar spiluðu eins og vel sjóað Meistaradeildar lið og sigldu einvíginu réttilega í höfn. Shamrock hafði boltann mikið meira í kvöld en Blikar nýttu marktækifærin sín og leyfðu Írunum aldrei að ógna sér. Nú er það FC Köbenhavn sem bíður í næstu umferð. 18. júlí 2023 21:10