Kveiktu í sendiráði Svía í Írak Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2023 09:05 Fjöldi manna ruddu sér leið inn í sendiráðið og kveiktu í því. AP/Ali Jabar Nokkur hundruð menn ruddust inn í sendiráð Svíþjóðar í Bagdad í Írak í morgun og kveiktu í ráðuneytinu. Ráðist var á sendiráðið eftir vegna skipulagðra mótmæla í Svíþjóð þar sem til stendur að brenna eintak af Kóraninum fyrir utan sendiráð Íraks í Stokkhólmi í dag. Tobia Billstrom, utanríkisráðherra Svíþjóðar, segir engan starfsmann sendiráðsins hafa sakað í árásinni og gagnrýndi yfirvöld í Írak fyrir að bregðast skuldbindingum sínum varðandi það að verja sendiráð annarra ríkja. „Það sem gerðist er algerlega óásættanlegt og ríkisstjórnin fordæmir stranglega þessar árásir,“ hefur Reuters eftir ráðherranum. Hann sagði að ríkisstjórn Svíþjóðar myndi koma mótmælum fram til yfirvalda í Írak með formlegum hætti. Í frétt SVT segir að sendiráð Finnlands, sem sé við hlið sendiráðs Svíþjóðar, hafi einnig verið rýmt. Starfsmenn beggja sendiráðanna voru fluttir á brott áður en ráðist var á sendiráðið. Utanríkisráðuneyti Íraks hefur gefið út tilkynningu þar sem árásin er fordæmt. Ekkert segir um af hverju hún var ekki stöðvuð fyrr en í morgun. Þá segir í tilkynningunni að þeir sem tóku þátt í árásinni verði dregnir til ábyrgðar. Mennirnir ruddust inn í sendiráðið eftir að mjög áhrifamikill írakskur klerkur sjíta sem heitir Muqtada Sadr, kallaði eftir því að brugðist yrði við hinum fyrirhuguðu mótmælum í Svíþjóð í dag. Sadr á hundruð þúsunda fylgjenda og hefur áður boðað til umfangsmikilla mótmæla, eins og þegar stuðningsmenn hans ruddust inn á hið svokallaða „Græna svæði“ í Bagdad síðasta sumar. Þá kom til átaka milli mótmælenda og öryggissveita. Sjá einnig: Fimmtán látnir í átökum í Bagdad Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ráðist er inn í sendiráð Svía í Bagdad en það var einnig gert í síðasta mánuði. Þá kveikti írakskur maður í Kóraninum fyrir utan mosku í Stokkhólmi. Kóranbrennur hafa verið nokkuð tíðar í Svíþjóð og hafa þær verið harðlega gagnrýndar víðsvegar í ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta. Þær hafa meðal annars komið niður á umsókn Svía í Atlantshafsbandalagið. Svíþjóð Írak Tjáningarfrelsi Trúmál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Tobia Billstrom, utanríkisráðherra Svíþjóðar, segir engan starfsmann sendiráðsins hafa sakað í árásinni og gagnrýndi yfirvöld í Írak fyrir að bregðast skuldbindingum sínum varðandi það að verja sendiráð annarra ríkja. „Það sem gerðist er algerlega óásættanlegt og ríkisstjórnin fordæmir stranglega þessar árásir,“ hefur Reuters eftir ráðherranum. Hann sagði að ríkisstjórn Svíþjóðar myndi koma mótmælum fram til yfirvalda í Írak með formlegum hætti. Í frétt SVT segir að sendiráð Finnlands, sem sé við hlið sendiráðs Svíþjóðar, hafi einnig verið rýmt. Starfsmenn beggja sendiráðanna voru fluttir á brott áður en ráðist var á sendiráðið. Utanríkisráðuneyti Íraks hefur gefið út tilkynningu þar sem árásin er fordæmt. Ekkert segir um af hverju hún var ekki stöðvuð fyrr en í morgun. Þá segir í tilkynningunni að þeir sem tóku þátt í árásinni verði dregnir til ábyrgðar. Mennirnir ruddust inn í sendiráðið eftir að mjög áhrifamikill írakskur klerkur sjíta sem heitir Muqtada Sadr, kallaði eftir því að brugðist yrði við hinum fyrirhuguðu mótmælum í Svíþjóð í dag. Sadr á hundruð þúsunda fylgjenda og hefur áður boðað til umfangsmikilla mótmæla, eins og þegar stuðningsmenn hans ruddust inn á hið svokallaða „Græna svæði“ í Bagdad síðasta sumar. Þá kom til átaka milli mótmælenda og öryggissveita. Sjá einnig: Fimmtán látnir í átökum í Bagdad Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ráðist er inn í sendiráð Svía í Bagdad en það var einnig gert í síðasta mánuði. Þá kveikti írakskur maður í Kóraninum fyrir utan mosku í Stokkhólmi. Kóranbrennur hafa verið nokkuð tíðar í Svíþjóð og hafa þær verið harðlega gagnrýndar víðsvegar í ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta. Þær hafa meðal annars komið niður á umsókn Svía í Atlantshafsbandalagið.
Svíþjóð Írak Tjáningarfrelsi Trúmál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira