Girkin handtekinn fyrir að gagnrýna Pútín Samúel Karl Ólason skrifar 21. júlí 2023 11:26 Igor Girkin í Dónetsk árið 2014. Hann leiddi aðskilnaðarsinna þar um tíma og var yfirmaður í Leyniþjónustu Rússlands. EPA/PHOTOMIG Igor Girkin, fyrrverandi yfirmaður í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og fyrrverandi leiðtogi aðskilnaðarsinna í Dónetsk í Úkraínu, var handtekinn í Moskvu í morgun. Girkin var einnig í fyrra dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðkomu hans að því þegar MH17, flugvél Malasyia Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014. Menn undir stjórn Girkins notuð Buk-loftvarnarkerfi frá Rússlandi til að skjóta farþegaflugvélina niður. Farþegar vélarinnar voru 298 talsins og létu þeir allir lífið. Sjá einnig: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá Rússum Girkin, sem gengur einnig undir nafninu Strelkov, var þó ekki handtekinn vegna MH17 heldur er hann sakaður um öfgar fyrir að gagnrýna Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og Varnarmálaráðuneytið vegna innrásarinnar í Úkraínu. Girkin er á þeim buxunum að Rússar hafi ekki stigið nógu hart fram gegn Úkraínu. Gagnrýni Girkin á Pútín hefur verið mjög mikil á köflum og hefur það vakið furðu að hann hafi ekki verið handtekinn áður. Eiginkona hans sagði frá handtökunni í morgun á samfélagsmiðlum. Hún var ekki heima þegar útsendarar FSB réðust til atlögu á heimili þeirra og handtóku hann um klukkan 11:30 að staðartíma. Vinafólk þeirra komst að því að hann hefði verið ákærður fyrir öfgar en hún hefur ekkert heyrt í honum og veit hún ekki hvar Girkin er niðurkominn. Girkin is done: his wife announced on his Telegram channel that Girkin was arrested this morning with the accusation of extremism.https://t.co/5ilK8blmKT pic.twitter.com/5HMACzVwQd— Dmitri (@wartranslated) July 21, 2023 Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Vladimír Pútín MH17 Tengdar fréttir Sagðir hafa fellt hundruð Rússa í einni árás Úkraínumenn eru sagðir hafa fellt hundruð rússneskra hermanna í einni árás í austurhluta Úkraínu á nýársnótt. Fregnir hafa borist af því að flugskeytum hafi verið skotið að skóla í bænum Makívka því þar hafi fjölmargir hermenn verið komnir saman. 2. janúar 2023 11:13 MH17: Ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syninum í hans hinstu för Faðir fórnarlambs sem lést þegar MH17, farþegaflugvél Malaysian Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syni hans í sinni hinstu för. Bakpokinn fannst nánast óskemmdur í braki vélarinnar. 10. september 2021 23:31 Einn leiðtoga aðskilnaðarsinna hættir Igor Girkin, leiðtogi hersveita aðskilnaðarsinna í borginni Donetsk í Úkraínu, hefur stigið til hliðar. 14. ágúst 2014 15:58 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Sjá meira
Menn undir stjórn Girkins notuð Buk-loftvarnarkerfi frá Rússlandi til að skjóta farþegaflugvélina niður. Farþegar vélarinnar voru 298 talsins og létu þeir allir lífið. Sjá einnig: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá Rússum Girkin, sem gengur einnig undir nafninu Strelkov, var þó ekki handtekinn vegna MH17 heldur er hann sakaður um öfgar fyrir að gagnrýna Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og Varnarmálaráðuneytið vegna innrásarinnar í Úkraínu. Girkin er á þeim buxunum að Rússar hafi ekki stigið nógu hart fram gegn Úkraínu. Gagnrýni Girkin á Pútín hefur verið mjög mikil á köflum og hefur það vakið furðu að hann hafi ekki verið handtekinn áður. Eiginkona hans sagði frá handtökunni í morgun á samfélagsmiðlum. Hún var ekki heima þegar útsendarar FSB réðust til atlögu á heimili þeirra og handtóku hann um klukkan 11:30 að staðartíma. Vinafólk þeirra komst að því að hann hefði verið ákærður fyrir öfgar en hún hefur ekkert heyrt í honum og veit hún ekki hvar Girkin er niðurkominn. Girkin is done: his wife announced on his Telegram channel that Girkin was arrested this morning with the accusation of extremism.https://t.co/5ilK8blmKT pic.twitter.com/5HMACzVwQd— Dmitri (@wartranslated) July 21, 2023
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Vladimír Pútín MH17 Tengdar fréttir Sagðir hafa fellt hundruð Rússa í einni árás Úkraínumenn eru sagðir hafa fellt hundruð rússneskra hermanna í einni árás í austurhluta Úkraínu á nýársnótt. Fregnir hafa borist af því að flugskeytum hafi verið skotið að skóla í bænum Makívka því þar hafi fjölmargir hermenn verið komnir saman. 2. janúar 2023 11:13 MH17: Ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syninum í hans hinstu för Faðir fórnarlambs sem lést þegar MH17, farþegaflugvél Malaysian Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syni hans í sinni hinstu för. Bakpokinn fannst nánast óskemmdur í braki vélarinnar. 10. september 2021 23:31 Einn leiðtoga aðskilnaðarsinna hættir Igor Girkin, leiðtogi hersveita aðskilnaðarsinna í borginni Donetsk í Úkraínu, hefur stigið til hliðar. 14. ágúst 2014 15:58 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Sjá meira
Sagðir hafa fellt hundruð Rússa í einni árás Úkraínumenn eru sagðir hafa fellt hundruð rússneskra hermanna í einni árás í austurhluta Úkraínu á nýársnótt. Fregnir hafa borist af því að flugskeytum hafi verið skotið að skóla í bænum Makívka því þar hafi fjölmargir hermenn verið komnir saman. 2. janúar 2023 11:13
MH17: Ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syninum í hans hinstu för Faðir fórnarlambs sem lést þegar MH17, farþegaflugvél Malaysian Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syni hans í sinni hinstu för. Bakpokinn fannst nánast óskemmdur í braki vélarinnar. 10. september 2021 23:31
Einn leiðtoga aðskilnaðarsinna hættir Igor Girkin, leiðtogi hersveita aðskilnaðarsinna í borginni Donetsk í Úkraínu, hefur stigið til hliðar. 14. ágúst 2014 15:58