Girkin handtekinn fyrir að gagnrýna Pútín Samúel Karl Ólason skrifar 21. júlí 2023 11:26 Igor Girkin í Dónetsk árið 2014. Hann leiddi aðskilnaðarsinna þar um tíma og var yfirmaður í Leyniþjónustu Rússlands. EPA/PHOTOMIG Igor Girkin, fyrrverandi yfirmaður í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og fyrrverandi leiðtogi aðskilnaðarsinna í Dónetsk í Úkraínu, var handtekinn í Moskvu í morgun. Girkin var einnig í fyrra dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðkomu hans að því þegar MH17, flugvél Malasyia Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014. Menn undir stjórn Girkins notuð Buk-loftvarnarkerfi frá Rússlandi til að skjóta farþegaflugvélina niður. Farþegar vélarinnar voru 298 talsins og létu þeir allir lífið. Sjá einnig: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá Rússum Girkin, sem gengur einnig undir nafninu Strelkov, var þó ekki handtekinn vegna MH17 heldur er hann sakaður um öfgar fyrir að gagnrýna Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og Varnarmálaráðuneytið vegna innrásarinnar í Úkraínu. Girkin er á þeim buxunum að Rússar hafi ekki stigið nógu hart fram gegn Úkraínu. Gagnrýni Girkin á Pútín hefur verið mjög mikil á köflum og hefur það vakið furðu að hann hafi ekki verið handtekinn áður. Eiginkona hans sagði frá handtökunni í morgun á samfélagsmiðlum. Hún var ekki heima þegar útsendarar FSB réðust til atlögu á heimili þeirra og handtóku hann um klukkan 11:30 að staðartíma. Vinafólk þeirra komst að því að hann hefði verið ákærður fyrir öfgar en hún hefur ekkert heyrt í honum og veit hún ekki hvar Girkin er niðurkominn. Girkin is done: his wife announced on his Telegram channel that Girkin was arrested this morning with the accusation of extremism.https://t.co/5ilK8blmKT pic.twitter.com/5HMACzVwQd— Dmitri (@wartranslated) July 21, 2023 Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Vladimír Pútín MH17 Tengdar fréttir Sagðir hafa fellt hundruð Rússa í einni árás Úkraínumenn eru sagðir hafa fellt hundruð rússneskra hermanna í einni árás í austurhluta Úkraínu á nýársnótt. Fregnir hafa borist af því að flugskeytum hafi verið skotið að skóla í bænum Makívka því þar hafi fjölmargir hermenn verið komnir saman. 2. janúar 2023 11:13 MH17: Ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syninum í hans hinstu för Faðir fórnarlambs sem lést þegar MH17, farþegaflugvél Malaysian Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syni hans í sinni hinstu för. Bakpokinn fannst nánast óskemmdur í braki vélarinnar. 10. september 2021 23:31 Einn leiðtoga aðskilnaðarsinna hættir Igor Girkin, leiðtogi hersveita aðskilnaðarsinna í borginni Donetsk í Úkraínu, hefur stigið til hliðar. 14. ágúst 2014 15:58 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Menn undir stjórn Girkins notuð Buk-loftvarnarkerfi frá Rússlandi til að skjóta farþegaflugvélina niður. Farþegar vélarinnar voru 298 talsins og létu þeir allir lífið. Sjá einnig: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá Rússum Girkin, sem gengur einnig undir nafninu Strelkov, var þó ekki handtekinn vegna MH17 heldur er hann sakaður um öfgar fyrir að gagnrýna Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og Varnarmálaráðuneytið vegna innrásarinnar í Úkraínu. Girkin er á þeim buxunum að Rússar hafi ekki stigið nógu hart fram gegn Úkraínu. Gagnrýni Girkin á Pútín hefur verið mjög mikil á köflum og hefur það vakið furðu að hann hafi ekki verið handtekinn áður. Eiginkona hans sagði frá handtökunni í morgun á samfélagsmiðlum. Hún var ekki heima þegar útsendarar FSB réðust til atlögu á heimili þeirra og handtóku hann um klukkan 11:30 að staðartíma. Vinafólk þeirra komst að því að hann hefði verið ákærður fyrir öfgar en hún hefur ekkert heyrt í honum og veit hún ekki hvar Girkin er niðurkominn. Girkin is done: his wife announced on his Telegram channel that Girkin was arrested this morning with the accusation of extremism.https://t.co/5ilK8blmKT pic.twitter.com/5HMACzVwQd— Dmitri (@wartranslated) July 21, 2023
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Vladimír Pútín MH17 Tengdar fréttir Sagðir hafa fellt hundruð Rússa í einni árás Úkraínumenn eru sagðir hafa fellt hundruð rússneskra hermanna í einni árás í austurhluta Úkraínu á nýársnótt. Fregnir hafa borist af því að flugskeytum hafi verið skotið að skóla í bænum Makívka því þar hafi fjölmargir hermenn verið komnir saman. 2. janúar 2023 11:13 MH17: Ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syninum í hans hinstu för Faðir fórnarlambs sem lést þegar MH17, farþegaflugvél Malaysian Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syni hans í sinni hinstu för. Bakpokinn fannst nánast óskemmdur í braki vélarinnar. 10. september 2021 23:31 Einn leiðtoga aðskilnaðarsinna hættir Igor Girkin, leiðtogi hersveita aðskilnaðarsinna í borginni Donetsk í Úkraínu, hefur stigið til hliðar. 14. ágúst 2014 15:58 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Sagðir hafa fellt hundruð Rússa í einni árás Úkraínumenn eru sagðir hafa fellt hundruð rússneskra hermanna í einni árás í austurhluta Úkraínu á nýársnótt. Fregnir hafa borist af því að flugskeytum hafi verið skotið að skóla í bænum Makívka því þar hafi fjölmargir hermenn verið komnir saman. 2. janúar 2023 11:13
MH17: Ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syninum í hans hinstu för Faðir fórnarlambs sem lést þegar MH17, farþegaflugvél Malaysian Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syni hans í sinni hinstu för. Bakpokinn fannst nánast óskemmdur í braki vélarinnar. 10. september 2021 23:31
Einn leiðtoga aðskilnaðarsinna hættir Igor Girkin, leiðtogi hersveita aðskilnaðarsinna í borginni Donetsk í Úkraínu, hefur stigið til hliðar. 14. ágúst 2014 15:58