Hvetja fólk til að hlaða í 80 prósent Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. júlí 2023 07:46 Breki segir fjölgun stöðva hafa fylgt notkun en stundum myndist álagspunktar, svo sem á stórum ferðahelgum. Orkuveita Reykjavíkur Orka Náttúrunnar (ON) hvetur rafbílaeigendur til að hlaða bíla sína aðeins upp í 80 prósent eða nóg til að komast á næsta áfangastað. Það sé tillitssemi þegar aðrir séu að bíða eftir að komast að. „Fólk hefur verið að hafa samband og velta fyrir sér hvað megi hlaða lengi á þessum hraðhleðslustöðum. Það hefur líka verið umræða um þetta á rafbílaspjallinu á Facebook. Þess vegna áréttum við þau tilmæli sem við höfum alltaf verið með. Að fólk hlaði nóg til að komast á næsta áfangastað. En við bönnum engum að hlaða meira,“ segir Breki Logason samskiptastjóri ON. Biðraðir á hleðslustöðvum geta verið fólki til ama. Stundum kemur fyrir að bíll á hleðslustöð er kominn upp í 100 prósent en ökumaðurinn hvergi sjáanlegur. Það er fúlt fyrir þá sem eru að bíða eftir að komast að. „Við hvetjum fólk til að sýna tillitssemi. Það eru margir á ferðinni núna og það myndast oft raðir,“ segir Breki. Misjafnt er hvað tekur langan tíma að hlaða rafbíl. Það fer meðal annars eftir gerð bílsins og hitastiginu. Oft tekur það um 20 til 30 mínútur að fylla bíl upp í 80 prósentin. Ekki of fáar stöðvar ON hóf uppbyggingu hleðslustöðvanets árið 2014 þegar innan við 100 rafbílar voru í landinu. Síðan þá hafa fleiri aðilar komið inn á markaðinn. Hefur það verið nefnt að hleðslustöðvarnar séu of fáar en Breki segir að fjölgun stöðva sé í takt við notkun. „Við höfum byggt stöðvarnar upp jafnt og þétt og sem betur fer eru fleiri fyrirtæki komin inn þetta,“ segir hann. „Í kerfinu hjá okkur sjáum við álagspunkta, svo sem stórar ferðahelgar og þá myndast eðlilega raðir á stöðvunum. En heilt yfir er uppbyggingin að fylgja aukinni notkun. Undanfarið hefur fjölgunin verið mikil og því höfum við verið að bæta við stöðvum og gera þær öflugri.“ Þá sé einnig í gangi átak til að biðla til fyrirtækja og annarra sem eiga lóðir að setja upp hleðslustöðvar til að létta á kerfinu. Orkuskipti Orkumál Ferðalög Bílar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
„Fólk hefur verið að hafa samband og velta fyrir sér hvað megi hlaða lengi á þessum hraðhleðslustöðum. Það hefur líka verið umræða um þetta á rafbílaspjallinu á Facebook. Þess vegna áréttum við þau tilmæli sem við höfum alltaf verið með. Að fólk hlaði nóg til að komast á næsta áfangastað. En við bönnum engum að hlaða meira,“ segir Breki Logason samskiptastjóri ON. Biðraðir á hleðslustöðvum geta verið fólki til ama. Stundum kemur fyrir að bíll á hleðslustöð er kominn upp í 100 prósent en ökumaðurinn hvergi sjáanlegur. Það er fúlt fyrir þá sem eru að bíða eftir að komast að. „Við hvetjum fólk til að sýna tillitssemi. Það eru margir á ferðinni núna og það myndast oft raðir,“ segir Breki. Misjafnt er hvað tekur langan tíma að hlaða rafbíl. Það fer meðal annars eftir gerð bílsins og hitastiginu. Oft tekur það um 20 til 30 mínútur að fylla bíl upp í 80 prósentin. Ekki of fáar stöðvar ON hóf uppbyggingu hleðslustöðvanets árið 2014 þegar innan við 100 rafbílar voru í landinu. Síðan þá hafa fleiri aðilar komið inn á markaðinn. Hefur það verið nefnt að hleðslustöðvarnar séu of fáar en Breki segir að fjölgun stöðva sé í takt við notkun. „Við höfum byggt stöðvarnar upp jafnt og þétt og sem betur fer eru fleiri fyrirtæki komin inn þetta,“ segir hann. „Í kerfinu hjá okkur sjáum við álagspunkta, svo sem stórar ferðahelgar og þá myndast eðlilega raðir á stöðvunum. En heilt yfir er uppbyggingin að fylgja aukinni notkun. Undanfarið hefur fjölgunin verið mikil og því höfum við verið að bæta við stöðvum og gera þær öflugri.“ Þá sé einnig í gangi átak til að biðla til fyrirtækja og annarra sem eiga lóðir að setja upp hleðslustöðvar til að létta á kerfinu.
Orkuskipti Orkumál Ferðalög Bílar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira