Slæm loftgæði á Ísafirði og í Hveragerði í dag Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. júlí 2023 07:46 Það verður mikil loftmengun á Ísafirði í dag en gosmóðan frá eldgosinu er komin vestur. Það verður því sennilega ekki svona heiðskýrt eins og á þessari mynd. Vísir/Vilhelm Mikil loftmengun er á Ísafirði og í Hveragerði í dag og gætu viðkvæmir fundið fyrir einkennum vegna slæmra loftgæða. Gasmengun frá gosinu berst til norðurs og austurs yfir suðvestanvert landið. Samkvæmt vefnum loftgaedi.is mælast loftgæði óholl fyrir viðkvæma á Ísafirði og í Hveragerði í dag. Einstaklingar með astma og undirliggjandi lungnasjúkdóma gætu því fundið fyrir einkennum loftmengunarinnar. Alls staðar annars staðar á landinu mælast loftgæði góð eða mjög góð. Í samtali við Veðurstofuna kom fram að í Hveragerði mældist breinnsteinsvetni (H2S) í loftinu. Það væri því ekki frá eldgosinu heldur er líklegra að það komi frá Hellisheiðarvirkjun. Á Vestfjörðum er hins vegar um Súlfat (SO4) að ræða, taldi veðurfræðingur að sennilega væri þetta gosmökkur sem hefði náð að bindast við andrúmsloftið. Náttúruvársérfræðingur greindi frá því í gær að gosmóðan sem hefur hangið yfir höfuðborgarsvæðinu muni ekki fara fyrr en í fyrsta lagi á miðvikudag. Ef það rignir á meðan gosmóðan hangir yfir gæti fallið súrt regn en veðurfræðingar telja að það muni ekki hafa mikil áhrif á lífríki eða vatnsból. Rigning í nótt hreinsaði gosmóðuna aðeins Samkvæmt spá veðurvaktar um gasdreifingu berst gasmengun frá gosinu til norðurs og austurs yfir suðvestanvert landið. Búast má við því að gosmóðan sem hefur hangið yfir höfuðborgarsvæðinu verði áfram fram á miðvikudag. „Það er mjög lítil vindur þannig þetta liggur mest yfir gossvæðinu, ekki mikil hreyfing á þessu,“ sagði Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur, um gasmengunina í dag. „Það var svona þoka yfir en hún hefur aðeins brotnað upp en það virðist liggja mökkur yfir gossvæðinu.“ „Spáin í dag er hægur vindur þannig þetta getur dreifst víða á Reykjanesskaganum,“ sagði hann. Þá sagði hann að gosmóðan sem hefur verið yfir höfuðborgarsvæðinu verði áfram næstu tvo daga en „á miðvikudag er komin mjög ákveðin austanátt sem feykir þessu út á hafið. Þá vonandi losnum við við þetta en fram að því þurfum við sennilega að þola þetta“ Þrátt fyrir að gosmóðan hangi yfir mælast loftgæði góð á höfuðborgarsvæðinu og segir Þorsteinn það sé rigningu að þakka. „Það kom einhver smá rigning sem hefur hreinsað þetta í nótt en það bætist við í dag. Við erum þakklát fyrir það en það bætist við í dag. Gosmóðan komin vestur Greint var frá því á laugardag að gosmóðan væri komin til Vestfjarða. Magnús Freyr Sigurkarlsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði þá að stofunni hefði borist tilkynning um gosmóðu frá snjóflóðaathugunarmanni sem staddur var í Ísafjarðardjúpi. Gervitunglamyndir frá laugardeginum sýndu magn gosmóðunnar frá Reykjanesskaga, SO2 brennisteinsdíoxíðs, yfir landinu. Gervitunglamynd sýnir styrkleika brennisteinsdíoxíðs yfir landinu.Veðurstofa Íslands Móðan var þá komin inn á Breiðafjörð og þótti Magnúsi ekki ólíklegt að hún hafi dreifst yfir Vestfirði í kjölfarið. Gosmóðan mun líklega halda áfram yfir Tröllaskaga. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Veður Loftgæði Hveragerði Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Gosmóðan komin til Vestfjarða: „Ef þú getur ekki komið að gosinu kemur gosið til þín“ Gosmóðan úr eldgosinu í Litla-Hrúti er nú komin til Vestfjarða. Búast má við því að hún haldi þaðan til austurs í átt að Tröllaskaga. 22. júlí 2023 15:01 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Samkvæmt vefnum loftgaedi.is mælast loftgæði óholl fyrir viðkvæma á Ísafirði og í Hveragerði í dag. Einstaklingar með astma og undirliggjandi lungnasjúkdóma gætu því fundið fyrir einkennum loftmengunarinnar. Alls staðar annars staðar á landinu mælast loftgæði góð eða mjög góð. Í samtali við Veðurstofuna kom fram að í Hveragerði mældist breinnsteinsvetni (H2S) í loftinu. Það væri því ekki frá eldgosinu heldur er líklegra að það komi frá Hellisheiðarvirkjun. Á Vestfjörðum er hins vegar um Súlfat (SO4) að ræða, taldi veðurfræðingur að sennilega væri þetta gosmökkur sem hefði náð að bindast við andrúmsloftið. Náttúruvársérfræðingur greindi frá því í gær að gosmóðan sem hefur hangið yfir höfuðborgarsvæðinu muni ekki fara fyrr en í fyrsta lagi á miðvikudag. Ef það rignir á meðan gosmóðan hangir yfir gæti fallið súrt regn en veðurfræðingar telja að það muni ekki hafa mikil áhrif á lífríki eða vatnsból. Rigning í nótt hreinsaði gosmóðuna aðeins Samkvæmt spá veðurvaktar um gasdreifingu berst gasmengun frá gosinu til norðurs og austurs yfir suðvestanvert landið. Búast má við því að gosmóðan sem hefur hangið yfir höfuðborgarsvæðinu verði áfram fram á miðvikudag. „Það er mjög lítil vindur þannig þetta liggur mest yfir gossvæðinu, ekki mikil hreyfing á þessu,“ sagði Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur, um gasmengunina í dag. „Það var svona þoka yfir en hún hefur aðeins brotnað upp en það virðist liggja mökkur yfir gossvæðinu.“ „Spáin í dag er hægur vindur þannig þetta getur dreifst víða á Reykjanesskaganum,“ sagði hann. Þá sagði hann að gosmóðan sem hefur verið yfir höfuðborgarsvæðinu verði áfram næstu tvo daga en „á miðvikudag er komin mjög ákveðin austanátt sem feykir þessu út á hafið. Þá vonandi losnum við við þetta en fram að því þurfum við sennilega að þola þetta“ Þrátt fyrir að gosmóðan hangi yfir mælast loftgæði góð á höfuðborgarsvæðinu og segir Þorsteinn það sé rigningu að þakka. „Það kom einhver smá rigning sem hefur hreinsað þetta í nótt en það bætist við í dag. Við erum þakklát fyrir það en það bætist við í dag. Gosmóðan komin vestur Greint var frá því á laugardag að gosmóðan væri komin til Vestfjarða. Magnús Freyr Sigurkarlsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði þá að stofunni hefði borist tilkynning um gosmóðu frá snjóflóðaathugunarmanni sem staddur var í Ísafjarðardjúpi. Gervitunglamyndir frá laugardeginum sýndu magn gosmóðunnar frá Reykjanesskaga, SO2 brennisteinsdíoxíðs, yfir landinu. Gervitunglamynd sýnir styrkleika brennisteinsdíoxíðs yfir landinu.Veðurstofa Íslands Móðan var þá komin inn á Breiðafjörð og þótti Magnúsi ekki ólíklegt að hún hafi dreifst yfir Vestfirði í kjölfarið. Gosmóðan mun líklega halda áfram yfir Tröllaskaga.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Veður Loftgæði Hveragerði Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Gosmóðan komin til Vestfjarða: „Ef þú getur ekki komið að gosinu kemur gosið til þín“ Gosmóðan úr eldgosinu í Litla-Hrúti er nú komin til Vestfjarða. Búast má við því að hún haldi þaðan til austurs í átt að Tröllaskaga. 22. júlí 2023 15:01 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Gosmóðan komin til Vestfjarða: „Ef þú getur ekki komið að gosinu kemur gosið til þín“ Gosmóðan úr eldgosinu í Litla-Hrúti er nú komin til Vestfjarða. Búast má við því að hún haldi þaðan til austurs í átt að Tröllaskaga. 22. júlí 2023 15:01