Veðurstofan greindi frá þessu í fréttatilkynningu í gærkvöldi.
Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við Rúv að ábendingar frá fólki sem fann fyrir skjálftanum hefðu borist frá Þórsmörk, Skógum, Hvolsvelli og Vestmannaeyjum.
Í viðtalinu við Rúv sagði Salóme að skjálftinn væri þó ekki merki um neina aðra virkni á svæðinu en vegna þess að Katla væri virkt jarðskjálftasvæði gæti ýmislegt komið að. Stórir skjálftar kæmu af og til í Mýrdalsjökli, stundum nokkrir í röð og stundum stakir.
Þrátt fyrir það væru engar sjáanlegar breytingar á mælum Veðurstofunnar að hennar sögn.