Stjörnuhlauparar NFL deildarinnar héldu saman Zoom fund um mótmælaaðgerðir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2023 12:31 Austin Ekeler skorar snertimark fyrir Los Angeles Chargers en hann er einn af þeim hlaupurum sem eru ósáttastir með stöðu mála í samningamálum leikstöðunnar í NFL. Getty/Michael Hickey Hlaupurum NFL-deildarinnar þykir á sér brotið þegar kemur að fá góða samninga í deildinni og nú virðist þeir gætu mögulega gripið til aðgerða. Hlauparastaðan er mjög mikilvæg í ameríska fótboltanum en bestu leikmennirnir eru samt ekki að fá eins góða samninga og bestu leikmennirnir í öðrum stöðum. Í sumar eru nokkrir leikmenn að bíða eftir stórum samningi og sumir hóta því að fara í verkfall. Big name NFL running backs will meet via Zoom to discuss their position's declining market. The meeting is expected to take place tonight.Chargers RB Austin Ekeler organized the meeting.(via @ProFootballTalk) pic.twitter.com/Ec0vQ4wsP8— The Sporting News (@sportingnews) July 22, 2023 Saquon Barkley hjá New York Giants og Josh Jacobs hjá Las Vegas Raiders áttu báðir frábært tímabil og þeir vilja stóran samning. Liðin festu þá hins vegar með svokölluðu „Franchise tag“. Það þýðir að þeir mega ekki fara inn á opinn markað þótt að samningurinn sé úti en þeir fá þó báðir tíu milljónir dollara fyrir næsta tímabil eða 1,3 milljarð króna. Þetta er væn upphæð en þeir vilja hins vegar miklu meira og enn fremur miklu lengri samning. #Browns Nick Chubb participated on Zoom call for RB contracts last night. Supports Saquon Barkley and the others. Chubb is signed through next year pic.twitter.com/NqNEeqcYLr— Mary Kay Cabot (@MaryKayCabot) July 23, 2023 Hlauparastaðan er ein sú hættulegasta í ameríska fótboltanum. Líkami leikmanna þarf að þola mikið og margt auk þess sem hlaupararnir meiðast oft mjög illa. Liðin eru líka þekkt fyrir það að níðast á hlaupurunum sínum og skipta þeim síðan strax út fyrir nýja og ferska fætur þegar þeir hætta að skila sínu eða glíma við langvinn meiðsli. Stjörnuhlauparar NFL deildarinnar ákváðu því að hóa sig saman og halda Zoom fund þar sem þeir fóru yfir stöðu mála. Nick Chubb, aðalhlaupari Cleveland Browns, staðfesti að hann hefði tekið þátt í fundinum ásamt meðal annars Saquon Barkley, Derrick Henry og Christian McCaffrey. Austin Ekeler hjá Los Angeles Chargers skipulagði fundinn en hann hefur verið duglegur að tjá sig um slæma stöðu hlaupara í deildinni hvað varðar að þeir fái ekki nógu vel borgað miðað við hvað þeir leggja til sinna liða. Hlaupararnir eiga að hafa rætt hugmyndir um aðgerðir á fundinum en engin ákveðin plön eru í bígerð hjá þeim. Það hefur samt lekið út að leikmenn gætu ýkt meiðsli sín í stað þess að fórna öllu fyrir liðin sem vilja síðan ekki borga þeim almennilega. REPORT: During the RB Zoom call the star-studded group of running backs discussed the idea of EXAGGERATING injuries when locked in a contract standoff with their teams, per @ProFootballTalk. The meeting was in conjunction with the NFLPA and was organized by Austin Ekeler and pic.twitter.com/BuXudsyEsw— MLFootball (@_MLFootball) July 23, 2023 NFL Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Sjá meira
Hlauparastaðan er mjög mikilvæg í ameríska fótboltanum en bestu leikmennirnir eru samt ekki að fá eins góða samninga og bestu leikmennirnir í öðrum stöðum. Í sumar eru nokkrir leikmenn að bíða eftir stórum samningi og sumir hóta því að fara í verkfall. Big name NFL running backs will meet via Zoom to discuss their position's declining market. The meeting is expected to take place tonight.Chargers RB Austin Ekeler organized the meeting.(via @ProFootballTalk) pic.twitter.com/Ec0vQ4wsP8— The Sporting News (@sportingnews) July 22, 2023 Saquon Barkley hjá New York Giants og Josh Jacobs hjá Las Vegas Raiders áttu báðir frábært tímabil og þeir vilja stóran samning. Liðin festu þá hins vegar með svokölluðu „Franchise tag“. Það þýðir að þeir mega ekki fara inn á opinn markað þótt að samningurinn sé úti en þeir fá þó báðir tíu milljónir dollara fyrir næsta tímabil eða 1,3 milljarð króna. Þetta er væn upphæð en þeir vilja hins vegar miklu meira og enn fremur miklu lengri samning. #Browns Nick Chubb participated on Zoom call for RB contracts last night. Supports Saquon Barkley and the others. Chubb is signed through next year pic.twitter.com/NqNEeqcYLr— Mary Kay Cabot (@MaryKayCabot) July 23, 2023 Hlauparastaðan er ein sú hættulegasta í ameríska fótboltanum. Líkami leikmanna þarf að þola mikið og margt auk þess sem hlaupararnir meiðast oft mjög illa. Liðin eru líka þekkt fyrir það að níðast á hlaupurunum sínum og skipta þeim síðan strax út fyrir nýja og ferska fætur þegar þeir hætta að skila sínu eða glíma við langvinn meiðsli. Stjörnuhlauparar NFL deildarinnar ákváðu því að hóa sig saman og halda Zoom fund þar sem þeir fóru yfir stöðu mála. Nick Chubb, aðalhlaupari Cleveland Browns, staðfesti að hann hefði tekið þátt í fundinum ásamt meðal annars Saquon Barkley, Derrick Henry og Christian McCaffrey. Austin Ekeler hjá Los Angeles Chargers skipulagði fundinn en hann hefur verið duglegur að tjá sig um slæma stöðu hlaupara í deildinni hvað varðar að þeir fái ekki nógu vel borgað miðað við hvað þeir leggja til sinna liða. Hlaupararnir eiga að hafa rætt hugmyndir um aðgerðir á fundinum en engin ákveðin plön eru í bígerð hjá þeim. Það hefur samt lekið út að leikmenn gætu ýkt meiðsli sín í stað þess að fórna öllu fyrir liðin sem vilja síðan ekki borga þeim almennilega. REPORT: During the RB Zoom call the star-studded group of running backs discussed the idea of EXAGGERATING injuries when locked in a contract standoff with their teams, per @ProFootballTalk. The meeting was in conjunction with the NFLPA and was organized by Austin Ekeler and pic.twitter.com/BuXudsyEsw— MLFootball (@_MLFootball) July 23, 2023
NFL Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Sjá meira