Sjávarútvegurinn er ekki undanþeginn lögum Lenya Rún Taha Karim skrifar 24. júlí 2023 12:00 Óánægja Brim hf. og annarra aðila sem hafa sérhagsmuna að gæta við ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að setja dagsektir á Brim hefur verið í deiglunni síðustu daga. Til að rekja þetta stuttlega þá er Samkeppniseftirlitið að athuga stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi og meta hvort hér sé að finna vísbendingar um starfshætti sem geta takmarkað samkeppni á þessum markaði. Þar má m.a. nefna óæskileg tengsl eða valdasamþjöppun en við búum í litlu landi þar sem mikilvægt er að fylgjast með slíkri þróun á markaði. Lögin eru skýr í þessum efnum og veita Samkeppniseftirlitinu nokkuð skýra og ótvíræða heimild til þess að framkvæma framangreinda athugun (þó fyrr hefði verið) en í samkeppnislögum er einnig að finna ríka heimild Samkeppniseftirlitsins til að krefja einstök fyrirtæki um allar þær upplýsingar sem þykja nauðsynlegar við athugun einstakra mála. Í ljósi neitunar Brim hf. við að afhenda gögn og upplýsingar sem Samkeppniseftirlitið hefur ítrekað beðið um til þess að framkvæma framangreinda athugun þá hefur Samkeppniseftirlitið tekið ákvörðun um að leggja dagsektir á Brim hf. þar til upplýsingarnar sem þeim ber að afhenda liggja fyrir með fullnægjandi hætti. Þetta hefur lagst illa í ákveðna aðila, meðal annars ritstjórn Morgunblaðsins sem tók svo skemmtilega til orða í leiðara sínum síðasta laugardag að hér væri um misnotkun á opinberu valdi að ræða. Það vekur athygli að meðal þeirra röksemda fyrir tregðunni við afhendingu gagna til Samkeppniseftirlitsins sé vísað í samning Samkeppniseftirlitsins við matvælaráðuneytið og tekið fram að matvælaráðherra geti ekki hlutast til um samkeppnismál, sem og að hér sé ekki um lögmæta athugun að ræða, sem er augljós útúrsnúningur enda er Samkeppniseftirlitið með skýra lagaheimild til þess að athuga stjórnunar- og eignatengsl á milli fyrirtækja á samkeppnismarkaði og er meira að segja gengið svo langt í samkeppnislögum að það fellur undir hugtakið “hlutverk” Samkeppniseftirlitsins. Þessi athugun er því hluti af lögbundnu hlutverki Samkeppniseftirlitsins og gerð í því skyni að koma í veg fyrir óæskileg tengsl eða valdasamþjöppun sem er til þess fallin að takmarka samkeppni - sem er skiljanleg heimild enda búum við í litlu landi þar sem slíkt gæti alveg eins gerst óvart. Hér er um að ræða fyrirtæki sem starfar á samkeppnismarkaði og er með sterka stöðu á þeim markaði en neitar þó að sæta eftirliti og athugun. Raunin er sú að samkeppnislög og reglur sem gilda til þess að starfrækja hinn heilbrigða samkeppnismarkað gildir einnig um sjávarútveginn, þó svo að sú starfsemi hafi lengi beitt óskrifaðri reglu fyrir sig sem ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar hafa leyft að mótast um að sjávarútvegurinn sé undanþeginn lögum og reglum sem séu ekki þeim í hag hverju sinni. Ef við viljum þróa og styrkja markaðinn okkar í takt við önnur lönd í kringum okkur ættum við - þá almenningur, stjórnvöld og markaðsaðilar, ekki að vera að róa í sömu átt, þ.e. stunda starfshætti á hátt sem takmarkar ekki samkeppni og eykur gagnsæi á markaðnum? Furðu vekur að við tölum fyrir frjálsri og sterki samkeppni á einstökum mörkuðum hérlendis en neitum samt sem áður að lúta þeim lögum og reglum sem gera okkur kleift til þess að starfrækja slíkan markað. Hvers vegna? Er það okkar skilningur að samkeppni sé bara góð þegar hún þjónar hagsmunum einstakra hagsmunaaðila í ríkum mæli? Að lokum þá ber að minna á að umrædd athugun á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi er fagnaðarefni enda er löngu orðið ljóst að nauðsynlegt sé að auka gagnsæi og eftirlit á téðum markaði. Umrædd athugun á sér skýra lagastoð í samkeppnislögum sbr. d-lið 1. mgr. 8. gr. samkeppnislaga, sem og krafa Samkeppniseftirlitsins um afhendingu gagna frá Brim sem þykja nauðsynlegar til þess að framangreind athugun geti farið fram en hún er byggð á 19. gr. samkeppnislaga sem veitir Samkeppniseftirlitinu ríka heimild til að afla upplýsinga frá einstökum fyrirtækjum. Brim telur að hér sé ekki um lögmæta athugun að ræða en þau andmæli eiga ekki við rök að styðjast enda er ástæða fyrir því að löggjafinn hafi veitt Samkeppniseftirlitinu ríka heimild til athugunar og upplýsingaöflunar þegar lögin voru sett á fót. Til þess að geta starfrækt heilbrigðan markað þarf að vera skilvirkt eftirlit til staðar. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lenya Rún Taha Karim Sjávarútvegur Píratar Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Óánægja Brim hf. og annarra aðila sem hafa sérhagsmuna að gæta við ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að setja dagsektir á Brim hefur verið í deiglunni síðustu daga. Til að rekja þetta stuttlega þá er Samkeppniseftirlitið að athuga stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi og meta hvort hér sé að finna vísbendingar um starfshætti sem geta takmarkað samkeppni á þessum markaði. Þar má m.a. nefna óæskileg tengsl eða valdasamþjöppun en við búum í litlu landi þar sem mikilvægt er að fylgjast með slíkri þróun á markaði. Lögin eru skýr í þessum efnum og veita Samkeppniseftirlitinu nokkuð skýra og ótvíræða heimild til þess að framkvæma framangreinda athugun (þó fyrr hefði verið) en í samkeppnislögum er einnig að finna ríka heimild Samkeppniseftirlitsins til að krefja einstök fyrirtæki um allar þær upplýsingar sem þykja nauðsynlegar við athugun einstakra mála. Í ljósi neitunar Brim hf. við að afhenda gögn og upplýsingar sem Samkeppniseftirlitið hefur ítrekað beðið um til þess að framkvæma framangreinda athugun þá hefur Samkeppniseftirlitið tekið ákvörðun um að leggja dagsektir á Brim hf. þar til upplýsingarnar sem þeim ber að afhenda liggja fyrir með fullnægjandi hætti. Þetta hefur lagst illa í ákveðna aðila, meðal annars ritstjórn Morgunblaðsins sem tók svo skemmtilega til orða í leiðara sínum síðasta laugardag að hér væri um misnotkun á opinberu valdi að ræða. Það vekur athygli að meðal þeirra röksemda fyrir tregðunni við afhendingu gagna til Samkeppniseftirlitsins sé vísað í samning Samkeppniseftirlitsins við matvælaráðuneytið og tekið fram að matvælaráðherra geti ekki hlutast til um samkeppnismál, sem og að hér sé ekki um lögmæta athugun að ræða, sem er augljós útúrsnúningur enda er Samkeppniseftirlitið með skýra lagaheimild til þess að athuga stjórnunar- og eignatengsl á milli fyrirtækja á samkeppnismarkaði og er meira að segja gengið svo langt í samkeppnislögum að það fellur undir hugtakið “hlutverk” Samkeppniseftirlitsins. Þessi athugun er því hluti af lögbundnu hlutverki Samkeppniseftirlitsins og gerð í því skyni að koma í veg fyrir óæskileg tengsl eða valdasamþjöppun sem er til þess fallin að takmarka samkeppni - sem er skiljanleg heimild enda búum við í litlu landi þar sem slíkt gæti alveg eins gerst óvart. Hér er um að ræða fyrirtæki sem starfar á samkeppnismarkaði og er með sterka stöðu á þeim markaði en neitar þó að sæta eftirliti og athugun. Raunin er sú að samkeppnislög og reglur sem gilda til þess að starfrækja hinn heilbrigða samkeppnismarkað gildir einnig um sjávarútveginn, þó svo að sú starfsemi hafi lengi beitt óskrifaðri reglu fyrir sig sem ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar hafa leyft að mótast um að sjávarútvegurinn sé undanþeginn lögum og reglum sem séu ekki þeim í hag hverju sinni. Ef við viljum þróa og styrkja markaðinn okkar í takt við önnur lönd í kringum okkur ættum við - þá almenningur, stjórnvöld og markaðsaðilar, ekki að vera að róa í sömu átt, þ.e. stunda starfshætti á hátt sem takmarkar ekki samkeppni og eykur gagnsæi á markaðnum? Furðu vekur að við tölum fyrir frjálsri og sterki samkeppni á einstökum mörkuðum hérlendis en neitum samt sem áður að lúta þeim lögum og reglum sem gera okkur kleift til þess að starfrækja slíkan markað. Hvers vegna? Er það okkar skilningur að samkeppni sé bara góð þegar hún þjónar hagsmunum einstakra hagsmunaaðila í ríkum mæli? Að lokum þá ber að minna á að umrædd athugun á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi er fagnaðarefni enda er löngu orðið ljóst að nauðsynlegt sé að auka gagnsæi og eftirlit á téðum markaði. Umrædd athugun á sér skýra lagastoð í samkeppnislögum sbr. d-lið 1. mgr. 8. gr. samkeppnislaga, sem og krafa Samkeppniseftirlitsins um afhendingu gagna frá Brim sem þykja nauðsynlegar til þess að framangreind athugun geti farið fram en hún er byggð á 19. gr. samkeppnislaga sem veitir Samkeppniseftirlitinu ríka heimild til að afla upplýsinga frá einstökum fyrirtækjum. Brim telur að hér sé ekki um lögmæta athugun að ræða en þau andmæli eiga ekki við rök að styðjast enda er ástæða fyrir því að löggjafinn hafi veitt Samkeppniseftirlitinu ríka heimild til athugunar og upplýsingaöflunar þegar lögin voru sett á fót. Til þess að geta starfrækt heilbrigðan markað þarf að vera skilvirkt eftirlit til staðar. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun