Sabitzer kominn í hóp þeirra sem hafa verið á mála hjá Dortmund og Bayern Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júlí 2023 23:00 Marcel Sabitzer í leik með Manchester United. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Austurríkismaðurinn Marcel Sabitzer er genginn í raðir Borussia Dortmund frá Þýskalandsmeisturum Bayern München. Hann er langt því frá fyrsti leikmaðurinn sem fer á milli liðanna á undanförnum árum. Hinn 29 ára gamli Sabitzer var á láni hjá Manchester United í Englandi á síðustu leiktíð. Enska félagið ákvað að festa ekki kaup á honum en ljóst var að hann ætti ekki mikla framtíð fyrir sér hjá Bayern. Marcel Sabitzer joins Borussia Dortmund on a contract until June 30, 2027 pic.twitter.com/nlc1lLcLZ5— Borussia Dortmund (@BlackYellow) July 24, 2023 Nú hefur verið staðfest að hann sé á leið til silfursliðs þýsku úrvalsdeildarinnar fyrir 19 milljónir evra (2,8 milljarða íslenskra króna). Skrifar hann undir samning til ársins 2027. „Get ekki beðið eftir að ganga í raðir félagsins og klæðast treyju Dormtund. Samræðurnar við Dortmund voru frábærar og sýndu fram á hversu metnaðarfullt félagið er. Ég vill leggja mitt að mörkum og hjálpa félaginu að ná markmiðum sínum,“ sagði Sabitzer um skiptin. Fyrr í sumar var staðfest að portúgalski bakvörðurinn Raphaël Guerreiro hefði samið við Bayern en hann lék með Dortmund frá 2016 til 2023. Síðasta sumar festi Dortmund kaup á þýska miðverðinum Niklas Süle en sá lék með Bayern frá 2017 til 2022. Marcel Sabitzer officially moves to Borussia Dortmund from Bayern Munich and joins a list of names who have switched between Der Klassiker rivals in the last decade: Sabitzer Raphaël Guerreiro Robert Lewandowski Mario Götze Mats Hummels Niklas Süle pic.twitter.com/k6RTdaBboG— B/R Football (@brfootball) July 24, 2023 Sabitzer er margreyndur landsliðsmaður sem á að baki 71 A-landsleik fyrir Austurríki. Hann gekk í raðir Bayern sumarið 2021 frá RB Leipzig. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira
Hinn 29 ára gamli Sabitzer var á láni hjá Manchester United í Englandi á síðustu leiktíð. Enska félagið ákvað að festa ekki kaup á honum en ljóst var að hann ætti ekki mikla framtíð fyrir sér hjá Bayern. Marcel Sabitzer joins Borussia Dortmund on a contract until June 30, 2027 pic.twitter.com/nlc1lLcLZ5— Borussia Dortmund (@BlackYellow) July 24, 2023 Nú hefur verið staðfest að hann sé á leið til silfursliðs þýsku úrvalsdeildarinnar fyrir 19 milljónir evra (2,8 milljarða íslenskra króna). Skrifar hann undir samning til ársins 2027. „Get ekki beðið eftir að ganga í raðir félagsins og klæðast treyju Dormtund. Samræðurnar við Dortmund voru frábærar og sýndu fram á hversu metnaðarfullt félagið er. Ég vill leggja mitt að mörkum og hjálpa félaginu að ná markmiðum sínum,“ sagði Sabitzer um skiptin. Fyrr í sumar var staðfest að portúgalski bakvörðurinn Raphaël Guerreiro hefði samið við Bayern en hann lék með Dortmund frá 2016 til 2023. Síðasta sumar festi Dortmund kaup á þýska miðverðinum Niklas Süle en sá lék með Bayern frá 2017 til 2022. Marcel Sabitzer officially moves to Borussia Dortmund from Bayern Munich and joins a list of names who have switched between Der Klassiker rivals in the last decade: Sabitzer Raphaël Guerreiro Robert Lewandowski Mario Götze Mats Hummels Niklas Süle pic.twitter.com/k6RTdaBboG— B/R Football (@brfootball) July 24, 2023 Sabitzer er margreyndur landsliðsmaður sem á að baki 71 A-landsleik fyrir Austurríki. Hann gekk í raðir Bayern sumarið 2021 frá RB Leipzig.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira