Ísak Bergmann um leikinn gegn Blikum: Ætlum að nýta þeirra veikleika Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júlí 2023 23:31 Ísak Bergmann er spenntur fyrir því að mæta Breiðabliki. Stöð 2 „Það er mjög gaman en mjög skrýtið. Þegar maður kemur heim er maður að undirbúa sig fyrir landsleiki eða í frí. Það er svolítið öðruvísi að vera í hinu liðinu núna, verð ég að segja,“ sagði Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður FC Kaupmannahafnar, í aðdraganda leiks sinna manna á Kópavogsvelli annað kvöld. FC Kaupmannahöfn mætir Íslandsmeisturum Breiðabliks í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu klukkan 19.15 annað kvöld. Uppselt er á leikinn sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Ísak Bergmann er spenntur fyrir leiknum og telur að FCK þekki Blika ágætlega. „Þetta er bara skemmtilegt. Ég hef reyndar mætt Blikum núna þrisvar síðan ég fór út, mest í æfingaleikjum en núna í Meistaradeildinni. Maður náttúrulega þekkir marga þarna, sérstaklega frænda minn Oliver (Stefánsson) og pabba hans Orra (Steins Óskarssonar) og svona.“ „Ég held ég hafi aldrei spilað á Kópavogsvelli. Það er nýtt fyrir mér og verður gaman. Ég sá það varð uppselt á fjórum til fimm mínútum svo það er greinilega stemning fyrir þessu,“ bætti Ísak Bergmann við. Bera virðingu fyrir Blikum „Við byrjuðum deildina um helgina gegn Lyngby, er nokkuð nýbyrjað hjá okkur en við erum klárir í þetta og berum mikla virðingu fyrir Blikum. Þeir eru á miðju tímabili, búnir að vera á góðu skriði upp á síðkastið og með gríðarlega gott lið á íslenskan mælikvarða. Við erum einbeittir á að reyna stöðva þá og vinna leikinn á morgun.“ „Það eru tvö lið, Nordsjælland og Silkeborg sem spila á gervigrasi í Danmörku svo við erum ekki vanir því. Ég held að planið hafi verið að æfa í Danmörku, koma svo til Íslands og hafa þetta þægilegt. Erum ekki vanir því að spila á gervigrasi en það eru 3-4 leikir á ári í Superliga á gervigrasi. Það er það eina sem við höfum upplifað,“ sagði Ísak Bergmann aðspurður út í ástæðuna bakvið þeirri ákvörðun FCK að æfa heima fyrir og fljúga seint hingað til lands. „Geðveikt að vera á góðum velli og gervigrasið er alltaf gott. Góðir leikmenn geta spilað á góðum völlum svo ég held það skipti voða litlu máli. Þeir eru vanari því en við sjáum til á morgun, held það sé ekkert mál,“ bætti Ísak Bergmann við. Klárlega veikleikar í varnarleik Breiðabliks „Fyrst og fremst sóknarleikurinn þeirra, gríðarlega góðir þar. Með boltann eru þeir flott lið en það eru klárlega veikleikar í varnarleiknum sem við höfum skoðað og ætlum að reyna nýta okkur. Erum með gæði til að refsa þeim og það er svona það helsta sem við höfum skoðað, ætlum að nýta þeirra veikleika.“ Viðtalið heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Viðtal: Ísak Bergmann Vill vinna þrja í röð og komast í riðlakeppni Meistaradeildar á nýjan leik „Ég er einbeittur á að komast inn í liðið og reyna að berjast fyrir mínu sæti. Erum búnir að vinna tvo titla í röð síðan ég kom til félagsins, held það hafi ekki gerst oft að lið vinni þrja í röð. Það er svolítið markmið sem maður vill reyna að ná.“ „Líka að komast aftur í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, maður fær blóð á tennurnar eftir að hafa upplifað það síðast. Glugginn er opinn og maður veit aldrei hvað gerist en núna er ég einbeittur á að hjálpa FCK. Hvort sem það er af bekknum eða sem byrjunarliðsmaður.“ „Maður vonast alltaf til að spila en það eru gríðarlega góðir leikmenn í FCK, geri mér grein fyrir því. Verð klár hvort sem ég byrja leikinn eða verð á bekknum,“ sagði Ísak Bergmann að endingu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Oliver fyrir einvígið gegn FCK: Þeir hafa í rauninni öllu að tapa „Gífurlega spenntir, þetta er eitthvað sem manni langar að gera og við getum eiginlega ekki beðið að sýna okkar gæði gegn gæðum þessara leikmanna,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, um viðureign morgundagsins gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 24. júlí 2023 16:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
FC Kaupmannahöfn mætir Íslandsmeisturum Breiðabliks í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu klukkan 19.15 annað kvöld. Uppselt er á leikinn sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Ísak Bergmann er spenntur fyrir leiknum og telur að FCK þekki Blika ágætlega. „Þetta er bara skemmtilegt. Ég hef reyndar mætt Blikum núna þrisvar síðan ég fór út, mest í æfingaleikjum en núna í Meistaradeildinni. Maður náttúrulega þekkir marga þarna, sérstaklega frænda minn Oliver (Stefánsson) og pabba hans Orra (Steins Óskarssonar) og svona.“ „Ég held ég hafi aldrei spilað á Kópavogsvelli. Það er nýtt fyrir mér og verður gaman. Ég sá það varð uppselt á fjórum til fimm mínútum svo það er greinilega stemning fyrir þessu,“ bætti Ísak Bergmann við. Bera virðingu fyrir Blikum „Við byrjuðum deildina um helgina gegn Lyngby, er nokkuð nýbyrjað hjá okkur en við erum klárir í þetta og berum mikla virðingu fyrir Blikum. Þeir eru á miðju tímabili, búnir að vera á góðu skriði upp á síðkastið og með gríðarlega gott lið á íslenskan mælikvarða. Við erum einbeittir á að reyna stöðva þá og vinna leikinn á morgun.“ „Það eru tvö lið, Nordsjælland og Silkeborg sem spila á gervigrasi í Danmörku svo við erum ekki vanir því. Ég held að planið hafi verið að æfa í Danmörku, koma svo til Íslands og hafa þetta þægilegt. Erum ekki vanir því að spila á gervigrasi en það eru 3-4 leikir á ári í Superliga á gervigrasi. Það er það eina sem við höfum upplifað,“ sagði Ísak Bergmann aðspurður út í ástæðuna bakvið þeirri ákvörðun FCK að æfa heima fyrir og fljúga seint hingað til lands. „Geðveikt að vera á góðum velli og gervigrasið er alltaf gott. Góðir leikmenn geta spilað á góðum völlum svo ég held það skipti voða litlu máli. Þeir eru vanari því en við sjáum til á morgun, held það sé ekkert mál,“ bætti Ísak Bergmann við. Klárlega veikleikar í varnarleik Breiðabliks „Fyrst og fremst sóknarleikurinn þeirra, gríðarlega góðir þar. Með boltann eru þeir flott lið en það eru klárlega veikleikar í varnarleiknum sem við höfum skoðað og ætlum að reyna nýta okkur. Erum með gæði til að refsa þeim og það er svona það helsta sem við höfum skoðað, ætlum að nýta þeirra veikleika.“ Viðtalið heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Viðtal: Ísak Bergmann Vill vinna þrja í röð og komast í riðlakeppni Meistaradeildar á nýjan leik „Ég er einbeittur á að komast inn í liðið og reyna að berjast fyrir mínu sæti. Erum búnir að vinna tvo titla í röð síðan ég kom til félagsins, held það hafi ekki gerst oft að lið vinni þrja í röð. Það er svolítið markmið sem maður vill reyna að ná.“ „Líka að komast aftur í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, maður fær blóð á tennurnar eftir að hafa upplifað það síðast. Glugginn er opinn og maður veit aldrei hvað gerist en núna er ég einbeittur á að hjálpa FCK. Hvort sem það er af bekknum eða sem byrjunarliðsmaður.“ „Maður vonast alltaf til að spila en það eru gríðarlega góðir leikmenn í FCK, geri mér grein fyrir því. Verð klár hvort sem ég byrja leikinn eða verð á bekknum,“ sagði Ísak Bergmann að endingu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Oliver fyrir einvígið gegn FCK: Þeir hafa í rauninni öllu að tapa „Gífurlega spenntir, þetta er eitthvað sem manni langar að gera og við getum eiginlega ekki beðið að sýna okkar gæði gegn gæðum þessara leikmanna,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, um viðureign morgundagsins gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 24. júlí 2023 16:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Oliver fyrir einvígið gegn FCK: Þeir hafa í rauninni öllu að tapa „Gífurlega spenntir, þetta er eitthvað sem manni langar að gera og við getum eiginlega ekki beðið að sýna okkar gæði gegn gæðum þessara leikmanna,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, um viðureign morgundagsins gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 24. júlí 2023 16:00
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn