Erfitt að glíma við elda þegar óþekkt eiturefni gætu verið í spilinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. júlí 2023 12:16 Talsverðar skemmdir urðu á efnamóttöku Terra í Hafnarfirði. Vísir/Ingi Talsverðar skemmdir urðu á móttökustöð Terra á Völlunum í Hafnarfirði vegna elds sem kviknaði þar í nótt. Varðstjóri segir varasamt að glíma við eld þar sem finna má óþekkt eiturefni. Heppni sé að engin hættuleg efni hafi verið að finna í húsinu. Tilkynning um brunann barst slökkviliði rétt fyrir klukkan fjögur í nótt og var allt tiltækt lið þess kallað út. Aðgerðir standa enn yfir, þó tekist hafi að ráða niðurlögum eldsins snemma í morgun. „Við fórum að draga úr þessu um sjö leitið í morgun. Sendum þá tvær stöðvar heim og fljótlega um átta fer þriðja stöðin og svo skipt út mannskap á fjórðu stöðinni þannig að dagvaktin tók við. Það er svo sem búið að slökkva en verið að leita af sér allan grun að búið sé að slökkva allar glæður,“ segir Lárus Björnsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út.Vísir/Ingi Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. „Við enduðum á því að fá tæki frá Terra til að moka dótinu út og kláruðum að slökkva í því þar,“ segir Lárus. Eldurinn kom upp í efnamóttöku Terra. „En eldurinn var staðbundinn þar og fór ekkert í næstu hús.“ Mikil mildi sé að engin hættuleg efni hafi verið að finna í móttökustöðinni, enda geti verið erfitt að glíma við eld þar sem hættuleg efni er að finna. „Sérstaklega þegar við vitum ekki hvernig efni við erum að eiga við. Þess vegna förum við eins varlega í þetta og við mögulega getum: Sendum reykkafara stutt inn til að skoða og vinnum þetta þannig að það sé allt öruggt. Sum efni eru líka þannig að þau hvarfast við vatn - það er ekki gott að fá vatn á sum efni - þannig að við vinnum þetta eins örugglega og við mögulega getum,“ segir Lárus. Lögreglan hafi nú til rannsóknar hvernig eldurinn kviknaði. Slökkvilið Hafnarfjörður Tengdar fréttir Eldur kviknaði í móttökustöð Terra í nótt Eldur kviknaði í móttökustöð Terra á Völlunum í Hafnarfirði í nótt og var allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu kallað út. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins og að koma í veg fyrir að hann breiddist til samtengdra bygginga. 25. júlí 2023 06:48 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Tilkynning um brunann barst slökkviliði rétt fyrir klukkan fjögur í nótt og var allt tiltækt lið þess kallað út. Aðgerðir standa enn yfir, þó tekist hafi að ráða niðurlögum eldsins snemma í morgun. „Við fórum að draga úr þessu um sjö leitið í morgun. Sendum þá tvær stöðvar heim og fljótlega um átta fer þriðja stöðin og svo skipt út mannskap á fjórðu stöðinni þannig að dagvaktin tók við. Það er svo sem búið að slökkva en verið að leita af sér allan grun að búið sé að slökkva allar glæður,“ segir Lárus Björnsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út.Vísir/Ingi Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. „Við enduðum á því að fá tæki frá Terra til að moka dótinu út og kláruðum að slökkva í því þar,“ segir Lárus. Eldurinn kom upp í efnamóttöku Terra. „En eldurinn var staðbundinn þar og fór ekkert í næstu hús.“ Mikil mildi sé að engin hættuleg efni hafi verið að finna í móttökustöðinni, enda geti verið erfitt að glíma við eld þar sem hættuleg efni er að finna. „Sérstaklega þegar við vitum ekki hvernig efni við erum að eiga við. Þess vegna förum við eins varlega í þetta og við mögulega getum: Sendum reykkafara stutt inn til að skoða og vinnum þetta þannig að það sé allt öruggt. Sum efni eru líka þannig að þau hvarfast við vatn - það er ekki gott að fá vatn á sum efni - þannig að við vinnum þetta eins örugglega og við mögulega getum,“ segir Lárus. Lögreglan hafi nú til rannsóknar hvernig eldurinn kviknaði.
Slökkvilið Hafnarfjörður Tengdar fréttir Eldur kviknaði í móttökustöð Terra í nótt Eldur kviknaði í móttökustöð Terra á Völlunum í Hafnarfirði í nótt og var allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu kallað út. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins og að koma í veg fyrir að hann breiddist til samtengdra bygginga. 25. júlí 2023 06:48 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Eldur kviknaði í móttökustöð Terra í nótt Eldur kviknaði í móttökustöð Terra á Völlunum í Hafnarfirði í nótt og var allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu kallað út. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins og að koma í veg fyrir að hann breiddist til samtengdra bygginga. 25. júlí 2023 06:48