Færir úkraínskum börnum lýsi í samstarfi við heimsmeistara í boxi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. júlí 2023 07:45 Artem drekkur ekki áfengi en starfar sem barþjónn. Hann vill hjálpa innflytjendum að aðlagast og verða virkir þjóðfélagsþegnar. Kristinn Guðmundsson Hinn úkraínski Artem Melnychuk hefur fengið umboð til að selja lýsi í Úkraínu. Í samstarfi við heimsmeistarann í hnefaleikum gefur hann börnum á spítölum krakkalýsi. Artem hefur búið á Íslandi í fjögur ár. „Ég er svolítið klikkaður en á góðan máta. Ég vill gera eitthvað við líf mitt, er sífellt að reyna að bæta mig og finna út hvað ég vill gera. Ég trúi á sjálfan mig og gefst aldrei upp, sama hvað gengur á. Þegar ég finn að hlutirnir eru að gerast finn ég kraft og líður mjög vel,“ segir Artem sem starfar sem barþjónn á Reykjavík Saga Hotel á Lækjargötu. Artem er þrítugur að aldri, fæddur í höfuðborginni Kænugarði. Hann er menntaður barþjónn, sem drekkur þó ekki áfengi, og hefur starfað í Grikklandi, Eistlandi, Belgíu og Dúbaí. Hann flutti hingað til lands árið 2019. „Mig langaði að flytja til einhvers Norðurlandanna og Ísland er meðal fallegustu landa heims, ásamt Nepal og Tíbet. Ég elska náttúruna. Mér líður eins og ég sé hluti af henni,“ segir Artem. Hann segist elska kuldann og stundar sjósund. Borða lýsi eins og síróp Fyrir um hálfu ári fékk Artem umboð til að selja lýsi til Úkraínu. Þá sér hann einnig um að gefa úkraínskum börnum á spítölum krakkalýsi. Fyrirtækið Lýsi og Artem vinna þetta saman með góðgerðasamtökum sem Olekander Usyk, heimsmeistari í hnefaleikum, stofnaði. Sjálfur segist Artem hafa stundað hnefaleika en aldrei sem atvinnumaður. Oleksander Usyk heimsmeistari í þungavigt er einn af fjölmörgum frammúrskarandi hnefaleikamönnum frá Úkraínu.EPA „Úkraínumenn elska lýsi,“ segir Artem. „Börnin sem vildu ekki bragðið af fiskiolíunni eru óð í lýsi með sítrónu og límónu og borða eins og þetta sé síróp. „Mamma og pabbi má ég fá lýsi“ segja þau.“ Vill byggja innflytjendur upp Eftir að stríðið í Úkraínu hófst og flóttamenn byrjuðu að streyma hingað tók Artem þátt í hjólreiðamiðlun fyrir þá. Það er að útvega flóttamönnum reiðhjól til að komast leiðar sinnar. Nú eru Artem og nokkrir Íslendingar að setja á fót góðgerðasamtök til þess að veita flóttafólki og innflytjendum ráðgjöf, Multicultural Support Center heita samtökin. Að sögn Artem elska úkraínsk börnlýsi með sítrónu og límónu. „Takmark mitt er að hjálpa fólki að aðlagast Íslandi. Að það greiði skatta og verði gagnlegt í íslensku samfélagi. Íslenskt samfélag er ekki stórt en ég vill hjálpa því að stækka,“ segir Artem. Hann segir mikilvægt að innflytjendur skili sínu og séu ekki aðeins þiggjendur. Aðlögun og uppbygging skipti miklu máli til að gera þá að sem virkustu þjóðfélagsþegnum. Vinir og skólasystkini á vígvellinum Þegar Artem flutti til landsins vann hann á Fosshotel Glacier Lagoon á Öræfum. Núna þjónar hann á Reykjavík Saga Hotel á Lækjargötu. Artem kom hingað án fjölskyldu en á fjölskyldu heima í Kænugarði. Foreldra, bróður og frændfólk. Hann segist eiga vini og skólasystkini sem séu núna á vígvellinum að berjast við innrásarher Rússa. „Ég þekki fólk sem hefur misst fótlegg, ég þekki fólk sem hefur misst handlegg og ég þekki fólk sem hefur misst lífið í stríðinu. Þetta er mjög sárt og sýnir manni hvað lífið er hverfult,“ segir Artem. Artem á fjölskyldu og vini í heimalandinu. Sumir hafa misst útlimi í stríðinu og sumir hafa dáið.Kristinn Guðmundsson Aðspurður um framtíðina segist hann vilja vera áfram á Íslandi, að minnsta kosti næstu árin. „Mér líður eins og ég sé heima hjá mér. Sumir segja að manni geti aðeins liðið þannig ef maður fæðist í landinu en mér líður samt eins og ég sé heima hjá mér á Íslandi. Mér líkar vel við Íslendinga, þið eruð mjög góðhjörtuð, opin og eruð góðir vinir. Friðsamir stríðsmenn, ungir sem aldnir, ríkir og fátækir,“ segir Artem og nefnir stuðninginn sem Ísland hefur sýnt Úkraínu frá innrásinni. „Þið hafið sýnt heiminum að ykkur þykir vænt um fólkið í Úkraínu.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Matvælaframleiðsla Innflytjendamál Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
„Ég er svolítið klikkaður en á góðan máta. Ég vill gera eitthvað við líf mitt, er sífellt að reyna að bæta mig og finna út hvað ég vill gera. Ég trúi á sjálfan mig og gefst aldrei upp, sama hvað gengur á. Þegar ég finn að hlutirnir eru að gerast finn ég kraft og líður mjög vel,“ segir Artem sem starfar sem barþjónn á Reykjavík Saga Hotel á Lækjargötu. Artem er þrítugur að aldri, fæddur í höfuðborginni Kænugarði. Hann er menntaður barþjónn, sem drekkur þó ekki áfengi, og hefur starfað í Grikklandi, Eistlandi, Belgíu og Dúbaí. Hann flutti hingað til lands árið 2019. „Mig langaði að flytja til einhvers Norðurlandanna og Ísland er meðal fallegustu landa heims, ásamt Nepal og Tíbet. Ég elska náttúruna. Mér líður eins og ég sé hluti af henni,“ segir Artem. Hann segist elska kuldann og stundar sjósund. Borða lýsi eins og síróp Fyrir um hálfu ári fékk Artem umboð til að selja lýsi til Úkraínu. Þá sér hann einnig um að gefa úkraínskum börnum á spítölum krakkalýsi. Fyrirtækið Lýsi og Artem vinna þetta saman með góðgerðasamtökum sem Olekander Usyk, heimsmeistari í hnefaleikum, stofnaði. Sjálfur segist Artem hafa stundað hnefaleika en aldrei sem atvinnumaður. Oleksander Usyk heimsmeistari í þungavigt er einn af fjölmörgum frammúrskarandi hnefaleikamönnum frá Úkraínu.EPA „Úkraínumenn elska lýsi,“ segir Artem. „Börnin sem vildu ekki bragðið af fiskiolíunni eru óð í lýsi með sítrónu og límónu og borða eins og þetta sé síróp. „Mamma og pabbi má ég fá lýsi“ segja þau.“ Vill byggja innflytjendur upp Eftir að stríðið í Úkraínu hófst og flóttamenn byrjuðu að streyma hingað tók Artem þátt í hjólreiðamiðlun fyrir þá. Það er að útvega flóttamönnum reiðhjól til að komast leiðar sinnar. Nú eru Artem og nokkrir Íslendingar að setja á fót góðgerðasamtök til þess að veita flóttafólki og innflytjendum ráðgjöf, Multicultural Support Center heita samtökin. Að sögn Artem elska úkraínsk börnlýsi með sítrónu og límónu. „Takmark mitt er að hjálpa fólki að aðlagast Íslandi. Að það greiði skatta og verði gagnlegt í íslensku samfélagi. Íslenskt samfélag er ekki stórt en ég vill hjálpa því að stækka,“ segir Artem. Hann segir mikilvægt að innflytjendur skili sínu og séu ekki aðeins þiggjendur. Aðlögun og uppbygging skipti miklu máli til að gera þá að sem virkustu þjóðfélagsþegnum. Vinir og skólasystkini á vígvellinum Þegar Artem flutti til landsins vann hann á Fosshotel Glacier Lagoon á Öræfum. Núna þjónar hann á Reykjavík Saga Hotel á Lækjargötu. Artem kom hingað án fjölskyldu en á fjölskyldu heima í Kænugarði. Foreldra, bróður og frændfólk. Hann segist eiga vini og skólasystkini sem séu núna á vígvellinum að berjast við innrásarher Rússa. „Ég þekki fólk sem hefur misst fótlegg, ég þekki fólk sem hefur misst handlegg og ég þekki fólk sem hefur misst lífið í stríðinu. Þetta er mjög sárt og sýnir manni hvað lífið er hverfult,“ segir Artem. Artem á fjölskyldu og vini í heimalandinu. Sumir hafa misst útlimi í stríðinu og sumir hafa dáið.Kristinn Guðmundsson Aðspurður um framtíðina segist hann vilja vera áfram á Íslandi, að minnsta kosti næstu árin. „Mér líður eins og ég sé heima hjá mér. Sumir segja að manni geti aðeins liðið þannig ef maður fæðist í landinu en mér líður samt eins og ég sé heima hjá mér á Íslandi. Mér líkar vel við Íslendinga, þið eruð mjög góðhjörtuð, opin og eruð góðir vinir. Friðsamir stríðsmenn, ungir sem aldnir, ríkir og fátækir,“ segir Artem og nefnir stuðninginn sem Ísland hefur sýnt Úkraínu frá innrásinni. „Þið hafið sýnt heiminum að ykkur þykir vænt um fólkið í Úkraínu.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Matvælaframleiðsla Innflytjendamál Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira