Fundinn sekur um kynferðisbrot og morð á systur sinni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. júlí 2023 18:42 Dómur í málinu verður kveðinn upp í september. Lögreglan á Skotlandi Connor Gibson, tuttugu ára gamall skoskur karlmaður, hefur verið fundinn sekur um kynferðisbrot og morð á sextán ára systur sinni. Brotin voru framin í Hamilton í Skotlandi í nóvember árið 2021. Gibson var í dag fundinn sekur um verknaðinn eftir þrettán daga langa málsmeðferð Í hæstarétti Glasgow. Þrátt fyrir talsverð sönnunargögn hafi hann neitað sök í málinu. Refsing hans verður ákveðin þann 4. september næstkomandi. Lýst var eftir Amber Gibson, yngri systur Connors, föstudaginn 26. nóvember 2021. Tveimur dögum síðar fannst lík hennar í almenningsgarði í Hamilton í Skotlandi. Þremur dögum síðar var Gibson handtekinn. Þá kom fram að kvöldið 26. nóvember hafði Connor veist að systur sinni í almenningsgarði í útjaðri Glasgow, rifið hana úr fötunum og reynt að nauðga henni. Þá hafi hann slegið hana í höfuðið og í kjölfarið kyrkt hana til dauða. Náðust á öryggismyndavél Daginn fyrir handtökuna birti Gibson færslu á Facebook þar sem hann minntist systur sinnar. „Amber, þú munt fljúga hátt það sem eftir er. Við söknum þín öll. Sérstaklega ég. Ég elska þig rauðhærði dvergur. BÍB (Bless í bili) X,“ sagði í færslunni. Við krufningu á líki Amber kom í ljós að dánarorsök hennar hefði verið kyrking. Rannsókn á sönnunargögnum sýndi blóð á jakka Connors og DNA hans á stuttbuxum hennar, sem höfðu verið rifnar af henni með afli. Að auki mátti sjá myndefni frá öryggismyndavélum af systkinunum á göngu skömmu fyrir atburðinn og síðar af honum einum á leið heim, sjáanlega örmagna. Mynbdir úr öryggismyndavélum teknar fyrir og eftir verknaðinn. Ríkissaksóknari Bretlands „Ekki góð blanda“ Systkinin bjuggu saman hjá fósturforeldrunum Craig og Carol Niven frá þriggja og fimm ára aldri. Síðar hafi þau fengið langtímaleyfi til þess að sjá fyrir systkinunum. Þegar atburðirnir áttu sér stað hafði Connor búið í gistiskýli fyrir heimilislausa en Amber á öðru fósturheimili. Kvöldið sem atvikið átti sér stað hafi þau ætlað að hittast til þess að tala saman. Fósturforeldrarnir segja Connor ekki hafa sýnt tilfinningar þegar hann hringdi í þau daginn sem lík Amber fannst. Þá segja þau systkinin sjaldan hafa verið skilin ein eftir þegar þau bjuggu hjá fósturforeldrunum vegna þess að það væri „ekki góð blanda“. „Við erum fegin að viðkomandi aðilar í þessu máli séu nú bak við lás og slá. Hins vegar mun enginn tími réttlæta missi á svo ung og saklausu lífi“ sögðu hjónin í yfirlýsingu. Skotland Bretland Erlend sakamál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Gibson var í dag fundinn sekur um verknaðinn eftir þrettán daga langa málsmeðferð Í hæstarétti Glasgow. Þrátt fyrir talsverð sönnunargögn hafi hann neitað sök í málinu. Refsing hans verður ákveðin þann 4. september næstkomandi. Lýst var eftir Amber Gibson, yngri systur Connors, föstudaginn 26. nóvember 2021. Tveimur dögum síðar fannst lík hennar í almenningsgarði í Hamilton í Skotlandi. Þremur dögum síðar var Gibson handtekinn. Þá kom fram að kvöldið 26. nóvember hafði Connor veist að systur sinni í almenningsgarði í útjaðri Glasgow, rifið hana úr fötunum og reynt að nauðga henni. Þá hafi hann slegið hana í höfuðið og í kjölfarið kyrkt hana til dauða. Náðust á öryggismyndavél Daginn fyrir handtökuna birti Gibson færslu á Facebook þar sem hann minntist systur sinnar. „Amber, þú munt fljúga hátt það sem eftir er. Við söknum þín öll. Sérstaklega ég. Ég elska þig rauðhærði dvergur. BÍB (Bless í bili) X,“ sagði í færslunni. Við krufningu á líki Amber kom í ljós að dánarorsök hennar hefði verið kyrking. Rannsókn á sönnunargögnum sýndi blóð á jakka Connors og DNA hans á stuttbuxum hennar, sem höfðu verið rifnar af henni með afli. Að auki mátti sjá myndefni frá öryggismyndavélum af systkinunum á göngu skömmu fyrir atburðinn og síðar af honum einum á leið heim, sjáanlega örmagna. Mynbdir úr öryggismyndavélum teknar fyrir og eftir verknaðinn. Ríkissaksóknari Bretlands „Ekki góð blanda“ Systkinin bjuggu saman hjá fósturforeldrunum Craig og Carol Niven frá þriggja og fimm ára aldri. Síðar hafi þau fengið langtímaleyfi til þess að sjá fyrir systkinunum. Þegar atburðirnir áttu sér stað hafði Connor búið í gistiskýli fyrir heimilislausa en Amber á öðru fósturheimili. Kvöldið sem atvikið átti sér stað hafi þau ætlað að hittast til þess að tala saman. Fósturforeldrarnir segja Connor ekki hafa sýnt tilfinningar þegar hann hringdi í þau daginn sem lík Amber fannst. Þá segja þau systkinin sjaldan hafa verið skilin ein eftir þegar þau bjuggu hjá fósturforeldrunum vegna þess að það væri „ekki góð blanda“. „Við erum fegin að viðkomandi aðilar í þessu máli séu nú bak við lás og slá. Hins vegar mun enginn tími réttlæta missi á svo ung og saklausu lífi“ sögðu hjónin í yfirlýsingu.
Skotland Bretland Erlend sakamál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira