Hitzlsperger, sem lék með Aston Villa, West Ham og Everton í ensku úrvalsdeildinni og 52 landsleiki fyrir Þýskaland, kom út úr skápnum 2014 ári eftir að hann lagði skóna á hilluna. Hann gagnrýndi Henderson á Twitter í morgun og sagðist efast um að stuðningur hans hefði í raun nokkurn tímann verið einlægur.
So Jordan Henderson finally gets his move to . Fair play to him, he can play wherever he wants to play. Curious to know though how the new brand JH will look like. The old one is dead! I did believe for a while that his support for the community would be genuine. Silly me
— Thomas Hitzlsperger (@ThomasHitz) July 27, 2023
Henderson hefur síðustu ár verið hávær stuðningsmaður hinsegin samfélagsins en í viðtali við The Athletic 2019 að honum þætti það óhugnaleg tilhugsun að ástvinir hans sem tilheyra hinsegin samfélaginu upplifðu sig mögulega ekki örugga sem áhorfendur á fótboltaleikjum. Það verður að teljast ólíklegt að þessir vinir hans heimsæki hann til Sádí Arabíu til að horfa á hann spila.
Í myndbandi sem Al-Ettifaq birtu á Twitter síðu félagsins í morgun til að bjóða Henderson velkominn er búið að afmá öll ummerki um regnbogafyrirliðabandið hjá Henderson með því að hafa örlítið brot af hverjum ramma alltaf svarthvítan. Það er varla tilviljun hvar svarthvíti hlutinn lendir í hverju skoti.
A leader A warrior
— Ettifaq Club (@Ettifaq_EN) July 27, 2023
We re simply thrilled to have him
Henderson is ETTIFAQI #HendersonEttifaqi pic.twitter.com/GIj8kggxtn