Glæpahópar þegar farnir að nota gervigreind Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2023 21:01 Jürgen Stock, forstjóri Interpol. Vísir/Steingrímur Dúi Forstjóri Interpol segir alþjóðleg glæpasamtök þegar farin að nota gervigreind í starfsemi sinni. Netglæpir séu sífellt stærra vandamál og enn brýnna en ella að löggæsluyfirvöld taki höndum saman. Forstjóri Interpol er á ferð um heiminn til að heimsækja aðildarstofnanir Interpol. Hefð er fyrir því að forstjórar heimsæki löggæsluyfirvöld aðildarríkja áður en þeir láta af störfum, sem hann mun gera á næsta ári. Þá vill svo til að Interpol á hundrað ára afmæli á árinu og því enn brýnna að efla tengslin. „Stofnað árið 1923 í Vín vegna þeirrar reynslu að glæpamenn færðu út kvíarnar á alþjóðavettvangi, reyndu að fara huldu höfði, reyndu að flýja og það krafðist þess að löggæslustofnanir ynnu betur saman. Nú, 100 árum síðar, er þetta viðfangsefni enn stærra,“ segir Jürgen Stock, forstjóri Interpol. Þar leiki netglæpir stórt hlutverk. „Næsta áskorun sem heimurinn mun standa frammi fyrir verður gervigreind og glæpamennirnir eru þegar komnir þangað. Metaverse og öll sú umræða sem á sér nú þegar stað. Ég tala af reynslu þegar ég segi að glæpamennirnir eru þegar byrjaðir að nýta sér þessa nýju tækni í glæpsamlegum tilgangi.“ Sama hversu miklar vegalengdir skilji lönd að takist löggæsluyfirvöld á við svipuð vandamál. „Það er auðvitað munur á stærðarhlutföllum en vandamálin í kringum netglæpi, til dæmis, skipulagða glæpastarfsemi á milli landa, smygl á fólki, mansal, umhverfisglæpi, þetta eru allt hnattræn fyrirbæri. Ekkert land er laust við áhrifin en það er auðvitað mikilvægt að taka fram að ekkert ríki getur barist gegn þessum fyrirbærum eitt síns liðs.“ Lögreglumál Gervigreind Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Forstjóri Interpol er á ferð um heiminn til að heimsækja aðildarstofnanir Interpol. Hefð er fyrir því að forstjórar heimsæki löggæsluyfirvöld aðildarríkja áður en þeir láta af störfum, sem hann mun gera á næsta ári. Þá vill svo til að Interpol á hundrað ára afmæli á árinu og því enn brýnna að efla tengslin. „Stofnað árið 1923 í Vín vegna þeirrar reynslu að glæpamenn færðu út kvíarnar á alþjóðavettvangi, reyndu að fara huldu höfði, reyndu að flýja og það krafðist þess að löggæslustofnanir ynnu betur saman. Nú, 100 árum síðar, er þetta viðfangsefni enn stærra,“ segir Jürgen Stock, forstjóri Interpol. Þar leiki netglæpir stórt hlutverk. „Næsta áskorun sem heimurinn mun standa frammi fyrir verður gervigreind og glæpamennirnir eru þegar komnir þangað. Metaverse og öll sú umræða sem á sér nú þegar stað. Ég tala af reynslu þegar ég segi að glæpamennirnir eru þegar byrjaðir að nýta sér þessa nýju tækni í glæpsamlegum tilgangi.“ Sama hversu miklar vegalengdir skilji lönd að takist löggæsluyfirvöld á við svipuð vandamál. „Það er auðvitað munur á stærðarhlutföllum en vandamálin í kringum netglæpi, til dæmis, skipulagða glæpastarfsemi á milli landa, smygl á fólki, mansal, umhverfisglæpi, þetta eru allt hnattræn fyrirbæri. Ekkert land er laust við áhrifin en það er auðvitað mikilvægt að taka fram að ekkert ríki getur barist gegn þessum fyrirbærum eitt síns liðs.“
Lögreglumál Gervigreind Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira