Alls ekki einangrað tilvik Eiður Þór Árnason skrifar 31. júlí 2023 09:48 Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir segist ekki hafa komist hjá því að hlæja að fáránleika aðstæðna. Aðsend/Vísir Kona sem notar hjólastól segir ítrekað farið með fatlað fólk líkt og farangur frekar en manneskjur um borð í flugvélum. Hún fordæmir hversu lítið flugfélög og flugvellir komi til móts við fatlað fólk sem hafi flest erfiða reynslu af flugsamgöngum. „Mig langar ekkert að birta þessa mynd en mér finnst ég þurfa þess, til að vekja ófatlað fólk til umhugsunar,“ segir Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, doktorsnemi, listfræðingur og baráttukona. Umrædda ljósmynd birtir Inga á Facebook-síðu sinni. Þar sést hvernig hún hefur verið bundin niður í svokallaðan gangastól en fólki er gjarnan ekki leyft að fara um borð í eigin hjólastól. Inga segir tilganginn með myndbirtingunni að sýna hvernig reglulega sé farið með fatlaða farþega af starfsfólki flugfélaga og flugstöðva um heim allan. Ekki sé um að ræða einangrað tilvik heldur upplifun Ingu í hvert einasta skipti sem hún ferðist með flugvél. Allir geti lent í hjólastól „Mynduð þið, ófatlaða fólk, láta bjóða ykkur þetta? Mynduð þið vilja að fatlaða barnið ykkar, maki eða systkini þyrfti að þola svona meðferð? Svona gætir þú þurft að ferðast við næsta ferðalag, því það að vera ófatlaður er tímabundið ástand og við getum öll veikst og slasast og lent í hjólastól,“ bætir Inga við sem sést hlæjandi á ljósmyndinni yfir fáránleika aðstæðna. Inga hefur lengi verið áberandi í réttindabaráttu fatlaðs fólks og kallar eftir því að fólk sendi tölvupóst á flugvelli og flugfélög til að fordæma að „farið sé með fatlað fólk eins og farangur en ekki manneskjur.“ Ekki náðist í Ingu við vinnslu fréttarinnar. Fréttir af flugi Málefni fatlaðs fólks Jafnréttismál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Segir Ísland hafa burði til að geta orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira
„Mig langar ekkert að birta þessa mynd en mér finnst ég þurfa þess, til að vekja ófatlað fólk til umhugsunar,“ segir Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, doktorsnemi, listfræðingur og baráttukona. Umrædda ljósmynd birtir Inga á Facebook-síðu sinni. Þar sést hvernig hún hefur verið bundin niður í svokallaðan gangastól en fólki er gjarnan ekki leyft að fara um borð í eigin hjólastól. Inga segir tilganginn með myndbirtingunni að sýna hvernig reglulega sé farið með fatlaða farþega af starfsfólki flugfélaga og flugstöðva um heim allan. Ekki sé um að ræða einangrað tilvik heldur upplifun Ingu í hvert einasta skipti sem hún ferðist með flugvél. Allir geti lent í hjólastól „Mynduð þið, ófatlaða fólk, láta bjóða ykkur þetta? Mynduð þið vilja að fatlaða barnið ykkar, maki eða systkini þyrfti að þola svona meðferð? Svona gætir þú þurft að ferðast við næsta ferðalag, því það að vera ófatlaður er tímabundið ástand og við getum öll veikst og slasast og lent í hjólastól,“ bætir Inga við sem sést hlæjandi á ljósmyndinni yfir fáránleika aðstæðna. Inga hefur lengi verið áberandi í réttindabaráttu fatlaðs fólks og kallar eftir því að fólk sendi tölvupóst á flugvelli og flugfélög til að fordæma að „farið sé með fatlað fólk eins og farangur en ekki manneskjur.“ Ekki náðist í Ingu við vinnslu fréttarinnar.
Fréttir af flugi Málefni fatlaðs fólks Jafnréttismál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Segir Ísland hafa burði til að geta orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira