Aukin borun eftir eldsneyti samrýmist loftslagsmarkmiðum Eiður Þór Árnason skrifar 31. júlí 2023 13:21 Rishi Sunak, forsætisráðherra Breta, tilkynnti fyrirætlanirnar í heimsókn sinni á gasvinnslustöð Shell í bænum Peterhead í Skotlandi. AP/PA/Euan Duff Bresk stjórnvöld hafa samþykkt að veita um hundrað ný leyfi fyrir borun eftir olíu og gasi á Norðursjó. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af umhverfisverndarsamtökum sem segja hana atlögu að þeim loftslagsskuldbindingum sem Bretar hafi gengist undir. Fyrirætlanirnar hafa sömuleiðis verið gagnrýndar af Chris Skidmore, stjórnarþingmanni Íhaldsflokksins og fyrrverandi orkumálaráðherra, sem var fenginn til rýna áætlun stjórnvalda um að ná kolefnishlutleysi árið 2050. Hann segir þessar fyrirætlanir ríkisstjórnar Íhaldsflokksins ganga gegn vilja „nútímakjósenda.“ Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, fullyrti í dag að ákvörðunin myndi hjálpa Bretum að ná markmiðum sínum um kolefnishlutleysi. Hann hefur talað fyrir áframhaldandi leit að nýjum olíu- og gasauðlindum. Verkamannaflokkurinn, sem situr í minnihluta í þinginu, kallar eftir því að ekki verði ráðist í ný verkefni á Norðursjó. Þetta kemur fram í frétt The Guardian. Umfangsmikil olíu- og gasvinnsla er á Norðursjó nærri Skotlandi. EPA/Robert Perry Sunak segir borunina passa vel við loftslagsmarkmið Samhliða tilkynningunni boðaði Sukan tvö ný verkefni sem ætlað er að fanga og farga koltvísýringi. Umhverfisverndarsinnar og margir vísindamenn hafa varað við því að ný verkefni sem auki framboð á jarðefnaeldsneyti séu ósamrýmanleg markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og ná kolefnishlutleysi. Þrátt fyrir þetta fullyrðir Sunak að nýju borunarverkefnin séu mikilvæg til að ná að markmiðum Breta. „Þegar við náum kolefnishlutleysi árið 2050 mun fjórðungur orkuþarfar okkar enn koma frá olíu og gasi, og kolefnisspor innlendrar gasframleiðslu er um fjórðungur eða þriðjungur af innfluttu gasi,“ sagði forsætisráðherrann í samtali við Skotlandsútibú breska ríkisútvarpsins. „Svo það er ekki einungis betra fyrir orkuöryggi okkar, að reiða okkur ekki á erlenda einræðisherra til að fá þá orku, það er ekki bara gott fyrir störf, sérstaklega skosk störf, heldur er það í raun betra fyrir umhverfið vegna þess að það er engin ástæða til þess að flytja inn hluti þvert yfir hnöttinn, sem eru með tvisvar til þrisvar sinnum stærra kolefnisspor en það sem við höfum heima fyrir.“ Líkt og að hella olíu á eld The Guardian hefur eftir Lyndsay Walsh, lofslagsráðgjafa Oxfam-samtakanna, að aukin vinnsla jarðefnaeldsneytis í Norðursjó komi til með að rústa loftslagsskuldbindingum Breta á sama tíma og stjórnvöld ættu að fjárfesta í endurnýjanlegum orkugjöfum og að minnka losun bresks hagkerfis. Þá segir Mike Childs hjá umhverfisverndarsamtökunum Friends of the Earth að Bretar séu með þessu að hella olíu á eld loftslagsbreytinga. Aðgerðirnar geri ekkert til þess að tryggja orkuöryggi þar sem jarðefnaeldsneytið verði selt á alþjóðamörkuðum en ekki frátekið fyrir notkun í Bretlandi. Fyrrnefndur Skidmore sem var áður ráðherra vísindamála fyrir Íhaldsflokkinn segir það vera ranga ákvörðun að veita fleiri leyfi til borunar eftir olíu og gasi og á mjög röngum tíma, einkum nú þegar jarðarbúar upplifi hitabylgjur sem hafi víða slegið met. Bretland Loftslagsmál Bensín og olía Tengdar fréttir Hitinn í methæðum í mánuð Hitinn í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum hefur farið yfir 43 gráður á selsíus þrjátíu og einn dag í röð. Ekkert lát virðist á sumarhitunum í Bandaríkjunum en júlímánuður verður sennilega heitasti mánuður sem mælingar hafa nokkru sinni sýnt. 31. júlí 2023 11:27 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira
Fyrirætlanirnar hafa sömuleiðis verið gagnrýndar af Chris Skidmore, stjórnarþingmanni Íhaldsflokksins og fyrrverandi orkumálaráðherra, sem var fenginn til rýna áætlun stjórnvalda um að ná kolefnishlutleysi árið 2050. Hann segir þessar fyrirætlanir ríkisstjórnar Íhaldsflokksins ganga gegn vilja „nútímakjósenda.“ Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, fullyrti í dag að ákvörðunin myndi hjálpa Bretum að ná markmiðum sínum um kolefnishlutleysi. Hann hefur talað fyrir áframhaldandi leit að nýjum olíu- og gasauðlindum. Verkamannaflokkurinn, sem situr í minnihluta í þinginu, kallar eftir því að ekki verði ráðist í ný verkefni á Norðursjó. Þetta kemur fram í frétt The Guardian. Umfangsmikil olíu- og gasvinnsla er á Norðursjó nærri Skotlandi. EPA/Robert Perry Sunak segir borunina passa vel við loftslagsmarkmið Samhliða tilkynningunni boðaði Sukan tvö ný verkefni sem ætlað er að fanga og farga koltvísýringi. Umhverfisverndarsinnar og margir vísindamenn hafa varað við því að ný verkefni sem auki framboð á jarðefnaeldsneyti séu ósamrýmanleg markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og ná kolefnishlutleysi. Þrátt fyrir þetta fullyrðir Sunak að nýju borunarverkefnin séu mikilvæg til að ná að markmiðum Breta. „Þegar við náum kolefnishlutleysi árið 2050 mun fjórðungur orkuþarfar okkar enn koma frá olíu og gasi, og kolefnisspor innlendrar gasframleiðslu er um fjórðungur eða þriðjungur af innfluttu gasi,“ sagði forsætisráðherrann í samtali við Skotlandsútibú breska ríkisútvarpsins. „Svo það er ekki einungis betra fyrir orkuöryggi okkar, að reiða okkur ekki á erlenda einræðisherra til að fá þá orku, það er ekki bara gott fyrir störf, sérstaklega skosk störf, heldur er það í raun betra fyrir umhverfið vegna þess að það er engin ástæða til þess að flytja inn hluti þvert yfir hnöttinn, sem eru með tvisvar til þrisvar sinnum stærra kolefnisspor en það sem við höfum heima fyrir.“ Líkt og að hella olíu á eld The Guardian hefur eftir Lyndsay Walsh, lofslagsráðgjafa Oxfam-samtakanna, að aukin vinnsla jarðefnaeldsneytis í Norðursjó komi til með að rústa loftslagsskuldbindingum Breta á sama tíma og stjórnvöld ættu að fjárfesta í endurnýjanlegum orkugjöfum og að minnka losun bresks hagkerfis. Þá segir Mike Childs hjá umhverfisverndarsamtökunum Friends of the Earth að Bretar séu með þessu að hella olíu á eld loftslagsbreytinga. Aðgerðirnar geri ekkert til þess að tryggja orkuöryggi þar sem jarðefnaeldsneytið verði selt á alþjóðamörkuðum en ekki frátekið fyrir notkun í Bretlandi. Fyrrnefndur Skidmore sem var áður ráðherra vísindamála fyrir Íhaldsflokkinn segir það vera ranga ákvörðun að veita fleiri leyfi til borunar eftir olíu og gasi og á mjög röngum tíma, einkum nú þegar jarðarbúar upplifi hitabylgjur sem hafi víða slegið met.
Bretland Loftslagsmál Bensín og olía Tengdar fréttir Hitinn í methæðum í mánuð Hitinn í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum hefur farið yfir 43 gráður á selsíus þrjátíu og einn dag í röð. Ekkert lát virðist á sumarhitunum í Bandaríkjunum en júlímánuður verður sennilega heitasti mánuður sem mælingar hafa nokkru sinni sýnt. 31. júlí 2023 11:27 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira
Hitinn í methæðum í mánuð Hitinn í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum hefur farið yfir 43 gráður á selsíus þrjátíu og einn dag í röð. Ekkert lát virðist á sumarhitunum í Bandaríkjunum en júlímánuður verður sennilega heitasti mánuður sem mælingar hafa nokkru sinni sýnt. 31. júlí 2023 11:27