„Vorum ekki lengur nafnlaus og í felum í dimmum skúmaskotum“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 10. ágúst 2023 07:00 Páll Óskar Hjálmtýsson rifjar upp eftirminnilega Gleðigöngu. Vísir/Vilhelm „Þetta var í fyrsta sinn sem ég upplifði samstöðu og stuðning frá almenningi í almannarými. Tilvera okkar var ekki lengur einhver dularfull flökkusaga í lausu lofti og stuðningurinn ekki bara eitthvað hvísl í lokuðu rými,“ segir stórstjarnan Páll Óskar í samtali við blaðamann þar sem hann rifjar upp sína fyrstu Gleðigöngu. Hinsegin dagar eða Reykjavík Pride fer fram dagana 8. - 13. ágúst og fékk Lífið á Vísi þekkt hinsegin fólk úr ólíkum áttum til að deila uppáhalds minningu sinni frá hátíðinni. Tilbúinn að gera þetta sama hvað „Fyrsta Gleðigangan árið 2000 líður mér aldrei úr minni. Við vorum að klambra göngunni saman án þess að hafa nokkra reynslu af slíku og höfðum ekki hugmynd um hvort nokkur myndi mæta niður í bæ fyrir það fyrsta. Ég man að ég var tilbúinn til að gera þetta þótt göturnar yrðu tómar og ekki kjaftur á svæðinu,“ segir Páll Óskar en dagurinn átti sannarlega eftir að koma honum á óvart. Fagnaðarhróp komu í stað fúkyrða „Svo lagði gangan af stað frá Hlemmi og þegar trukkurinn beygði inn á Laugaveg blasti við sjón sem ég mun aldrei gleyma. Gangstéttir fullar af fólki, sem var mætt til að sýna stuðning og samhug. Þetta var í fyrsta sinn sem ég upplifði slíkt á Laugaveginum, sem er akkúrat gatan þar sem ég var vanur að heyra fúkyrðum hreytt í mig en ekki fagnaðarhrópum. Þetta var í fyrsta sinn sem ég upplifði samstöðu og stuðning frá almenningi í almannarými. Tilvera okkar var ekki lengur einhver dularfull flökkusaga í lausu lofti og stuðningurinn ekki bara eitthvað hvísl í lokuðu rými. Við vorum ekki lengur nafnlaus og í felum í dimmum skúmaskotum. Við vorum mætt í eigin skinni í almannarými í dagsbirtu og stuðningurinn var raunverulegur og sýndur í framkvæmd. Við nennum ekki fleiri flökkusögum um okkur. Það er nóg af fólki sem vill gjarnan búa þær til og dreifa þeim áfram.“ Páll Óskar er þekktur fyrir glæsilegan vagn sinn, gleði og dúndrandi tónlist á Pride. Vísir/Tinni Út með hatrið, inn með ástina Páll Óskar hefur sannarlega verið brautryðjandi í íslensku samfélagi og fjalla lögin hans meðal annars um kraft ástarinnar og fjölbreytileikans. „Sú eina sem getur og hefur leyfi til að búa okkur til er móðir náttúra. Við erum þakklát móður náttúru fyrir að hafa búið okkur til, nákvæmlega eins og við erum. Við höfum engan áhuga á að vera neitt annað og við krefjumst þess að fá að vera tilfinningalega frjáls án skilyrða, útskúfunar og jaðarsetningar. Út með hatrið, inn með ástina!“ Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá Pál Óskar undirbúa sig fyrir Gleðigönguna 2014: Gleðigangan Hinsegin Ástin og lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Hinsegin dagar eða Reykjavík Pride fer fram dagana 8. - 13. ágúst og fékk Lífið á Vísi þekkt hinsegin fólk úr ólíkum áttum til að deila uppáhalds minningu sinni frá hátíðinni. Tilbúinn að gera þetta sama hvað „Fyrsta Gleðigangan árið 2000 líður mér aldrei úr minni. Við vorum að klambra göngunni saman án þess að hafa nokkra reynslu af slíku og höfðum ekki hugmynd um hvort nokkur myndi mæta niður í bæ fyrir það fyrsta. Ég man að ég var tilbúinn til að gera þetta þótt göturnar yrðu tómar og ekki kjaftur á svæðinu,“ segir Páll Óskar en dagurinn átti sannarlega eftir að koma honum á óvart. Fagnaðarhróp komu í stað fúkyrða „Svo lagði gangan af stað frá Hlemmi og þegar trukkurinn beygði inn á Laugaveg blasti við sjón sem ég mun aldrei gleyma. Gangstéttir fullar af fólki, sem var mætt til að sýna stuðning og samhug. Þetta var í fyrsta sinn sem ég upplifði slíkt á Laugaveginum, sem er akkúrat gatan þar sem ég var vanur að heyra fúkyrðum hreytt í mig en ekki fagnaðarhrópum. Þetta var í fyrsta sinn sem ég upplifði samstöðu og stuðning frá almenningi í almannarými. Tilvera okkar var ekki lengur einhver dularfull flökkusaga í lausu lofti og stuðningurinn ekki bara eitthvað hvísl í lokuðu rými. Við vorum ekki lengur nafnlaus og í felum í dimmum skúmaskotum. Við vorum mætt í eigin skinni í almannarými í dagsbirtu og stuðningurinn var raunverulegur og sýndur í framkvæmd. Við nennum ekki fleiri flökkusögum um okkur. Það er nóg af fólki sem vill gjarnan búa þær til og dreifa þeim áfram.“ Páll Óskar er þekktur fyrir glæsilegan vagn sinn, gleði og dúndrandi tónlist á Pride. Vísir/Tinni Út með hatrið, inn með ástina Páll Óskar hefur sannarlega verið brautryðjandi í íslensku samfélagi og fjalla lögin hans meðal annars um kraft ástarinnar og fjölbreytileikans. „Sú eina sem getur og hefur leyfi til að búa okkur til er móðir náttúra. Við erum þakklát móður náttúru fyrir að hafa búið okkur til, nákvæmlega eins og við erum. Við höfum engan áhuga á að vera neitt annað og við krefjumst þess að fá að vera tilfinningalega frjáls án skilyrða, útskúfunar og jaðarsetningar. Út með hatrið, inn með ástina!“ Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá Pál Óskar undirbúa sig fyrir Gleðigönguna 2014:
Gleðigangan Hinsegin Ástin og lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“