Hótaði að myrða fyrrverandi sambýliskonu í nálgunarbanni Árni Sæberg skrifar 31. júlí 2023 16:48 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness þann 21. júlí. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur til átta mánaða langrar fangelsisvistar fyrir margvísleg brot í nánu sambandi, kynferðisbrot og brot gegn nálgunarbanni með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð fyrrverandi sambýliskonu sinnar. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa sent konunni 93 tölvupósta á tímabili þar sem hann sætti nálgunarbanni gagnvart henni. Níu póstanna innihéldu hótanir sem voru til þess fallnir að vekja hjá henni ótta um líf hennar og heilbrigði. Tölvupóstanna níu má lesa í dómi Héraðsdóms Reykjaness. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa sent konunni fjölda smáskilaboða yfir annað tímabil, en þá sætti hann einnig nálgunarbanni. Í þeim skilaboðum fólust meðal annars beinar hótanir um líflát. Sendi konunni kynferðislegar myndir af henni sjálfri Loks var maðurinn ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa sent konunni þrjár kynferðislegar myndir af henni sjálfri án hennar samþykkis. Þess var krafist að maðurinn yrði dæmdur til refsingar og til þess að greiða allan sakarkostnað. Þá gerði konan einkaréttarkröfu upp á 1.870 þúsund krónur. Hún fór fram á 620 þúsund krónur í skaðabætur og 1.250 krónur í miskabætur. Maðurinn játaði sök í málinu og samþykkti að greiða kröfu konunnar, eftir að hún hafði lækkað hana í áðurgreinda fjárhæð. Með dóma á bakinu Maðurinn var dæmdur til átta mánaðar óskilorðsbundinnar refsingar. Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til þess að hann hefur áður hlotið tvo refsidóma fyrir sambærilegt athæfi, meðal annars tólf mánaða dóm í Landsrétti fyrir brot í nánu sambandi. Í einum skilaboðum mannsins má lesa að hann hafi verið í fangelsi þegar hann sendi konunni þau. Dómsmál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa sent konunni 93 tölvupósta á tímabili þar sem hann sætti nálgunarbanni gagnvart henni. Níu póstanna innihéldu hótanir sem voru til þess fallnir að vekja hjá henni ótta um líf hennar og heilbrigði. Tölvupóstanna níu má lesa í dómi Héraðsdóms Reykjaness. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa sent konunni fjölda smáskilaboða yfir annað tímabil, en þá sætti hann einnig nálgunarbanni. Í þeim skilaboðum fólust meðal annars beinar hótanir um líflát. Sendi konunni kynferðislegar myndir af henni sjálfri Loks var maðurinn ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa sent konunni þrjár kynferðislegar myndir af henni sjálfri án hennar samþykkis. Þess var krafist að maðurinn yrði dæmdur til refsingar og til þess að greiða allan sakarkostnað. Þá gerði konan einkaréttarkröfu upp á 1.870 þúsund krónur. Hún fór fram á 620 þúsund krónur í skaðabætur og 1.250 krónur í miskabætur. Maðurinn játaði sök í málinu og samþykkti að greiða kröfu konunnar, eftir að hún hafði lækkað hana í áðurgreinda fjárhæð. Með dóma á bakinu Maðurinn var dæmdur til átta mánaðar óskilorðsbundinnar refsingar. Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til þess að hann hefur áður hlotið tvo refsidóma fyrir sambærilegt athæfi, meðal annars tólf mánaða dóm í Landsrétti fyrir brot í nánu sambandi. Í einum skilaboðum mannsins má lesa að hann hafi verið í fangelsi þegar hann sendi konunni þau.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira