Sambandsslit stjörnupars skekja tónlistarheiminn Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. ágúst 2023 15:36 Vafalaust eru margir aðdáendur parsins í sárum í ljósi nýjustu frétta. Getty/Gotham Tónlistarkonan Rosalía og reggaeton-söngvarinn Rauw Alejandro hafa slitið trúlofun sinni og eru hætt saman eftir þriggja ára samband. Fregnirnar eru áfall fyrir heim latíntónlistar enda eru þau bæði risastjörnur innan hans. Parið sem byrjaði saman í september árið 2021 greindi frá trúlofun sinni í mars síðastliðnum. Miðað við nýjustu fréttir verður þó ekkert af brúðkaupinu. Samkvæmt heimildum slúðurmiðla vestanhafs þá var ákvörðunin tekin í sameiningu og er enn mikil ást á milli þeirra. Slúðrað um kólumbískan hjónadjöful Orðrómur hefur gengið um að ástæðan fyrir sambandsslitunum sé framhjáhald Rauw með kólumbísku fyrirsætunni Valeríu Duque. Rauw hefur neitað því að framhjáhald hafi valdið sambandsslitunum. Hin þrítuga Valeria Duque er frá Medellin í Kólumbíu. Hún er með 1,7 milljón fylgjendur á Instagram.Instagram „Fyrir nokkrum mánuðum slitum við Rosi trúlofun okkar. Það eru þúsund vandamál sem geta valdið sambandsslitum en í okkar tilfelli var það ekki vegna framhjáhalds eða þriðja aðila,“ sagði Rauw í yfirlýsingu um málið. „Vegna virðingarinnar sem ég hef fyrir henni, fjölskyldum okkar og öllu því sem við höfum upplifað, gat ég ekki verið þögull og fylgst með þeim reyna að eyðileggja raunverulegustu ástarsögu sem Guð hefur leyft mér að lifa,“ sagði hann einnig. Rosalía birti einnig tilkynningu vegna sambandsslitanna. „Ég elska, virði og dáist að Rauw mjög mikið. Ef við hunsum fíflalætin, þá vitum við tvö aðeins hvað við höfum upplifað,“ sagði hún á Instagram. Tattúveruðu sig með nöfnum makans Hin þrítuga Rosalía er spænsk söngkona sem hóf feril sinn sem flamenco-söngkona. Hún hefur verið dugleg að tvinna flamenco inn í tilraunakennda popptónlist sína. Rosalía tók ófá Grammy-verðlaunin heim af síðustu Latin Grammy-hátíð.Mynd/Getty Rosalía skaust upp á stjörnuhimininn árið 2018 með plötunni El mal querer. Síðan þá hefur hún verið ein stærsta stjarna latíntónlistar og í fyrra gaf hún út hina gríðarvinsælu Motomami. Rauw Alejandro sem er einnig þrítugur er aftur á móti frá Puerto Rico og hefur verið kallaður „Kóngur nútíma-reggaeton“. Hann hefur verið afkastamikill undanfarin ár, gefið út plötu árlega frá 2020, nú síðast plötuna Playa Saturno sem kom út í ár. Fregnirnar koma nokkuð á óvart. Auk þess að hafa trúlofað sig í mars þá gáfu þau einnig út sameiginlegu þriggja laga smáskífuna RR í sama mánuði. Þá virtist parið ansi ástfangið þegar þau komu saman fyrir augu almennings. Í mars á síðasta ári hafði Rosalía einmitt látið tattúvera RR (sem stendur fyrir Rosalía og Rauw) á fótinn sinn. Mánuði síðar lét Rauw tattúvera nafn Rosalíu á kvið sinn, rétt fyrir ofan nafla. Tónlist Ástin og lífið Tímamót Spánn Púertó Ríkó Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Sjá meira
Parið sem byrjaði saman í september árið 2021 greindi frá trúlofun sinni í mars síðastliðnum. Miðað við nýjustu fréttir verður þó ekkert af brúðkaupinu. Samkvæmt heimildum slúðurmiðla vestanhafs þá var ákvörðunin tekin í sameiningu og er enn mikil ást á milli þeirra. Slúðrað um kólumbískan hjónadjöful Orðrómur hefur gengið um að ástæðan fyrir sambandsslitunum sé framhjáhald Rauw með kólumbísku fyrirsætunni Valeríu Duque. Rauw hefur neitað því að framhjáhald hafi valdið sambandsslitunum. Hin þrítuga Valeria Duque er frá Medellin í Kólumbíu. Hún er með 1,7 milljón fylgjendur á Instagram.Instagram „Fyrir nokkrum mánuðum slitum við Rosi trúlofun okkar. Það eru þúsund vandamál sem geta valdið sambandsslitum en í okkar tilfelli var það ekki vegna framhjáhalds eða þriðja aðila,“ sagði Rauw í yfirlýsingu um málið. „Vegna virðingarinnar sem ég hef fyrir henni, fjölskyldum okkar og öllu því sem við höfum upplifað, gat ég ekki verið þögull og fylgst með þeim reyna að eyðileggja raunverulegustu ástarsögu sem Guð hefur leyft mér að lifa,“ sagði hann einnig. Rosalía birti einnig tilkynningu vegna sambandsslitanna. „Ég elska, virði og dáist að Rauw mjög mikið. Ef við hunsum fíflalætin, þá vitum við tvö aðeins hvað við höfum upplifað,“ sagði hún á Instagram. Tattúveruðu sig með nöfnum makans Hin þrítuga Rosalía er spænsk söngkona sem hóf feril sinn sem flamenco-söngkona. Hún hefur verið dugleg að tvinna flamenco inn í tilraunakennda popptónlist sína. Rosalía tók ófá Grammy-verðlaunin heim af síðustu Latin Grammy-hátíð.Mynd/Getty Rosalía skaust upp á stjörnuhimininn árið 2018 með plötunni El mal querer. Síðan þá hefur hún verið ein stærsta stjarna latíntónlistar og í fyrra gaf hún út hina gríðarvinsælu Motomami. Rauw Alejandro sem er einnig þrítugur er aftur á móti frá Puerto Rico og hefur verið kallaður „Kóngur nútíma-reggaeton“. Hann hefur verið afkastamikill undanfarin ár, gefið út plötu árlega frá 2020, nú síðast plötuna Playa Saturno sem kom út í ár. Fregnirnar koma nokkuð á óvart. Auk þess að hafa trúlofað sig í mars þá gáfu þau einnig út sameiginlegu þriggja laga smáskífuna RR í sama mánuði. Þá virtist parið ansi ástfangið þegar þau komu saman fyrir augu almennings. Í mars á síðasta ári hafði Rosalía einmitt látið tattúvera RR (sem stendur fyrir Rosalía og Rauw) á fótinn sinn. Mánuði síðar lét Rauw tattúvera nafn Rosalíu á kvið sinn, rétt fyrir ofan nafla.
Tónlist Ástin og lífið Tímamót Spánn Púertó Ríkó Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Sjá meira