Börn á smáfarartækjum sláandi stór hluti umferðarslysa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. ágúst 2023 08:57 Árni Friðleifsson, varðstjóri Skjáskot/Stöð 2 Börn á smáfarartækjum voru sláandi stór hluti þeirra sem lentu í umferðarslysum í júlí, að sögn varðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar. Um sé að ræða nýjan veruleika í umferðinni sem verði að taka á. Árni Friðleifsson aðalvarstjóri gerði upp umferðarslys síðasta mánuðinn í Bítinu á Bylgjunni. Kom þar fram að á tveggja vikna tímabili í júlí hafi þrjátíu tilkynningar borist um umferðaróhöpp. Þar af voru nítján tilvik umferðarslys. „Það sem er sláandi er að af þessum nítján eru tólf smáfarartækjaslys, það er reiðhjól, vespur og rafmagnsvespur. Í nánast öllum tilvikum eru þetta ungt fólk, krakkar,“ segir Árni. „Það er bara verið að keyra á reiðhjólamenn til dæmis á bílastæðum við verslanir. Svo eru þessir krakkar sem eru á rafhlaupahjólum og vespum, þetta er nýr veruleiki fyrir okkur sem erum í umferðinni. Þau eru að skjótast hingað og þangað og eru að lenda fyrir bílum. Nú er ágúst framundan og skólarnir að byrja, þá eykst þetta til muna. Við verðum að biðla til allra sem eru í umferðinni að taka tillit til þessa hóps.“ Ölvun mikið vandamál Árni segir slysin aðallega leiða til ljótra andlitsáverka. „Síðan er vandamál sem ég botna ekkert í. Það eru ölvaðir einstaklingar á þessum rafhlaupahjólum. Það er ofar mínu skilningarviti af hverju menn eru að fara ölvaðir á þessi hjól,“ segir Árni. Stór hluti slyssanna segir hann verða þegar menn séu „dauðadrukknir“ á hjólunum. Hann segir að það verði að breyta lagaákvæði sem heimilar ökumanni að stjórna rafhlaupahjóli ölvaður, svo framarlega sem hann geti stjórnað því. Verri slys hjá óvörðum Algengt er að börn fari fleiri en eitt á ökutækin og farþegar langoftast án hjálms. „Þau keyra eftir göngustíg og þvera bara götu án þess að horfa til hægri eða vinstri. Það kemur auðvitað bíll og beint á þau. Þetta er bara allt of algengt.“ Ökumenn verði að huga að þessum óvörðu vegfarendum. „Það er bara allt annað dæmi ef þeir eru að lenda í einhverjum óhöppum, þá eru slysin bara verri. Þetta er það sem við verðum að huga að.“ Samgöngur Lögreglumál Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Árni Friðleifsson aðalvarstjóri gerði upp umferðarslys síðasta mánuðinn í Bítinu á Bylgjunni. Kom þar fram að á tveggja vikna tímabili í júlí hafi þrjátíu tilkynningar borist um umferðaróhöpp. Þar af voru nítján tilvik umferðarslys. „Það sem er sláandi er að af þessum nítján eru tólf smáfarartækjaslys, það er reiðhjól, vespur og rafmagnsvespur. Í nánast öllum tilvikum eru þetta ungt fólk, krakkar,“ segir Árni. „Það er bara verið að keyra á reiðhjólamenn til dæmis á bílastæðum við verslanir. Svo eru þessir krakkar sem eru á rafhlaupahjólum og vespum, þetta er nýr veruleiki fyrir okkur sem erum í umferðinni. Þau eru að skjótast hingað og þangað og eru að lenda fyrir bílum. Nú er ágúst framundan og skólarnir að byrja, þá eykst þetta til muna. Við verðum að biðla til allra sem eru í umferðinni að taka tillit til þessa hóps.“ Ölvun mikið vandamál Árni segir slysin aðallega leiða til ljótra andlitsáverka. „Síðan er vandamál sem ég botna ekkert í. Það eru ölvaðir einstaklingar á þessum rafhlaupahjólum. Það er ofar mínu skilningarviti af hverju menn eru að fara ölvaðir á þessi hjól,“ segir Árni. Stór hluti slyssanna segir hann verða þegar menn séu „dauðadrukknir“ á hjólunum. Hann segir að það verði að breyta lagaákvæði sem heimilar ökumanni að stjórna rafhlaupahjóli ölvaður, svo framarlega sem hann geti stjórnað því. Verri slys hjá óvörðum Algengt er að börn fari fleiri en eitt á ökutækin og farþegar langoftast án hjálms. „Þau keyra eftir göngustíg og þvera bara götu án þess að horfa til hægri eða vinstri. Það kemur auðvitað bíll og beint á þau. Þetta er bara allt of algengt.“ Ökumenn verði að huga að þessum óvörðu vegfarendum. „Það er bara allt annað dæmi ef þeir eru að lenda í einhverjum óhöppum, þá eru slysin bara verri. Þetta er það sem við verðum að huga að.“
Samgöngur Lögreglumál Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira