Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. ágúst 2023 11:53 Gunnlaugur Bragi Björnsson er formaður Hinsegin daga. Hinsegin dagar Hinsegin dagar eru handan við hornið með stútfullri dagskrá. Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir skemmdarverk háværs minnihluta sem virðast tíðari á þessum árstíma. „Baráttan er ekki búin,“ er yfirskrift Hinsegin daga í ár sem fara fram vikuna 7.-13. ágúst. Baráttufólk var minnt á einmitt það í morgun þegar greint var frá niðurrifi hinsegin fána við bensínstöðina Orkunnar við Bústaðarveg. Slík skemmdarverk virðast tíðari á þessum árstíma. Á síðasta ári var málað yfir hinsegin fána á gangstétt fyrir utan Grafarvogskirkju og regnbogafáni fyrir utan Hjallakirkju var sömuleiðis rifinn niður stuttu eftir hinsegin daga. Fáninn hefur nú verið dreginn aftur að húni og blaktir fallega. Fáninn blaktir að nýju.Aðsent Hávær minnihluti Gunnlaugur Bragi Björnsson er formaður Hinsegin daga. „Við erum að verða vör við ákveðið bakslag og aukið aðkast í garð hinsegin fólks, og ekki síst transfólks.Þetta er eitthvað sem við verðum að ræða, þétta raðirnar og ákveða hvernig við ætlum að bregðast við. Ég held að við séum öll sammála um að viðbrögðin séu áframhaldandi sýnileiki, fræðsla og samtal.“ Hann telur ljóst að um háværan lítinn hóp sé að ræða sem standi að skemmdarverkum. Hinn þögli meirihluti sé með hinsegin fólki í liði. Regnbogastígurinn á Skólavörðustíg er orðinn vinsæll áfangastaður ferðamanna í Reykjavík.vísir/vilhelm Yfirleitt gaman þegar hinsegin samfélagið kemur saman „Það jákvæða er að við sjáum að það er engan bilbug að finna á þeim aðilum sem eru að mála götur og flagga. Þessir fánar fara jafnharðan upp aftur og málningarvinna er löguð. Við sjáum að fólk er með okkur í þessu. Við þurfum bara að halda áfram að taka á þessu bakslagi saman.“ Eins og fyrri ár er stútfull dagskrá á hinsegin dögunum. Hápunkturinn verður eins og síðustu ár gleðigangan laugardaginn 12. ágúst. „Það er nú bara þannig þannig að þegar við hinsegin samfélagið kemur saman, þá er yfirleitt gaman í kringum okkur. Ég viðurkenni að ég hlakka mikið til að gráta svolítið í lok gleðigöngunnar eftir rúma viku,“ segir Gunnlaugur að lokum. Dagskrá Hinsegin daga má nálgast hér. Hinsegin Málefni trans fólks Reykjavík Tengdar fréttir Tvöfaldur íbúafjöldi á hinsegin hátið í Hrísey Það er mikið um dýrðir í Hrísey þessa helgina. Þar er haldið upp á hinsegin daga í fyrsta sinn og er búist við því að tvöfaldur íbúafjöldi sé staddur á eyjunni yfir helgina. 29. júlí 2023 21:42 „Þú þarft ekki að skilja þetta en þú þarft að virða þetta“ Fjölskylda sautján ára trans stráks segir það hafa tekið á þegar sonur þeirra kom út úr skápnum. Fólk þurfi ekki endilega að skilja heldur sé það mikilvægast að virða annað fólk. 9. júlí 2023 21:01 Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
„Baráttan er ekki búin,“ er yfirskrift Hinsegin daga í ár sem fara fram vikuna 7.-13. ágúst. Baráttufólk var minnt á einmitt það í morgun þegar greint var frá niðurrifi hinsegin fána við bensínstöðina Orkunnar við Bústaðarveg. Slík skemmdarverk virðast tíðari á þessum árstíma. Á síðasta ári var málað yfir hinsegin fána á gangstétt fyrir utan Grafarvogskirkju og regnbogafáni fyrir utan Hjallakirkju var sömuleiðis rifinn niður stuttu eftir hinsegin daga. Fáninn hefur nú verið dreginn aftur að húni og blaktir fallega. Fáninn blaktir að nýju.Aðsent Hávær minnihluti Gunnlaugur Bragi Björnsson er formaður Hinsegin daga. „Við erum að verða vör við ákveðið bakslag og aukið aðkast í garð hinsegin fólks, og ekki síst transfólks.Þetta er eitthvað sem við verðum að ræða, þétta raðirnar og ákveða hvernig við ætlum að bregðast við. Ég held að við séum öll sammála um að viðbrögðin séu áframhaldandi sýnileiki, fræðsla og samtal.“ Hann telur ljóst að um háværan lítinn hóp sé að ræða sem standi að skemmdarverkum. Hinn þögli meirihluti sé með hinsegin fólki í liði. Regnbogastígurinn á Skólavörðustíg er orðinn vinsæll áfangastaður ferðamanna í Reykjavík.vísir/vilhelm Yfirleitt gaman þegar hinsegin samfélagið kemur saman „Það jákvæða er að við sjáum að það er engan bilbug að finna á þeim aðilum sem eru að mála götur og flagga. Þessir fánar fara jafnharðan upp aftur og málningarvinna er löguð. Við sjáum að fólk er með okkur í þessu. Við þurfum bara að halda áfram að taka á þessu bakslagi saman.“ Eins og fyrri ár er stútfull dagskrá á hinsegin dögunum. Hápunkturinn verður eins og síðustu ár gleðigangan laugardaginn 12. ágúst. „Það er nú bara þannig þannig að þegar við hinsegin samfélagið kemur saman, þá er yfirleitt gaman í kringum okkur. Ég viðurkenni að ég hlakka mikið til að gráta svolítið í lok gleðigöngunnar eftir rúma viku,“ segir Gunnlaugur að lokum. Dagskrá Hinsegin daga má nálgast hér.
Hinsegin Málefni trans fólks Reykjavík Tengdar fréttir Tvöfaldur íbúafjöldi á hinsegin hátið í Hrísey Það er mikið um dýrðir í Hrísey þessa helgina. Þar er haldið upp á hinsegin daga í fyrsta sinn og er búist við því að tvöfaldur íbúafjöldi sé staddur á eyjunni yfir helgina. 29. júlí 2023 21:42 „Þú þarft ekki að skilja þetta en þú þarft að virða þetta“ Fjölskylda sautján ára trans stráks segir það hafa tekið á þegar sonur þeirra kom út úr skápnum. Fólk þurfi ekki endilega að skilja heldur sé það mikilvægast að virða annað fólk. 9. júlí 2023 21:01 Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Tvöfaldur íbúafjöldi á hinsegin hátið í Hrísey Það er mikið um dýrðir í Hrísey þessa helgina. Þar er haldið upp á hinsegin daga í fyrsta sinn og er búist við því að tvöfaldur íbúafjöldi sé staddur á eyjunni yfir helgina. 29. júlí 2023 21:42
„Þú þarft ekki að skilja þetta en þú þarft að virða þetta“ Fjölskylda sautján ára trans stráks segir það hafa tekið á þegar sonur þeirra kom út úr skápnum. Fólk þurfi ekki endilega að skilja heldur sé það mikilvægast að virða annað fólk. 9. júlí 2023 21:01