Southgate útilokar ekki að velja leikmenn sem spila í Sádi Arabíu Arnar Geir Halldórsson skrifar 5. ágúst 2023 07:00 Gareth Southgate. vísir/getty Gareth Southgate, landsliðsþjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að það væri heimskulegt að útiloka leikmenn frá enska landsliðinu kjósi þeir að spila í Sádi Arabíu. Enski miðjumaðurinn Jordan Henderson, sem hefur verið fyrirliði Liverpool undanfarin ár og fastamaður í enska landsliðinu, gekk á dögunum til liðs við Al Ettifaq í Sádi Arabíu. Í gegnum tíðina hafa leikmenn farið til Mið-Austurlanda á efri árum ferils síns eftir að hafa gert það gott í evrópskum fótbolta og hafa margir efast um að leikmenn geti haldið áfram að spila með landsliðum í Evrópu í hæsta gæðaflokki á sama tíma og menn spila í deildum sem eru lægra skrifaðar en þær evrópsku. Southgate segist ekki útiloka það að Henderson, og aðrir enskir leikmenn, geti haldið áfram að spila með enska landsliðinu þó þeir spili í Sádi Arabíu. „Það væri heimskulegt að gera það. Afhverju ættum við að útiloka einhvern vegna þess hvar hann spilar? Við þurfum að sjá hvernig þeir spila,“ segir Southgate. „Við höfum einhverja hugmynd um hvernig deildin hjá þeim mun virka en við getum ekki vitað það fyrr en við sjáum deildina fara af stað.“ Beðið er með mikilli eftirvæntingu eftir því að deildin í Sádi Arabíu hefjist um næstu helgi en margir öflugir leikmenn hafa fetað í fótspor Cristiano Ronaldo í sumar og samið við sádi arabísk lið. Ber þar helsta að nefna Karim Benzema, Sadio Mane, Sergej Milinkovic-Savic, N´Golo Kante, Ruben Neves og Marcelo Brozovic svo einhverjir séu nefndir. Fótbolti Sádiarabíski boltinn Enski boltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Í beinni: Chelsea - Benfica | Mourinho á Brúnni Í beinni: Víkingur - Valur | Baráttan um 4. sætið Arnar Þór látinn fara frá Gent Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjá meira
Enski miðjumaðurinn Jordan Henderson, sem hefur verið fyrirliði Liverpool undanfarin ár og fastamaður í enska landsliðinu, gekk á dögunum til liðs við Al Ettifaq í Sádi Arabíu. Í gegnum tíðina hafa leikmenn farið til Mið-Austurlanda á efri árum ferils síns eftir að hafa gert það gott í evrópskum fótbolta og hafa margir efast um að leikmenn geti haldið áfram að spila með landsliðum í Evrópu í hæsta gæðaflokki á sama tíma og menn spila í deildum sem eru lægra skrifaðar en þær evrópsku. Southgate segist ekki útiloka það að Henderson, og aðrir enskir leikmenn, geti haldið áfram að spila með enska landsliðinu þó þeir spili í Sádi Arabíu. „Það væri heimskulegt að gera það. Afhverju ættum við að útiloka einhvern vegna þess hvar hann spilar? Við þurfum að sjá hvernig þeir spila,“ segir Southgate. „Við höfum einhverja hugmynd um hvernig deildin hjá þeim mun virka en við getum ekki vitað það fyrr en við sjáum deildina fara af stað.“ Beðið er með mikilli eftirvæntingu eftir því að deildin í Sádi Arabíu hefjist um næstu helgi en margir öflugir leikmenn hafa fetað í fótspor Cristiano Ronaldo í sumar og samið við sádi arabísk lið. Ber þar helsta að nefna Karim Benzema, Sadio Mane, Sergej Milinkovic-Savic, N´Golo Kante, Ruben Neves og Marcelo Brozovic svo einhverjir séu nefndir.
Fótbolti Sádiarabíski boltinn Enski boltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Í beinni: Chelsea - Benfica | Mourinho á Brúnni Í beinni: Víkingur - Valur | Baráttan um 4. sætið Arnar Þór látinn fara frá Gent Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjá meira