Engar vísbendingar um að önnur sprunga sé að opnast Margrét Björk Jónsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 6. ágúst 2023 10:38 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Vísir/Steingrímur Dúi Eldgosinu við Litla-Hrút er lokið, að minnsta kosti í bili. Jarðeðlisfræðingur telur ólíklegt að frekari jarðhræringar muni verða á Reykjanesskaga á næstunni. Hratt dró úr gosóróa í gær og var hann kominn aftur í svipaðan styrkleika og fyrir gos um klukkan þrjú í gær. Í kjölfarið var lýst yfir svokölluðu goshléi og var litla breytingu að sjá á þróun gosóróans í nótt, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Ekki er enn hægt að fullyrða að um goslok sé að ræða en það verður endurmetið í næstu viku. Jarðeðlisfræðingur segir engar vísbendingar um frekari skjálftavirkni eða kvikuhreyfingar á svæðinu sem gætu verið merki um að önnur sprunga væri að opnast. „Það var landris í um tvo mánuði áður en þetta gos hófst og jarðskjálftavirkni jókst. Svo datt það niður þegar gosið hófst og það er engin hreyfing núna,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Erfittt sé að spá til um framhaldið á Reykjanesskaga. „Langlíklegast að nú komi mögulega annað tímabil, Gæti komið annað gos eftir ár eða eitthvað í eitthvað í þeim dúr. Svo gæti þetta verið síðasti atburðurinn í hrinunni. Um það vitum við bara ekkert í dag, það verður bara að koma í ljós,“ segir Magnús Tumi. Askja eigi eftir að safna meira á tankinn Talsvert hefur rætt um möguleikann á eldgosi í Öskju sem nú hefur þanist út í um tvö ár. Það sem Magnúsi Tuma þykir líklegast að gerist þar með tilliti til gossögunnar væri basískt hraungos. „Það er ekkert útilokað. Askja er núna búin að þenjast út í bráðum tvö ár en enn á hún sennilega töluvert eftir til að ná því sem hún var fyrir 50 árum, vegna þess að Askja skar sig lengst af úr þar sem hún var að síga frá því um 1970 alveg þangað til fyrir tveimur árum.” Magnús Tumi bendir á að 60 til 70 sentímetra landris á svæðinu teljist býsna mikið en þó virðist enn vera að fyllast á tankinn. „Þetta er svolítið eins og það hafi verið byrjað að hella í hálftóman tank og það þarf bara að hella heilmikið í hann áður en það fer að flæða út úr honum. En þetta getur ekki haldið áfram endalaust.“ Hann bætir við að enn sem komið er sé ekki að sjá aukningu í virkni í Öskju. Svo það virðist vanta aðeins upp áður en ástandið kemst á krítískt stig. „Það er svona nokkurn veginn staðan núna. Hvenær það verður er ómögulegt að segja.” Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Sjá meira
Hratt dró úr gosóróa í gær og var hann kominn aftur í svipaðan styrkleika og fyrir gos um klukkan þrjú í gær. Í kjölfarið var lýst yfir svokölluðu goshléi og var litla breytingu að sjá á þróun gosóróans í nótt, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Ekki er enn hægt að fullyrða að um goslok sé að ræða en það verður endurmetið í næstu viku. Jarðeðlisfræðingur segir engar vísbendingar um frekari skjálftavirkni eða kvikuhreyfingar á svæðinu sem gætu verið merki um að önnur sprunga væri að opnast. „Það var landris í um tvo mánuði áður en þetta gos hófst og jarðskjálftavirkni jókst. Svo datt það niður þegar gosið hófst og það er engin hreyfing núna,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Erfittt sé að spá til um framhaldið á Reykjanesskaga. „Langlíklegast að nú komi mögulega annað tímabil, Gæti komið annað gos eftir ár eða eitthvað í eitthvað í þeim dúr. Svo gæti þetta verið síðasti atburðurinn í hrinunni. Um það vitum við bara ekkert í dag, það verður bara að koma í ljós,“ segir Magnús Tumi. Askja eigi eftir að safna meira á tankinn Talsvert hefur rætt um möguleikann á eldgosi í Öskju sem nú hefur þanist út í um tvö ár. Það sem Magnúsi Tuma þykir líklegast að gerist þar með tilliti til gossögunnar væri basískt hraungos. „Það er ekkert útilokað. Askja er núna búin að þenjast út í bráðum tvö ár en enn á hún sennilega töluvert eftir til að ná því sem hún var fyrir 50 árum, vegna þess að Askja skar sig lengst af úr þar sem hún var að síga frá því um 1970 alveg þangað til fyrir tveimur árum.” Magnús Tumi bendir á að 60 til 70 sentímetra landris á svæðinu teljist býsna mikið en þó virðist enn vera að fyllast á tankinn. „Þetta er svolítið eins og það hafi verið byrjað að hella í hálftóman tank og það þarf bara að hella heilmikið í hann áður en það fer að flæða út úr honum. En þetta getur ekki haldið áfram endalaust.“ Hann bætir við að enn sem komið er sé ekki að sjá aukningu í virkni í Öskju. Svo það virðist vanta aðeins upp áður en ástandið kemst á krítískt stig. „Það er svona nokkurn veginn staðan núna. Hvenær það verður er ómögulegt að segja.”
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Sjá meira