Engar vísbendingar um að önnur sprunga sé að opnast Margrét Björk Jónsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 6. ágúst 2023 10:38 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Vísir/Steingrímur Dúi Eldgosinu við Litla-Hrút er lokið, að minnsta kosti í bili. Jarðeðlisfræðingur telur ólíklegt að frekari jarðhræringar muni verða á Reykjanesskaga á næstunni. Hratt dró úr gosóróa í gær og var hann kominn aftur í svipaðan styrkleika og fyrir gos um klukkan þrjú í gær. Í kjölfarið var lýst yfir svokölluðu goshléi og var litla breytingu að sjá á þróun gosóróans í nótt, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Ekki er enn hægt að fullyrða að um goslok sé að ræða en það verður endurmetið í næstu viku. Jarðeðlisfræðingur segir engar vísbendingar um frekari skjálftavirkni eða kvikuhreyfingar á svæðinu sem gætu verið merki um að önnur sprunga væri að opnast. „Það var landris í um tvo mánuði áður en þetta gos hófst og jarðskjálftavirkni jókst. Svo datt það niður þegar gosið hófst og það er engin hreyfing núna,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Erfittt sé að spá til um framhaldið á Reykjanesskaga. „Langlíklegast að nú komi mögulega annað tímabil, Gæti komið annað gos eftir ár eða eitthvað í eitthvað í þeim dúr. Svo gæti þetta verið síðasti atburðurinn í hrinunni. Um það vitum við bara ekkert í dag, það verður bara að koma í ljós,“ segir Magnús Tumi. Askja eigi eftir að safna meira á tankinn Talsvert hefur rætt um möguleikann á eldgosi í Öskju sem nú hefur þanist út í um tvö ár. Það sem Magnúsi Tuma þykir líklegast að gerist þar með tilliti til gossögunnar væri basískt hraungos. „Það er ekkert útilokað. Askja er núna búin að þenjast út í bráðum tvö ár en enn á hún sennilega töluvert eftir til að ná því sem hún var fyrir 50 árum, vegna þess að Askja skar sig lengst af úr þar sem hún var að síga frá því um 1970 alveg þangað til fyrir tveimur árum.” Magnús Tumi bendir á að 60 til 70 sentímetra landris á svæðinu teljist býsna mikið en þó virðist enn vera að fyllast á tankinn. „Þetta er svolítið eins og það hafi verið byrjað að hella í hálftóman tank og það þarf bara að hella heilmikið í hann áður en það fer að flæða út úr honum. En þetta getur ekki haldið áfram endalaust.“ Hann bætir við að enn sem komið er sé ekki að sjá aukningu í virkni í Öskju. Svo það virðist vanta aðeins upp áður en ástandið kemst á krítískt stig. „Það er svona nokkurn veginn staðan núna. Hvenær það verður er ómögulegt að segja.” Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Hratt dró úr gosóróa í gær og var hann kominn aftur í svipaðan styrkleika og fyrir gos um klukkan þrjú í gær. Í kjölfarið var lýst yfir svokölluðu goshléi og var litla breytingu að sjá á þróun gosóróans í nótt, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Ekki er enn hægt að fullyrða að um goslok sé að ræða en það verður endurmetið í næstu viku. Jarðeðlisfræðingur segir engar vísbendingar um frekari skjálftavirkni eða kvikuhreyfingar á svæðinu sem gætu verið merki um að önnur sprunga væri að opnast. „Það var landris í um tvo mánuði áður en þetta gos hófst og jarðskjálftavirkni jókst. Svo datt það niður þegar gosið hófst og það er engin hreyfing núna,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Erfittt sé að spá til um framhaldið á Reykjanesskaga. „Langlíklegast að nú komi mögulega annað tímabil, Gæti komið annað gos eftir ár eða eitthvað í eitthvað í þeim dúr. Svo gæti þetta verið síðasti atburðurinn í hrinunni. Um það vitum við bara ekkert í dag, það verður bara að koma í ljós,“ segir Magnús Tumi. Askja eigi eftir að safna meira á tankinn Talsvert hefur rætt um möguleikann á eldgosi í Öskju sem nú hefur þanist út í um tvö ár. Það sem Magnúsi Tuma þykir líklegast að gerist þar með tilliti til gossögunnar væri basískt hraungos. „Það er ekkert útilokað. Askja er núna búin að þenjast út í bráðum tvö ár en enn á hún sennilega töluvert eftir til að ná því sem hún var fyrir 50 árum, vegna þess að Askja skar sig lengst af úr þar sem hún var að síga frá því um 1970 alveg þangað til fyrir tveimur árum.” Magnús Tumi bendir á að 60 til 70 sentímetra landris á svæðinu teljist býsna mikið en þó virðist enn vera að fyllast á tankinn. „Þetta er svolítið eins og það hafi verið byrjað að hella í hálftóman tank og það þarf bara að hella heilmikið í hann áður en það fer að flæða út úr honum. En þetta getur ekki haldið áfram endalaust.“ Hann bætir við að enn sem komið er sé ekki að sjá aukningu í virkni í Öskju. Svo það virðist vanta aðeins upp áður en ástandið kemst á krítískt stig. „Það er svona nokkurn veginn staðan núna. Hvenær það verður er ómögulegt að segja.”
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent