„Það má alveg segja að við höfum verið verulega óheppin“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2023 12:32 Guðjón Rúnar Sveinsson, fararstjóri íslenska skátahópsins, segir leiðinlegt að yfirgefa mótssvæðið þegar mótið er loksins farið almennilega af stað. Sigrún María Bjarnadóttir Hrakfarir þátttakenda á Alheimsmóti skáta í Suður Kóreu virðast engan endi ætla að taka. Fararstjóri íslenska skátaflokksins segir svekkjandi að þurfa að yfirgefa svæðið nú þegar mótið sé loks að fara almennilega af stað, en von er á fellibyl og því þarf að rýma svæðið. Fyrir það hafði hitabylgja, úrhellisrigning, skordýrabit og skipulagsleysi sett svip sinn á mótið. Um fimmtíu þúsund skátar víðs vegar að úr heiminum mættu á mótið og þeirra á meðal var 140 manna hópur frá Íslandi. Mótið átti að fara fram 1. til 12. ágúst en nú er ljóst að vegna veðurs mun því ljúka fyrr. Búist er við því að fellibylurinn Khanun gangi yfir svæðið á fimmtudag. Hann gekk yfir Japan í síðustu viku og olli þremur dauðsföllum og gríðarlegum skemmdum. „Það má alveg segja að við höfum verið verulega óheppin,“ segir Guðjón Rúnar Sveinsson, fararstjóri íslenska hópsins. „Það var náttúrulega þessi hitabylgja sem tók við okkur fyrst, og mótshaldarar voru kannski ekki alveg búnir að undirbúa nægilega vel mótssvæðið og aðgerðir gagnvart henni. Hvað þá bara svona eðlileg skipulagsmál eins og við eigum að venjast á þessum mótum.“ Þó hafi verið bætt úr skipulagsmálunum og gærdagurinn hafi verið vel heppnaður sem og fyrri hluti dagsins í dag. „Þangað til að fréttir skullu á að það ætti að fara rýma svæðið. Þá tók næsta verkefni við, að pakka saman,“ segir Guðjón sem tekur fram að þrátt fyrir fréttirnar sé fólk rólegt. „Það er ekkert panik ástand, alls ekki. Menn eru bara að pakka saman og gera sér grein fyrir því hvernig staðan er. Það er matartorg hérna sem er ekki einusinni búið að taka niður. En menn eru að undirbúa sig jafnt og þétt.“ Hlakkar til að komast heim Nokkrir úr íslenska hópnum þurftu að leita sér læknisaðstoðar fyrstu dagana vegna hita og skordýrabita en Guðjón segir að síðustu tveir dagar hafi verið auðveldari. Ýmislegt spili þar inn í. „Það er búið að byggja skýli fyrir þátttakendur til að skýla þeim fyrir hitanum. Svo er búið að vera að dæla út klaka, íspinnum og drykkjarvörum í þátttakendur og alla aðra. Og svo náttúrulega venjumst við hitanum en rakinn hér er gífurlegur sem bætir svolítið mikið í erfiðleikana.“ Einhverjir séu svekktir yfir því að þurfa að yfirgefa svæðið nú þegar mótið sé loks almennilega að byrja. „En þetta er bara næstum eins og íslenskt skátamót, nema akkúrat í hina áttina, við fáum snjó og slyddu, rigningu, sól og allan pakkann þar. Þannig við kunnum alveg að bregðast við mismunandi aðstæðum á stuttum tíma,“ segir Guðjón. Nú tekur við ferðalag til Seoul þar sem íslenski hópurinn mun dvelja í nokkra daga áður hann heldur heim til Íslands. Guðjón segir að vissulega sé farið að örla á tilhlökkun yfir því að komast heim. „Menn eru orðnir verulega þreyttir, það vantar ekki. Það styttist alltaf í að maður vilji komast í sitt eigið rúm.“ Hér fyrir neðan má sjá viðtal fréttastofu við Guðjón frá því í fyrradag. Suður-Kórea Íslendingar erlendis Skátar Tengdar fréttir Íslenskir skátar beri sig vel þrátt fyrir hrakfarirnar í Suður-Kóreu Mikil rigning og hitabylgja hefur leikið 140 íslenska skáta grátt sem staddir eru í Suður-Kóreu til að taka þátt í Alheimsmóti skáta. Mannskapur frá suður-kóreska hernum og Rauða krossinum var sendur á staðinn þegar uppbygging vinnubúða á mótssvæðinu gekk illa vegna veðurs. 5. ágúst 2023 08:03 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Fyrir það hafði hitabylgja, úrhellisrigning, skordýrabit og skipulagsleysi sett svip sinn á mótið. Um fimmtíu þúsund skátar víðs vegar að úr heiminum mættu á mótið og þeirra á meðal var 140 manna hópur frá Íslandi. Mótið átti að fara fram 1. til 12. ágúst en nú er ljóst að vegna veðurs mun því ljúka fyrr. Búist er við því að fellibylurinn Khanun gangi yfir svæðið á fimmtudag. Hann gekk yfir Japan í síðustu viku og olli þremur dauðsföllum og gríðarlegum skemmdum. „Það má alveg segja að við höfum verið verulega óheppin,“ segir Guðjón Rúnar Sveinsson, fararstjóri íslenska hópsins. „Það var náttúrulega þessi hitabylgja sem tók við okkur fyrst, og mótshaldarar voru kannski ekki alveg búnir að undirbúa nægilega vel mótssvæðið og aðgerðir gagnvart henni. Hvað þá bara svona eðlileg skipulagsmál eins og við eigum að venjast á þessum mótum.“ Þó hafi verið bætt úr skipulagsmálunum og gærdagurinn hafi verið vel heppnaður sem og fyrri hluti dagsins í dag. „Þangað til að fréttir skullu á að það ætti að fara rýma svæðið. Þá tók næsta verkefni við, að pakka saman,“ segir Guðjón sem tekur fram að þrátt fyrir fréttirnar sé fólk rólegt. „Það er ekkert panik ástand, alls ekki. Menn eru bara að pakka saman og gera sér grein fyrir því hvernig staðan er. Það er matartorg hérna sem er ekki einusinni búið að taka niður. En menn eru að undirbúa sig jafnt og þétt.“ Hlakkar til að komast heim Nokkrir úr íslenska hópnum þurftu að leita sér læknisaðstoðar fyrstu dagana vegna hita og skordýrabita en Guðjón segir að síðustu tveir dagar hafi verið auðveldari. Ýmislegt spili þar inn í. „Það er búið að byggja skýli fyrir þátttakendur til að skýla þeim fyrir hitanum. Svo er búið að vera að dæla út klaka, íspinnum og drykkjarvörum í þátttakendur og alla aðra. Og svo náttúrulega venjumst við hitanum en rakinn hér er gífurlegur sem bætir svolítið mikið í erfiðleikana.“ Einhverjir séu svekktir yfir því að þurfa að yfirgefa svæðið nú þegar mótið sé loks almennilega að byrja. „En þetta er bara næstum eins og íslenskt skátamót, nema akkúrat í hina áttina, við fáum snjó og slyddu, rigningu, sól og allan pakkann þar. Þannig við kunnum alveg að bregðast við mismunandi aðstæðum á stuttum tíma,“ segir Guðjón. Nú tekur við ferðalag til Seoul þar sem íslenski hópurinn mun dvelja í nokkra daga áður hann heldur heim til Íslands. Guðjón segir að vissulega sé farið að örla á tilhlökkun yfir því að komast heim. „Menn eru orðnir verulega þreyttir, það vantar ekki. Það styttist alltaf í að maður vilji komast í sitt eigið rúm.“ Hér fyrir neðan má sjá viðtal fréttastofu við Guðjón frá því í fyrradag.
Suður-Kórea Íslendingar erlendis Skátar Tengdar fréttir Íslenskir skátar beri sig vel þrátt fyrir hrakfarirnar í Suður-Kóreu Mikil rigning og hitabylgja hefur leikið 140 íslenska skáta grátt sem staddir eru í Suður-Kóreu til að taka þátt í Alheimsmóti skáta. Mannskapur frá suður-kóreska hernum og Rauða krossinum var sendur á staðinn þegar uppbygging vinnubúða á mótssvæðinu gekk illa vegna veðurs. 5. ágúst 2023 08:03 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Íslenskir skátar beri sig vel þrátt fyrir hrakfarirnar í Suður-Kóreu Mikil rigning og hitabylgja hefur leikið 140 íslenska skáta grátt sem staddir eru í Suður-Kóreu til að taka þátt í Alheimsmóti skáta. Mannskapur frá suður-kóreska hernum og Rauða krossinum var sendur á staðinn þegar uppbygging vinnubúða á mótssvæðinu gekk illa vegna veðurs. 5. ágúst 2023 08:03