Opnar sig um líkamsskynjunarröskun og lýtaaðgerðir Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. ágúst 2023 15:00 Robbie Williams opnaði sig nýlega um glímu sína við líkamsskynjunarröskun og sjálfshatur. EPA/Guillaume Horcajuelo Söngvarinn Robbie Williams opnaði sig í síðasta mánuði um glímu sína við líkamsskynjunarröskun og sjálfshatur vegna slæmrar líkamsímyndar. Í gær greindi hann frá því að hann hygðist fara í lýtaaðgerðir til að laga sokkin augu sín. Hinn 49 ára gamli Williams greindi frá áralangri glímu sinni við líkamsskynjunarröskun (e. body dysmorphia) á Instagram-síðu sinni í síðasta mánuði. Líkamsskynjunarröskun er geðröskun sem einkennist af áleitnum hugsunum um útlitsgalla sem er þó ekki til staðar. Nú á sunnudag greindi hann frá fyrirhuguðum lýtaaðgerðum sínum í leit að hinum fullkomna líkama. „Allir horfa á lýtaaðgerðir og segja Guð nei, ekki gera það. En enginn sér góðar lýtaagerðir af því maður tekur ekki eftir þeim. Flestir í mínum bransa hafa farið í mjög góðar lýtaaðgerðir,“ sagði hann við The Sun. „Ég vil smá fyllingu í augun af því ég lít út fyrir að vera með sokkin augu. Það er fullt af hlutum sem við þurfum ekki sem við fáum okkur samt,“ sagði hann. Þá greindi hann einnig frá því að hann vildi halda hárinu sínu eins lengi og hann gæti. Hann hefði tvisvar reynt að fara í hárígræðslu en fengið neitun í bæði skiptin. Átakanleg barátta við slæma líkamsímynd Williams birti 17. júlí síðastliðinn færslu á Instagram. Á myndinni mátti sjá tvær teiknaðar fígurar þar sem önnur segir „Þetta hefur gengið of langt“ á meðan hin segir „Æjj, guð blessi þig“. Fyrir ofan fígúrurnar stóð „Fyrirmyndarlíkamsþyngd mín er að fólk hafi áhyggjur af mér“. Við færsluna skrifaði William langan texta um líkamsímynd sína í gegnum tíðina og sagðist vera með líkamsskynjunarröskun. Myndin sem Williams birti á Instagram-síðu sinni.Instagram „Ég gæti skrifað bók um sjálfshatur hvað varðar líkamsímynd mína. Algjört sjálfshatur, ljótleikinn við að líða ljótum,“ sagði Williams meðal annars í færslunni. „Þið getið ímyndað ykkur hvað hugur minn sér. Eða þið getið það kannski ekki, hvort sem er þá er þetta fokking hörmung. Þessa stundina er ég mjór... En verandi ég, hugsar heilinn Fokking frábært Rob, þér tókst að verða mjór og núna ertu orðinn gamall, til hamingju, golf-klapp.“ „Baráttan er raunveruleg, sorgin átakanleg. Ég hef haft þetta allt mitt líf. Og þetta mun ekki minnka,“ sagði hann einnig. Hér fyrir neðan má sjá færsluna í heild sinni. View this post on Instagram A post shared by Robbie Williams (@robbiewilliams) Bretland Lýtalækningar Hollywood Tengdar fréttir Robbie Williams fór ekki út úr húsi vegna víðáttufælni Breski söngvarinn Robbie Williams opnaði sig á dögunum um víðáttufælni sem hann barðist við á árum áður í viðtali við SunOnline. 15. júlí 2019 13:50 Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Fleiri fréttir Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá meira
Hinn 49 ára gamli Williams greindi frá áralangri glímu sinni við líkamsskynjunarröskun (e. body dysmorphia) á Instagram-síðu sinni í síðasta mánuði. Líkamsskynjunarröskun er geðröskun sem einkennist af áleitnum hugsunum um útlitsgalla sem er þó ekki til staðar. Nú á sunnudag greindi hann frá fyrirhuguðum lýtaaðgerðum sínum í leit að hinum fullkomna líkama. „Allir horfa á lýtaaðgerðir og segja Guð nei, ekki gera það. En enginn sér góðar lýtaagerðir af því maður tekur ekki eftir þeim. Flestir í mínum bransa hafa farið í mjög góðar lýtaaðgerðir,“ sagði hann við The Sun. „Ég vil smá fyllingu í augun af því ég lít út fyrir að vera með sokkin augu. Það er fullt af hlutum sem við þurfum ekki sem við fáum okkur samt,“ sagði hann. Þá greindi hann einnig frá því að hann vildi halda hárinu sínu eins lengi og hann gæti. Hann hefði tvisvar reynt að fara í hárígræðslu en fengið neitun í bæði skiptin. Átakanleg barátta við slæma líkamsímynd Williams birti 17. júlí síðastliðinn færslu á Instagram. Á myndinni mátti sjá tvær teiknaðar fígurar þar sem önnur segir „Þetta hefur gengið of langt“ á meðan hin segir „Æjj, guð blessi þig“. Fyrir ofan fígúrurnar stóð „Fyrirmyndarlíkamsþyngd mín er að fólk hafi áhyggjur af mér“. Við færsluna skrifaði William langan texta um líkamsímynd sína í gegnum tíðina og sagðist vera með líkamsskynjunarröskun. Myndin sem Williams birti á Instagram-síðu sinni.Instagram „Ég gæti skrifað bók um sjálfshatur hvað varðar líkamsímynd mína. Algjört sjálfshatur, ljótleikinn við að líða ljótum,“ sagði Williams meðal annars í færslunni. „Þið getið ímyndað ykkur hvað hugur minn sér. Eða þið getið það kannski ekki, hvort sem er þá er þetta fokking hörmung. Þessa stundina er ég mjór... En verandi ég, hugsar heilinn Fokking frábært Rob, þér tókst að verða mjór og núna ertu orðinn gamall, til hamingju, golf-klapp.“ „Baráttan er raunveruleg, sorgin átakanleg. Ég hef haft þetta allt mitt líf. Og þetta mun ekki minnka,“ sagði hann einnig. Hér fyrir neðan má sjá færsluna í heild sinni. View this post on Instagram A post shared by Robbie Williams (@robbiewilliams)
Bretland Lýtalækningar Hollywood Tengdar fréttir Robbie Williams fór ekki út úr húsi vegna víðáttufælni Breski söngvarinn Robbie Williams opnaði sig á dögunum um víðáttufælni sem hann barðist við á árum áður í viðtali við SunOnline. 15. júlí 2019 13:50 Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Fleiri fréttir Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá meira
Robbie Williams fór ekki út úr húsi vegna víðáttufælni Breski söngvarinn Robbie Williams opnaði sig á dögunum um víðáttufælni sem hann barðist við á árum áður í viðtali við SunOnline. 15. júlí 2019 13:50