Meiðyrðamáli Trump gegn E. Jean Carroll vísað frá Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. ágúst 2023 07:26 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var fundinn sekur um að hafa brotið kynferðislega á E. Jean Carroll. Meiðyrðamáli hans gegn henni hefur nú verið vísað frá og á hann yfuir höfði sér fjölmörg önnur mál. AP/Matt Rourke Meiðyrðamáli Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, gegn pistlahöfundinum E. Jean Carroll var vísað frá af alríkisdómara í New York í gær. Trump höfðaði mál gegn Carrol vegna ummæla hennar um að hann hefði nauðgað henni. Réttað var í meiðyrðamálinu í gær og úrskurðaði alríkisdómarinn Lewis Kaplan að ummæli Carroll um að Trump hefði nauðgað henni væru „efnislega sönn“ og skiljanleg í samhengi málsins. Hann vísaði málinu því frá. Trump hafnar öllum ásökunum og hefur áfrýjað úrskurðinum. Carroll hefur aftur á móti höfðað sitt eigið meiðyrðamál gegn Trump vegna opinberra ummæla hans í hennar garð. Trump var í vor dæmdur til að greiða Carroll fimm milljónir Bandaríkjadala eftir að hann var fundinn sekur um að hafa brotið á henni kynferðislega. Braut á henni í Bergdorf Goodman Carroll greindi fyrst frá ásökunum sínum vegna kynferðisbrota Trumps sem áttu sér stað á tíunda áratugnum, í grein í New York Magazine árið 2019. Þá neitaði Trump ásökunum, sagðist aldrei hafa hitt Carroll og hún væri ekki hans týpa. E. Jean Carroll stefndi Trump fyrir meiðyrði eftir að hann kallaði hana „lygara“ og „dræsu“ þegar hann hafnaði því að hafa nauðgað henni á 10. áratugnum. AP/Seth Wenig Í nóvember 2022 höfðaði Carroll einkamál gegn Trump fyrir kynferðisbrot og nauðgun sem áttu sér stað í versluninni Bergdorf Goodmann árið 1995. Málið hafði þá fyrnst en hún vegna nýrra laga sem gerðu fórnarlömbum fyrndra brota kleift að höfða einkamál. Kviðdómur úrskurðaði í málinu í vor að Trump hefði brotið kynferðislega á Carroll en að ekki hefði fengist sannað að hann hefði nauðgað henni. Hann var dæmdur til að greiða Carroll fimm milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur og bætur fyrir ærumeiðingar vegna ummæla sem hann lét falla opinberlega í hennar garð. Í kjölfarið stefndi Trump Carroll fyrir meiðyrði fyrir að hafa sagt opinberlega að hann hefði nauðgað henni. Nú hefur hann líka tapað því máli. En Trump á þó eftir að fara nokkrum sinnum í dómssal til viðbótar þar sem hann á yfir höfði sér 78 ákærur vegna fjölbreyttra brota. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Velja kviðdómendur í nauðgunarmáli Trump Byrjað verður að velja kviðdómendur í máli E. Jean Carroll, fyrrverandi pistlahöfundar, gegn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í dag. Carroll sakar Trump um að hafa nauðgað sér í stórverslun í borginni á 10. áratugnum. 25. apríl 2023 08:56 Trump formlega kærður fyrir nauðgun í New York Bandarísk blaðakonan E Jean Carroll hefur nú formlega lögsótt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna fyrir dómstól í New York ríki. 25. nóvember 2022 07:25 Fer aftur í mál við Trump vegna meintrar nauðgunar Rithöfundurinn E. Jean Carroll ætlar aftur í mál við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, vegna meintrar nauðgunar. Carroll skrifaði um meint atvik í bók sinni What Do We Need Men For? A Modest Proposalsem kom út árið 2019 en Trump sakaði hana um að ljúga um atvikið til að selja fleiri eintök af bókinni. 21. september 2022 06:38 Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Réttað var í meiðyrðamálinu í gær og úrskurðaði alríkisdómarinn Lewis Kaplan að ummæli Carroll um að Trump hefði nauðgað henni væru „efnislega sönn“ og skiljanleg í samhengi málsins. Hann vísaði málinu því frá. Trump hafnar öllum ásökunum og hefur áfrýjað úrskurðinum. Carroll hefur aftur á móti höfðað sitt eigið meiðyrðamál gegn Trump vegna opinberra ummæla hans í hennar garð. Trump var í vor dæmdur til að greiða Carroll fimm milljónir Bandaríkjadala eftir að hann var fundinn sekur um að hafa brotið á henni kynferðislega. Braut á henni í Bergdorf Goodman Carroll greindi fyrst frá ásökunum sínum vegna kynferðisbrota Trumps sem áttu sér stað á tíunda áratugnum, í grein í New York Magazine árið 2019. Þá neitaði Trump ásökunum, sagðist aldrei hafa hitt Carroll og hún væri ekki hans týpa. E. Jean Carroll stefndi Trump fyrir meiðyrði eftir að hann kallaði hana „lygara“ og „dræsu“ þegar hann hafnaði því að hafa nauðgað henni á 10. áratugnum. AP/Seth Wenig Í nóvember 2022 höfðaði Carroll einkamál gegn Trump fyrir kynferðisbrot og nauðgun sem áttu sér stað í versluninni Bergdorf Goodmann árið 1995. Málið hafði þá fyrnst en hún vegna nýrra laga sem gerðu fórnarlömbum fyrndra brota kleift að höfða einkamál. Kviðdómur úrskurðaði í málinu í vor að Trump hefði brotið kynferðislega á Carroll en að ekki hefði fengist sannað að hann hefði nauðgað henni. Hann var dæmdur til að greiða Carroll fimm milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur og bætur fyrir ærumeiðingar vegna ummæla sem hann lét falla opinberlega í hennar garð. Í kjölfarið stefndi Trump Carroll fyrir meiðyrði fyrir að hafa sagt opinberlega að hann hefði nauðgað henni. Nú hefur hann líka tapað því máli. En Trump á þó eftir að fara nokkrum sinnum í dómssal til viðbótar þar sem hann á yfir höfði sér 78 ákærur vegna fjölbreyttra brota.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Velja kviðdómendur í nauðgunarmáli Trump Byrjað verður að velja kviðdómendur í máli E. Jean Carroll, fyrrverandi pistlahöfundar, gegn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í dag. Carroll sakar Trump um að hafa nauðgað sér í stórverslun í borginni á 10. áratugnum. 25. apríl 2023 08:56 Trump formlega kærður fyrir nauðgun í New York Bandarísk blaðakonan E Jean Carroll hefur nú formlega lögsótt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna fyrir dómstól í New York ríki. 25. nóvember 2022 07:25 Fer aftur í mál við Trump vegna meintrar nauðgunar Rithöfundurinn E. Jean Carroll ætlar aftur í mál við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, vegna meintrar nauðgunar. Carroll skrifaði um meint atvik í bók sinni What Do We Need Men For? A Modest Proposalsem kom út árið 2019 en Trump sakaði hana um að ljúga um atvikið til að selja fleiri eintök af bókinni. 21. september 2022 06:38 Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Velja kviðdómendur í nauðgunarmáli Trump Byrjað verður að velja kviðdómendur í máli E. Jean Carroll, fyrrverandi pistlahöfundar, gegn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í dag. Carroll sakar Trump um að hafa nauðgað sér í stórverslun í borginni á 10. áratugnum. 25. apríl 2023 08:56
Trump formlega kærður fyrir nauðgun í New York Bandarísk blaðakonan E Jean Carroll hefur nú formlega lögsótt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna fyrir dómstól í New York ríki. 25. nóvember 2022 07:25
Fer aftur í mál við Trump vegna meintrar nauðgunar Rithöfundurinn E. Jean Carroll ætlar aftur í mál við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, vegna meintrar nauðgunar. Carroll skrifaði um meint atvik í bók sinni What Do We Need Men For? A Modest Proposalsem kom út árið 2019 en Trump sakaði hana um að ljúga um atvikið til að selja fleiri eintök af bókinni. 21. september 2022 06:38
Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila