Íslensk ungmenni geta ferðast og starfað í Kanada í allt að tvö ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2023 11:34 Frá undirrituninni á föstudag. Stjórnarráðið Íslensk ungmenni á aldrinum 18 til 30 ára munu geta ferðast og starfað í Kanada í allt að tvö ár þökk sé nýundirrituðum samningi. Um er að ræða gagnkvæman samning sem tryggir ungu fólki frá Kanada sömu réttindi. Samkomulag milli Íslands og Kanada um vinnudvöl ungmenna var undirritað á föstudag. Samningurinn kveður á um að ungmenni á þessum aldri geti ferðast og starfað í Kanada í allt að 12 mánuði, með möguleika á að framlengja dvölina um 12 mánuði. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem stödd er í Winnipeg í Kanada í tilefni af Íslendingadeginum í Manitoba, undirritaði samninginn fyrir hönd Íslands. Áslaug Arna tók þar þátt í hátíðarhöldum tengdum Íslendingadeginum, þar á meðal skrúðgöngu, fjallkonuhádegisverði og móttöku formanns Íslendingadagsins, ásamt því að flytja ávarp við hátíðarhöldin. „Við erum stolt af þessu samstarfi við Kanada. Það gefur íslenskum ungmennum tækifæri á að kynnast ólíkri menningu og víkka sjóndeildarhringinn, ásamt því að gera þeim kleift að ná sér í verðmæta starfsreynslu á alþjóðlegum vettvangi,“ er haft eftir ráðherra á vef stjórnarráðsins. Gert er ráð fyrir því að samningurinn verði innleiddur árið 2024, þegar að allar kröfur hafa verið uppfylltar. Samningurinn er gagnkvæmur, en það var Marie-France Lalonde, þingritari ráðherra innflytjenda, flóttamanna og ríkisborgararéttar sem undirritaði samninginn fyrir hönd Kanada. Hann mun gera 120 ungmennum frá hvoru landi fyrir sig kleift að dvelja og starfa í Kanada eða á Íslandi í allt að 24 mánuði. Samningurinn verður þriðji vinnudvalarsamningurinn sem íslensk ungmenni geta nýtt sér, en þegar eru í gildi slíkir samningar við Bretland og Japan. „Þá styrkir samningurinn enn frekar tengslin milli Íslands og Kanada sem byggjast á góðu samstarfi ríkjanna og sameiginlegum gildum,“ segir í tilkynningu. Kanada Íslendingar erlendis Utanríkismál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Samkomulag milli Íslands og Kanada um vinnudvöl ungmenna var undirritað á föstudag. Samningurinn kveður á um að ungmenni á þessum aldri geti ferðast og starfað í Kanada í allt að 12 mánuði, með möguleika á að framlengja dvölina um 12 mánuði. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem stödd er í Winnipeg í Kanada í tilefni af Íslendingadeginum í Manitoba, undirritaði samninginn fyrir hönd Íslands. Áslaug Arna tók þar þátt í hátíðarhöldum tengdum Íslendingadeginum, þar á meðal skrúðgöngu, fjallkonuhádegisverði og móttöku formanns Íslendingadagsins, ásamt því að flytja ávarp við hátíðarhöldin. „Við erum stolt af þessu samstarfi við Kanada. Það gefur íslenskum ungmennum tækifæri á að kynnast ólíkri menningu og víkka sjóndeildarhringinn, ásamt því að gera þeim kleift að ná sér í verðmæta starfsreynslu á alþjóðlegum vettvangi,“ er haft eftir ráðherra á vef stjórnarráðsins. Gert er ráð fyrir því að samningurinn verði innleiddur árið 2024, þegar að allar kröfur hafa verið uppfylltar. Samningurinn er gagnkvæmur, en það var Marie-France Lalonde, þingritari ráðherra innflytjenda, flóttamanna og ríkisborgararéttar sem undirritaði samninginn fyrir hönd Kanada. Hann mun gera 120 ungmennum frá hvoru landi fyrir sig kleift að dvelja og starfa í Kanada eða á Íslandi í allt að 24 mánuði. Samningurinn verður þriðji vinnudvalarsamningurinn sem íslensk ungmenni geta nýtt sér, en þegar eru í gildi slíkir samningar við Bretland og Japan. „Þá styrkir samningurinn enn frekar tengslin milli Íslands og Kanada sem byggjast á góðu samstarfi ríkjanna og sameiginlegum gildum,“ segir í tilkynningu.
Kanada Íslendingar erlendis Utanríkismál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira