Börn send í gin úlfsins Helgi Guðnason skrifar 9. ágúst 2023 08:01 Talið er að frá árinu 2016 hafi ríkisstjórn Nicolas Maduro staðið fyrir hátt í 20.000 aftökum án dóms og laga. Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að því árið 2022 að ríkisstjórn Maduro væri sek um glæpi gegn mannkyni, vegna mannshvarfa, pyntinga, bælingu á málfrelsi og spillingar. Í mars á þessu ári héldu Evrópusambandið og Kanada ráðstefnu um ástandið í Venesúela og þær 7 milljónir flóttamanna þaðan sem eru dreifð um heiminn. Þar kom fram að 90% íbúa landsins búa við fátækt og að jafnmargir hafa ekki aðgang að vatni, 70% barna fá ekki menntun og morðtíðni er ein sú hæsta í heimi vegna óaldar sem þar ríkir. Vegna vöruskorts og óðaverðbólgu duga meðal mánaðarlaun (85 evrur) engan vegin fyrir grunnmatvælum, en mánaðarlegur kostnaður við grunnfæði er metin á 460 evrur. Stór hluti landsmanna hefur enga atvinnu og fá því ekki einu sinni lágmarkslaun sem eru 26 evrur á mánuði. Nú í ágúst voru 6 leiðtogar verkalýðsfélaga dæmdir í fangelsi í Venesúela fyrir hryðjuverk og samsæri, en þeir höfðu gagnrýnt ríkisstjórnina. Maduro og félagar halda áfram skoðanakúgun og misbeitingu valds síns. Í mars á þessu ári kom út skýrsla á vegum flóttamannastofnunnar Sameinuðu þjóðanna, þar var fjallað um áskoranirnar sem stafa af þessum gríðarlega straumi flóttamanna. Í skýrslunni kemur fram mikilvægi þess að flóttamönnum séu tryggð mannúðleg kjör, sanngjörn málsmeðferð og öryggi þeirra sé tryggt. Ekkert í skýrslunni gefur til kynna að ástandið í landinu hafi lagast eða að flóttamenn geti brátt snúið heim. Í skýrslunni kemur fram að hópur þeirra sem snúi aftur fari vaxandi, það stafi af útlendingahatri sem þau hafi mætt, bágum kjörum eða álíka. Einnig kemur fram að þeirra bíði erfið kjör í heimalandinu og jafnvel afleiðingar vegna þess að hafa flúið. Í sama mánuði gaf útlendingastofnun á Íslandi út yfirlýsingu vegna nýs mats á ástandinu í Venesúela. Mat stofnunarinnar væri að ástandið hefði batnað svo mikið að ekki væri lengur sjálfgefið að flóttamenn þaðan fengju hæli. Breytingin sem boðuð var átti að felast í því að hver umsókn væri metin á sjálfstæðum grunni. Frá janúar og út júní á þessu ári fengu 389 umsóknir Venesúelamanna um hæli afgreiðslu, 93% fengu neitun. Alveg eins og það væri bara engin neyð í landinu. Í þessum hópi eru börn. Í þessum hópi eru fjölskyldur sem könnuðu stefnu yfirvalda á Íslandi áður en þau lögðu allt undir. Staðan var sú að allir í þeirra stöðu fengu hæli. Í dag eru þeim boðið að þiggja á bilinu 1.200 til 3.200 evrur fyrir að snúa aftur sjálfviljug, til lands sem er í rúst, þar sem ríkir óöld, skortur og mannréttindi þverbrotin. Stofnanir Evrópusambandsins, Sameinuðu Þjóðanna, Bandaríkjanna og Kanada virðast ekki hafa sömu upplýsingar og útlendingastofnun á Íslandi. Trúir einhver því að 93% þeirra sem leggja allt undir til þess að flýja land, geri það að ástæðulausu? Er eitthvað réttlæti í því, að fólk sem kom hingað, þegar stefna stjórnvalda var að samþykkja allar umsóknir, fái núna neitun þegar þau hafa selt allt sitt til að fjármagna flótta hingað? Ekkert land getur tekið við ótakmörkuðum fjölda flóttamanna. Það er eðlilegt að setja þurfi mörk og ekki sé hægt að taka við öllum. En það er óréttlæti að kúvenda viðmiðum og stefnu svo fólk sem kom til landsins á öðrum forsendum, sem er í ferli að bíða, fái neitun vegna breyttra leikreglna. Það leggur enginn allt í sölurnar og flýr með fjölskyldu sína út í óvissuna nema eitthvað mikið knýji á. Flest okkar myndum reyna að kanna aðstæður eins vel og við gætum áður en við leggðum upp. Það á við um flest þeirra sem hingað hafa komið frá Venesúela. Það er ekkert réttlæti að breyta reglum þegar fólk er komið í ferli. Fyrir utan að það er enginn sannleikur í því að Venesúela sé öruggt land eða ástandið orðið mun betra. Maduro er enn harðstjóri, stjórnvöld beita enn ofbeldi og vopnaðir glæpahópar sem stunda fjárkúganir og rán vaða enn uppi í skjóli stjórnvalda. Eru Íslendingar í alvöru sáttir við að íslensk stjórnvöld ætli að senda barnafjölskyldur í þessar aðstæður? Ætlum við bara að þvo hendur okkar og segja að þetta komi okkur ekki við? Ég hvet alla að láta málið sig varða og að láta heyra í sér. Ég skora á útlendingastofnun að breyta um stefnu og á kærunefnd útlendingamála að beita öðrum viðmiðum en ÚTL virðist gera. Höfundur er prestur og hefur starfað meðal innflytjenda síðan 2008. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Venesúela Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Talið er að frá árinu 2016 hafi ríkisstjórn Nicolas Maduro staðið fyrir hátt í 20.000 aftökum án dóms og laga. Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að því árið 2022 að ríkisstjórn Maduro væri sek um glæpi gegn mannkyni, vegna mannshvarfa, pyntinga, bælingu á málfrelsi og spillingar. Í mars á þessu ári héldu Evrópusambandið og Kanada ráðstefnu um ástandið í Venesúela og þær 7 milljónir flóttamanna þaðan sem eru dreifð um heiminn. Þar kom fram að 90% íbúa landsins búa við fátækt og að jafnmargir hafa ekki aðgang að vatni, 70% barna fá ekki menntun og morðtíðni er ein sú hæsta í heimi vegna óaldar sem þar ríkir. Vegna vöruskorts og óðaverðbólgu duga meðal mánaðarlaun (85 evrur) engan vegin fyrir grunnmatvælum, en mánaðarlegur kostnaður við grunnfæði er metin á 460 evrur. Stór hluti landsmanna hefur enga atvinnu og fá því ekki einu sinni lágmarkslaun sem eru 26 evrur á mánuði. Nú í ágúst voru 6 leiðtogar verkalýðsfélaga dæmdir í fangelsi í Venesúela fyrir hryðjuverk og samsæri, en þeir höfðu gagnrýnt ríkisstjórnina. Maduro og félagar halda áfram skoðanakúgun og misbeitingu valds síns. Í mars á þessu ári kom út skýrsla á vegum flóttamannastofnunnar Sameinuðu þjóðanna, þar var fjallað um áskoranirnar sem stafa af þessum gríðarlega straumi flóttamanna. Í skýrslunni kemur fram mikilvægi þess að flóttamönnum séu tryggð mannúðleg kjör, sanngjörn málsmeðferð og öryggi þeirra sé tryggt. Ekkert í skýrslunni gefur til kynna að ástandið í landinu hafi lagast eða að flóttamenn geti brátt snúið heim. Í skýrslunni kemur fram að hópur þeirra sem snúi aftur fari vaxandi, það stafi af útlendingahatri sem þau hafi mætt, bágum kjörum eða álíka. Einnig kemur fram að þeirra bíði erfið kjör í heimalandinu og jafnvel afleiðingar vegna þess að hafa flúið. Í sama mánuði gaf útlendingastofnun á Íslandi út yfirlýsingu vegna nýs mats á ástandinu í Venesúela. Mat stofnunarinnar væri að ástandið hefði batnað svo mikið að ekki væri lengur sjálfgefið að flóttamenn þaðan fengju hæli. Breytingin sem boðuð var átti að felast í því að hver umsókn væri metin á sjálfstæðum grunni. Frá janúar og út júní á þessu ári fengu 389 umsóknir Venesúelamanna um hæli afgreiðslu, 93% fengu neitun. Alveg eins og það væri bara engin neyð í landinu. Í þessum hópi eru börn. Í þessum hópi eru fjölskyldur sem könnuðu stefnu yfirvalda á Íslandi áður en þau lögðu allt undir. Staðan var sú að allir í þeirra stöðu fengu hæli. Í dag eru þeim boðið að þiggja á bilinu 1.200 til 3.200 evrur fyrir að snúa aftur sjálfviljug, til lands sem er í rúst, þar sem ríkir óöld, skortur og mannréttindi þverbrotin. Stofnanir Evrópusambandsins, Sameinuðu Þjóðanna, Bandaríkjanna og Kanada virðast ekki hafa sömu upplýsingar og útlendingastofnun á Íslandi. Trúir einhver því að 93% þeirra sem leggja allt undir til þess að flýja land, geri það að ástæðulausu? Er eitthvað réttlæti í því, að fólk sem kom hingað, þegar stefna stjórnvalda var að samþykkja allar umsóknir, fái núna neitun þegar þau hafa selt allt sitt til að fjármagna flótta hingað? Ekkert land getur tekið við ótakmörkuðum fjölda flóttamanna. Það er eðlilegt að setja þurfi mörk og ekki sé hægt að taka við öllum. En það er óréttlæti að kúvenda viðmiðum og stefnu svo fólk sem kom til landsins á öðrum forsendum, sem er í ferli að bíða, fái neitun vegna breyttra leikreglna. Það leggur enginn allt í sölurnar og flýr með fjölskyldu sína út í óvissuna nema eitthvað mikið knýji á. Flest okkar myndum reyna að kanna aðstæður eins vel og við gætum áður en við leggðum upp. Það á við um flest þeirra sem hingað hafa komið frá Venesúela. Það er ekkert réttlæti að breyta reglum þegar fólk er komið í ferli. Fyrir utan að það er enginn sannleikur í því að Venesúela sé öruggt land eða ástandið orðið mun betra. Maduro er enn harðstjóri, stjórnvöld beita enn ofbeldi og vopnaðir glæpahópar sem stunda fjárkúganir og rán vaða enn uppi í skjóli stjórnvalda. Eru Íslendingar í alvöru sáttir við að íslensk stjórnvöld ætli að senda barnafjölskyldur í þessar aðstæður? Ætlum við bara að þvo hendur okkar og segja að þetta komi okkur ekki við? Ég hvet alla að láta málið sig varða og að láta heyra í sér. Ég skora á útlendingastofnun að breyta um stefnu og á kærunefnd útlendingamála að beita öðrum viðmiðum en ÚTL virðist gera. Höfundur er prestur og hefur starfað meðal innflytjenda síðan 2008.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun