Íbúar Hellu þreyttir á „sturluðu“ verðlagi Kjörbúðarinnar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. ágúst 2023 18:36 Verð á kattanammi frá Whiskas er nær níuhundruð prósent hærra í Kjörbúðinni á Hellu en í Fjarðarkaupum. Facebook/Elín Dögg Elín Dögg Arnarsdóttir, íbúi í nágrenni við Hellu, lýsir verðlagi í Kjörbúðinni á Hellu sem sturlun en 637 krónum munar á verði á kattanammi þar og í Fjarðarkaupum. Hún segir íbúa Hellu gagngert sneiða framhjá því að versla í búðinni meðan vonir eru bundnar við opnun annarrar ódýrari matvöruverslunar í bæjarfélaginu. „Verðlagið var frekar sanngjarnt fyrst þegar þau opnuðu en svo hafa þau hækkað það hægt og hljótt upp úr öllu valdi,“ segir Elín í samtali við Vísi. Kjörbúðin opnaði í júní 2021. „Þeir lofuðu öllu fögru þegar Kjörbúðin opnaði, en varðandi vöruverð hafa þeir skitið upp á bak.“ „Fólk er farið að fara í Hvolsvöll eða á Selfoss til þess að versla. Það notar þessa búð í neyð ef það gleymist til dæmis að kaupa mjólk,“ segir Elín um íbúa Hellu, sem eru að hennar sögn orðnir þeyttir á verðlagi Kjörbúðarinnar. Mörg dæmi um hátt verð Elín segir sveitarstjórnina hafa beitt sér fyrir því að önnur búð yrði opnuð í bænum. Til að mynda eigi Hagar hf. lóð í bænum og því vonist íbúar til þess að einn daginn rísi þar Bónusverslun. Elín nefnir fleiri dæmi um gríðarlegan verðmun á vörum í Kjörbúðinni og öðrum búðum. Kaffi frá framleiðandanum Dolce Gusto kosti um fimmhundruð krónum meira en í verslun Nettó, og sé í þokkabót ódýrara í vegasjoppu sem staðsett er í nágrenni við Hellu. „Þegar vegasjoppan er orðin ódýrari, þá er nú mikið sagt,“ segir Elín. Þá segist hún hafa heyrt að mjólkurfernan sé um 130 krónum dýrari í Kjörbúðinni heldur en í Krónunni á Hvolsvelli. Uppfært: Verðið á umræddri vöru hefur nú hækkað í Fjarðarkaupum og framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs hefur gefið frá sér skriflegt svar við fyrirspurnum fréttamanns. Sjá hér að neðan: Matvöruverslun Neytendur Rangárþing ytra Verslun Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
„Verðlagið var frekar sanngjarnt fyrst þegar þau opnuðu en svo hafa þau hækkað það hægt og hljótt upp úr öllu valdi,“ segir Elín í samtali við Vísi. Kjörbúðin opnaði í júní 2021. „Þeir lofuðu öllu fögru þegar Kjörbúðin opnaði, en varðandi vöruverð hafa þeir skitið upp á bak.“ „Fólk er farið að fara í Hvolsvöll eða á Selfoss til þess að versla. Það notar þessa búð í neyð ef það gleymist til dæmis að kaupa mjólk,“ segir Elín um íbúa Hellu, sem eru að hennar sögn orðnir þeyttir á verðlagi Kjörbúðarinnar. Mörg dæmi um hátt verð Elín segir sveitarstjórnina hafa beitt sér fyrir því að önnur búð yrði opnuð í bænum. Til að mynda eigi Hagar hf. lóð í bænum og því vonist íbúar til þess að einn daginn rísi þar Bónusverslun. Elín nefnir fleiri dæmi um gríðarlegan verðmun á vörum í Kjörbúðinni og öðrum búðum. Kaffi frá framleiðandanum Dolce Gusto kosti um fimmhundruð krónum meira en í verslun Nettó, og sé í þokkabót ódýrara í vegasjoppu sem staðsett er í nágrenni við Hellu. „Þegar vegasjoppan er orðin ódýrari, þá er nú mikið sagt,“ segir Elín. Þá segist hún hafa heyrt að mjólkurfernan sé um 130 krónum dýrari í Kjörbúðinni heldur en í Krónunni á Hvolsvelli. Uppfært: Verðið á umræddri vöru hefur nú hækkað í Fjarðarkaupum og framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs hefur gefið frá sér skriflegt svar við fyrirspurnum fréttamanns. Sjá hér að neðan:
Matvöruverslun Neytendur Rangárþing ytra Verslun Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira